Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						32 23. janúar 2010 LAUGARDAGUR
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og 
útfarir má senda á netfangið 
timamot@frettabladid.is. 
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab-
ladid.is eða hringja í síma 512 5000.
GUÐNÝ HALLDÓRSDÓTTIR KVIK-
MYNDAGERÐARKONA FÆDDIST 
ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1954.
?Bjartsýnin hefur alltaf 
komið mér í bobba.?
Guðný lét þessi orð falla er 
hún tók við bjartsýnisverð-
laununum árið 2007. Hún er 
þekkt fyrir myndir sínar, svo 
sem Ungfrúin góða og húsið, 
Karlakórinn Heklu, Stellu í 
framboði og Veðramót. 
MERKISATBURÐIR 
1741 Sjö manns farast í hús-
bruna á Hvítárvöllum í 
Borgarfirði. 
1907 Jón forseti, fyrsti togari 
sem smíðaður er fyrir Ís-
lendinga, kemur til lands-
ins.
1943 Duke Ellington spilar í 
fyrsta sinn í Carnegie Hall 
í New York. 
1973 Eldgos hefst á Heimaey 
um klukkan tvö að nóttu.
1988 Mesta frost í 70 ár mælist 
í Möðrudal á Fjöllum, -32 
stig.
2005 Viktor Júsjenkó tekur við 
embætti sem þriðji forseti 
Úkraínu. 
2007 Ríkisútvarpinu er breytt í 
opinbert hlutafélag með 
lögum á Alþingi. 
Guðmunda býr í reisulegu, rauðu húsi 
sem hæfir henni vel. ?Hér hef ég verið 
í yfir 20 ár,? segir hún. ?Sif dóttir mín 
og hennar maður búa á efri hæðinni. 
Auðvitað er dýrt að eiga timburhús 
en indælt. Það er lifandi.? Við setj-
umst inn í litla og hlýlega stofu. ?Má 
ég halda áfram að reykja?? spyr hún og 
tekur hálfreykta sígarettu. ?Ég byrjaði 
ekki fyrr en ég var fertug. Missti söng-
röddina þrjátíu og sjö ára og hafði allt-
af langað að reykja en fannst það ekki 
fara saman við sönginn. Ég smápúaði í 
fyrstu en svo varð þetta að ávana.?
Þessi játning rifjar upp bókina um 
Guðmundu, Lífsjátningu sem kom út 
1981 og var skrifuð af Ingólfi Marg-
eirssyni rithöfundi. Þar kom hún til 
dyranna eins og hún var klædd. Hún 
hefur ekkert breyst.
 ?Ég er af Arnardalsættinni,? segir 
Guðmunda innt eftir ætt og uppruna. 
?Móðir mín hét Sigríður Jensdóttir og 
var frá Arnardal við Ísafjörð en faðir 
minn hét Elías Magnússon og var for-
maður í Bolungarvík og fórst þaðan 
líka. Það var 1923. Ég var vel á fjórða 
ári og systir mín, Þorgerður Nanna, 
sex mánaða en Elísabet, systir mín af 
fyrra hjónabandi mömmu var á ungl-
ingsaldri.?
Tólf ára flutti Guðmunda til Reykja-
víkur með móður sinni og systrum og 
fimm árum síðar til Kaupmannahafn-
ar ? ein. ?Ég vildi læra og var komin 
í hjúkrunarnám úti en var líka allt-
af syngjandi. Það varð úr að mér var 
beint inn á þá braut og ég komst í nám 
við Konservatoríið. Ég var í Kaup-
mannahöfn öll stríðsárin og var orðin 
gift kona og móðir þegar ég kom heim. 
Eiginmaðurinn var danskur gullsmið-
ur sem hét Henrik og við áttum litla 
dóttur sem hét Bergþóra en misstum 
hana unga. Síðar eignuðumst við börn-
in Hans Albert og Sif.?
