Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 15

Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 15
Brjóstagjöf Grein eftir Maríu Heiðdal Alþjóða heilbrigðisstofnunin boðaði til fundar í Genf fyrir tveimur árum til að ræða áríðandi aðgerðir til að bæta heilsu og nær- ingu ungbarna. Kom fram að brjóstagjöf skipar þar mikilvægan sess. Kemur þar margt til. Má m. a. nefna líffræðileg sjónarmið og til- finningalegáhrif á þroska barnsins. Þá dregur brjóstagjöf úr sýkingar- hættu ungbarna og hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu móðurinnar. Menn gera sér betur og betur Ijóst mikilvægi brjóstagjafar og hversu þýðingarmikil brjóstagjöfin er fyrir næringu ungbarna fyrstu mánuðina, enda ráðstöfun móður náttúru. Gerð brjóstanna í hverju brjósti eru um 15 til 20 kirtillappar og í hverjum lappa margir smærri með ótal berjum (acini), klæddunt frumunt sem mynda mjólk. Utan um hvert berer vöðvafrumulag. Berin opnast út í mjólkurganga, sem sameinast í færri og stærri ganga er víkka út nokkru áður en þeir opnast út í geirvörtuna með 15 til 20 opum. Vöðvar brjóstvörtunnar eru sléttir og verður vartan stinn við ertingu. Á þann hátt er auðveldara fyrir barnið að ná góðu taki á vörtunni. Eðli brjóstagjafarinnar Mikil breyting verður á brjóst- unum vegna áhrifa hormóna á meðgöngutímanum. Berjum brjóstkirtilsins fjölgar og ntjólkur- gangarnir stækka. Æðar verða meira áberandi og blóðstreymi eykst og þar með flutningur nær- ingarefna í ntjólkina. Einnig fram- leiðir framhluti heiladinguls horm- ónið prolaktin, sem hefur þau áhrif á mjólkurkirtlana að þeir byrja í myndun brodds þegar eftir þriggja mánaða meðgöngu. Oftast líða 2 til 6 dagar frá fæð- ingu áður en mjólkurmyndunin er kontin vel á veg, en það gelur tekið alh að 14 claga. Ekki er alltaf gert ráð fyrir þessum breytileika og hafa margar mæður gefist upp við brjóstagjöf og talið að þær mjólki ekki nægjanlega fyrir barnið. Án samstarfs tauga og hormóna verka ekki þau viðbrögð sem barn- ið kallar fram þegar það sýgur geirvörtuna. Mikilvægt er að móð- ur og barni líði vel við máltíðina. Horntónið oxytocin örvar vöðva- lagið sem umlykur kirtilvefinn í brjóstunum. Þegar vöðvalagið dregst saman þrýstist mjólkin út í ntjólkurgangana. Hormónið adrenalin dregur hins vegar úr framleiðslu oxytocins. Óróleiki, reiði, streita, þreyta og sársauki örva framleiðslu adrenalins og geta því truflað tæmingu brjóstanna. Mjólkurniyndunin Kirtilberin í brjóstinu mynda mjólk svo lengi sem þrýstingur í þeirn leyfir. Mest mjólkurmyndun verður fyrst eftir að barnið hefur drukkið, um 40% fyrstu klukku- stundina, og tveimur stundum síðar eru komin 75% af því mjólkur- rnagni sem myndast. Þess vegna er mikilvægt að barnið drekki oft, ef auka þarf mjólkurmyndunina fyrst eftir fæðingu eða ef mjólkin minnkar. Sé sleppt úr máltíð veldur það minni mjólkurmyndun, en það ráð er einmitt notað þegar venja á barn af brjósti. Kostir brjóstanijólkur og næringarinnihald Fyrstu mánuðina eftir fæðingu barnsins er næringarþörf þess meiri en nokkurn tíma síðar á lífsleiðinni. Á hvert kíló líkamsþyngdar þarf barn 120 hitaeiningar fyrstu mán- uðina en þörf tíu ára barns er 70 hitaeiningar á kíló. Brjóstamjólkin er æskilega sam- ansett, sýklalaus, hitastig ákjósan- legt, veitir nokkra vörn gegn smit- sjúkdómum (aðallega maga- og þarmasýkingum), veldur ekki of- næmi. Minni hætta er á offitu hjá brjóstabörnum og brjóstagjöfin stuðlar að nánara sambandi milli móður og barns. Taflan á næstu síðu sýnir mis- mun á næringarinnihaldi brjósta- ntjólkur, brodds, kúamjólkur og Fréttabréf um HEILBRIGÐISMAL 3/1981 15

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.