Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 26
Ragnar Snær Karlsson, æskulýðsfulltrúl KFUM og KFUK „Ég reyni að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft.“ Viðtal við Teo van der Weele í maí sem leið kom til landsins maður aö nafni Teo van der Weele, en hann hefur oft áður heimsótt Island. Sumum lesend- um Bjarma er hann kunnur, öðr- um ekki. Þess vegna lék okkur forvitni á að vita hver maðurinn er og hvers vegna hann hefur verið að heimsækja Island aftur og aftur í næstum tuttugu ár. Teo er hollenskur guðfræðing- ur, eiginkona hans, Will er list- málari og eiga þau fjórar upp- komnar dætur. Sem ungur dreng- ur í síöari heimstyrjöldinni dvaldi hann í fangabúðum og á barna- heimili, aöskilinn frá foreldrum á meðan þeir voru í varðhaldi. Sú sára reynsla markaði djúp spor í líf hans og er Ijóst að ungur hóf hann leit að uppsprettu líknarinn- ar og lífsstarf hans er engin til- viljun. Teo van der Weele á að baki 30 ára reynslu sem kristniboði og ráðgjafi í Asíu og Evrópu. Sem kristniboði í Tælandi í tólf ár fékk hann mikla reynslu sem hann fylgdi m.a. eftir með námi í sam- skiptum og sálgæslu innan ólíkra menningarheima. Teo er með B.A. próf frá ICI í Brussel og M.A. frá Fuller í Pasa- dena 1986. Meginviðfangsefni mastersnámsins var 'Cross Cultural Ministries' meö áherslu á þvermenningarlega sálgæslu. Hann hefur aðallega sinnt sál- gæslu undanfarin ár og aflað sér mikillar reynslu og þekkingar á því sviöi. Síðan 1982 hefur hann unn- ið að sálgæslu og ráðgjafarþjón- ustu og kennt áfallaráðgjöf í Hollandi og öðrum Evrópulöndum (Skandinavíu, Sviss og Austurríki), líka í Asíu (Tælandi, Kambódíu og Kína) og í Afríku (Úganda og Rú- anda). Teo hefur einnig kennt viö há- skólann „University of the Nations". Sérsvið hans í sálgæslu er til þolenda áfalla og þá sérstak- lega til þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í víðasta skilningi þess orös. Hann vann líka um tíma sem handleiöari starfs- fólks á geðsjúkrahúsi í Hollandi „de Hoop" í Dordrect, þar sem fíklar eru til meðferðar. Meginverkefni Teos er kennsla á alþjóöavettvangi þar sem hann veitir handleiðslu og þjálfun fyrir þá sem vinna við sálgæslu/ráö- gjöf, einkum eftir áföll tengd of- beldi hvers konar. Einnig starfar hann að hluta til á einkastofu. Hann hefur ásamt öðrum stofn- sett skóla í Sviss og Danmörku sem sérhæfir sig í því aö kenna ráðgjöfum hvernig á að koma að svona málum. í fyrravetur hélt hann námskeið hér á landi og kom af því tilefni oft í heimsókn. Teo van der Weele er mörgum Islendingum kunnur, hann kom til íslands í fyrsta skipti áriö 1985 i boði „Ungs fólks með hlutverk." Þá voru haldnar samkomur og námskeið meö honum viða um land. Ég hitti Teo að máli þar sem við ræddum um hann sjálfan og sálgæsluna. Ég bað Teo um að segja mér lítið eitt um það hver harm vœri. Ég er fæddur í Hollandi 1937. Foreldrar mínir voru hollenskir. Á stríðsárunum var mikil upplausn eins og gefur aö skilja. Á þessum tíma störfuðu foreldrar mínir í þágu Þjóðverja. í lok stríðsins var fjölskyldan leyst upp og foreldrar mínir voru settir í fangabúöir. Mér var komið fyrir á upptökuheimili. Þetta voru mjög erfiðir tímar. Það má kannski segja að þessi tími hafi markað ævi mína til fram- búðar. Á hvern hátt setti stríöiö sitt mark á þig? Á svo margan hátt, ég varð fyr- ir tilfinningalegum, andlegum, lík- amlegum og kynferðislegum áföll- um. Það einna helsta sem stendur upp úr er þegar ég, móöir mín og eldri bróðir vorum send til Þýska- lands. Eitt sinn vorum við nokkrir krakkar að leika okkur úti á akri. Þá kom bresk orustuflugvél í átt til okkar. Flugmaðurinn lækkaði 26

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.