Fyrsta óperuhlutverk Guðmundu 
var í Rigoletto eftir Verdi, í nýju Þjóð-
leikhúsi 1951. ?Þetta var menningar-
viðburður sem fékk góða krítik,? segir 
hún og rifjar líka upp eftirminnilegt 
hlutverk sem Madame Flora í óper-
unni Miðlinum í Iðnó. ?Maður lærði 
alltaf eitthvað nýtt á hverju hlutverki 
og gleðin var mikil yfir að geta glatt 
aðra,? segir hún og geislar.
Eins og gerist eftir langa ævi eru 
endurminningarnar bæði ljúfar og 
sárar. Guðmunda rifjar upp söngnám 
í París, búsetu í New York, skilnað við 
Henrik, hjónaband með Sverri Kristj-
ánssyni sagnfræðingi og söngkennslu 
í sextíu ár. Að missa söngröddina hlýt-
ur að hafa verið óskaplegt áfall. ?Já, 
það var svipað eins og ef píanóleik-
ari vaknaði upp og hefði engar hend-
ur. Sorg er óttaleg til að byrja með en 
maður lærir að lifa með henni og temja 
sig.? Hún talar af reynslu. Nýlega sá 
hún á eftir syni sínum úr þessu jarð-
lífi. ?Þetta er Hans Albert,? segir hún 
og bendir á mynd af fallegum manni í 
hillu rétt hjá okkur. ?Hann dó núna rétt 
fyrir jólin af völdum krabbameins. Var 
búinn að búa í yfir þrjátíu ár í Lúxem-
borg og starfa lengst af sem flugmað-
ur. Konan hans er frá Selfossi, indæl 
stólpakona og þau eiga tvö börn.? 
Spurð hvort listin gangi í erfðir 
upplýsir Guðmunda að svo sé og nefn-
ir sem dæmi barnabörnin Sigurlaugu 
Knudsen söngkonu og Guðmund Elías 
Knudsen dansara. ?Sigurlaug á litla 
stúlku, ekki tveggja ára, og þegar hún 
grætur þarf bara að syngja fyrir hana, 
þá steinþagnar hún og fer að brosa.? 
Varla er hægt að sleppa Guðmundu 
svo að ekki sé minnst á leik hennar á 
hvíta tjaldinu. ?Það var Hrafn Gunn-
laugsson sem uppgötvaði mig 1984,? 
segir hún glaðlega. ?Ég er búin að vera 
í mörgum smáhlutverkum, síðast hjá 
Baltasar í Mýrinni.? Skyldi hún hafa 
fengið einhver tilboð nýlega? ?Nei, þú 
mátt skrifa að ég sé á lausu!?
Síðasta spurning. Ætlar hún ekki að 
halda upp á afmælið? ?Jú, ég ætla að 
halda upp á það,? segir hún ákveðin. 
?Ég var búin að hætta við það en dótt-
ir mín og tengdadóttir tóku það ekki 
í mál. Það er slíkur kraftur í þeim að 
maður bara fer undir borðið.?  
 gun@frettabladid.is
GUÐMUNDA ELÍASDÓTTIR SÖNGKONA OG KENNARI: ER NÍUTÍU ÁRA Í DAG
Þú mátt skrifa að ég sé á lausu
ÓPERUSÖNGKONAN ?Maður lærði alltaf eitthvað nýtt á hverju hlutverki og gleðin var mikil yfir 
að geta glatt aðra,? segir Guðmunda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fyrsta skipi Eim-
skipafélags Íslands 
var hleypt af stokk-
unum í Kaupmanna-
höfn þennan mán-
aðardag árið 1915. 
Það var Gullfoss og 
hann kom til landsins 
tæpum þremur mán-
uðum síðar. Hann var 
smíðaður hjá Köben-
havns Flydedocks og 
Skibsværft. Gullfoss 
var 1.414 tonna skip. 
Hann var 70 metrar á 
lengd, 10,7 metrar á 
breidd og í honum var 1200 hestafla gufuvél og kom 
til landsins 16. apríl 1915. 
Eimskipafélagið hafði verið stofnað árið áður og 
reyndist áhuginn fyrir 
skipakaupum svo 
mikill bæði til sjávar 
og sveita að þrátt fyrir 
almenna fátækt lögðu 
þúsundir manna 
fram hlutafé og svar-
aði hluthafafjöldinn til 
15,5 prósenta þjóðar-
innar. Litið var á stofn-
un félagsins sem þátt 
í sjálfstæðisbaráttu 
þjóðarinnar. 
Gullfoss var fyrsta 
farþegaskip Íslendinga 
en auk hans var strax 
lagður grunnur að smíði Goðafoss sem kom til lands-
ins 13. júlí. Fyrstu áætlunarsiglingar Eimskips voru milli 
Íslands og Danmerkur með viðkomu í Bretlandi. 
ÞETTA GERÐIST: 23. JANÚAR 1915
Gullfossi hleypt af stokkunum
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, 
amma og langamma,
Lydía Pálmarsdóttir
Eskihlíð 5, 
sem lést á Droplaugarstöðum hinn 17. janúar sl., 
verður jarðsungin frá Háteigskirkju miðvikudaginn
27. janúar kl. 13.00.
Pálmar Árni Sigurbergsson   Jóhanna Snorradóttir
Ólafur Viggó Sigurbergsson  Sólrún Jónasdóttir
Grétar Sigurbergsson       Kristín Hallgrímsdóttir
Friðrik Sigurbergsson       Árný Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, 
tengdafaðir, sonur, bróðir og mágur,
Jóhannes Bekk Ingason
kennari, Lambastaðabraut 13, 
Seltjarnarnesi,
andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 21. janúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Alda Svanhildur Gísladóttir
Jón Þór Þorleifsson   
Ingi Einar Jóhannesson Aðalbjörg Sigurðardóttir
Ingi Einar Jóhannesson 
Elvar Guðmundur Ingason Dagný Selma Geirsdóttir
Brynjar Ingason Guðbjörg Ragnheiður
 Jónsdóttir
Innilegar þakkir til allra sem sýndu 
okkur samúð og vinarhug við andlát 
eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
Svans Hjartarsonar
Dalbraut 10, Búðardal.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deildum 11B og 11E 
Landspítalans við Hringbraut fyrir umhyggju og hlý-
hug.
Edda Tryggvadóttir
Elísabet Svansdóttir Magnús A. Jónsson
Sigurður Svansson Ólöf Eðvarðsdóttir
Bryndís Svansdóttir Halldór L. Arnarson
Arnar Svansson Sólrún L. Þórðardóttir
barnabörn og langafabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð 
og vinarhug vegna andláts og útfarar 
ástkærrar eiginkonu minnar, móður 
okkar, tengdamóður, dóttur, systur, 
mágkonu og ömmu,
Sigureyjar Guðrúnar 
Lúðvíksdóttur
Jörundarholti 4, Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness 
og allra annarra er veittu okkur stuðning á erfiðum 
stundum. Hlýhugur og stuðningur ykkar hefur verið 
ómetanlegur.
Þorsteinn Kristinn Jóhannesson
Lúðvík Þorsteinsson  Nanna Sigurðardóttir
Jóhann Þorsteinsson Kristín Halla Stefánsdóttir
Rúna Dís Þorsteinsdóttir Hilmar Smári Sigurðsson
Lúðvík Björnsson
Björn Lúðvíksson  Þórunn Sveina Hreinsdóttir
Fjóla Lúðvíksdóttir Jóhann Þór Sigurðsson
og ömmubörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem 
sýndu okkur samúð og hlýhug við 
andlát og útför ástkærrar eiginkonu 
minnar, móður okkar, tengdamóður 
og ömmu,
Sveinfríðar 
Jóhannsdóttur 
Holtateigi 26, Akureyri.
Hermann Jónsson 
Kristín Hermannsdóttir Sæmundur Sigtryggsson 
Sigurður Hermannsson Jóhanna Jóhannesdóttir 
Ólafur Hermannsson Ester Lára Magnúsdóttir 
Fjóla Hermannsdóttir  Carsten Tarnow 
og ömmubörn.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80