Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 34
18 2. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is „Ég get ekki sagt að því fylgi eftirsjá að breyta um staðsetningu. Nýlistasafninu hefur alla tíð fylgt sú löngun að vinna gegn stöðnun, að endurnýja og endur- skilgreina sig reglulega og flutningi fylgir alltaf endurmat, svo að tilhlökk- unin er ríkjandi hjá okkur þessa dag- ana,“ segir Birta Guðjónsdóttir, formað- ur stjórnar Nýlistasafnsins. Í lok febrú- ar mun safnið opna í nýju húsnæði að Skúlagötu 28, jarðhæð, þar sem kex- verksmiðjan Frón var áður til húsa. Birta tekur heilshugar undir að safn- ið standi á ákveðnum tímamótum um þessar mundir. Flutningurinn mark- ar einnig þau kaflaskil að um þessar mundir lýkur viðamikilli heildarskrán- ingu á listaverkaeign og skjalasafni safnsins, sem staðið hefur yfir undan- farin tvö ár, meðal annars í samstarfi við Listasafn Íslands og Borgarskjala- safn og með stuðningi Safnaráðs. Um er að ræða verk sem safnið hefur feng- ið að gjöf í þau rúmlega þrjátíu ár síðan það var sett á fót. „Þegar skráningarferlið hófst í upp- hafi árs 2008, á þrjátíu ára afmælisári safnsins, voru skráð verk í safneigninni rúmlega 700 talsins. Nú hafa yfir 2.300 verk verið skráð og starfinu er enn ekki að fullu lokið. Til hliðsjónar mætti nefna að í eigu Listasafns Reykjavíkur eru rúmlega 3.000 verk. Þetta eru ansi mörg verk og hefur áhrif á hvernig við búum um okkur í nýja rýminu, en næsta skref er að búa eigninni gott geymslu- rými og bæta rannsóknarrými til muna. Með flutningunum eykst fermetrafjöld- inn sem við höfum yfir að ráða og nýja húsnæðið er mun betra fyrir núverandi starfsemi safnsins,“ segir Birta. Mikið verður um að vera hjá starfs- fólki Nýlistasafnsins á næstunni. Síðar í mánuðinum stendur til að gefa út ritið Nýlistasafnið 1978-2008. „Í því er rakin sýningasaga safnsins og helstu atburð- ir í sögu þess teknir saman í tímaröð. Skyldur og starfsemi safnsins spanna afar vítt svið og safnið hefur í gegn- um árin átt í þverfaglegu samstarfi við fræðasamfélagið, listamenn úr öllum listgreinum og stofnanir.Því er um menningarsögulegt rit að ræða sem ætti að höfða til fleiri en aðeins list- unnenda.“ Frá árinu 2004 hefur safnið haft að- setur að Laugavegi 26, en var áður á Vatnsstíg 3 og 3b. Fyrsta sýningin í nýju húsnæði verður tileinkuð ýmsum verk- um úr safni Nýlistasafnsins. „Í sýning- ardagskrá ársins verður lögð áhersla á að skoða og miðla sögu og safneign safnsins. Safnið geymir talsvert meira menningarlegt verðmæti en áður var talið og í kjölfarið á þessum samtíma- fornleifauppgreftri, sem safnið á í eigin fórum, hefur aukist áhugi á að kanna þetta betur, bjóða rannsakendum að- gengi að og miðla sérstöðu safnsins hér heima og á heimsvísu. Við erum hæst- ánægð með nýja húsnæðið. Það er að spennandi að vera í Skuggahverfinu við sjóinn og blikka Esjuna út um glugg- ann,“ segir Birta. kjartan@frettabladid.is NÝLISTASAFNIÐ: FLYTUR Í NÝTT HÚSNÆÐI VIÐ SKÚLAGÖTU Tímamót í sögu safnsins SHAKIRA FÆDDIST Á ÞESSUM DEGI ÁRIÐ 1977: „Ég kýs heldur ljótan sann- leika en fallega lygi. Ég gef engum hjarta mitt nema hann segi mér sannleik- ann.“ Söngkonan og dansarinn Shakira Isabel Mebarak Rip- oll fæddist í Barranquilla í Kólumbíu. Hún hefur sent frá sér átta hljómplötur og notið mikilla vinsælda um allan heim. Þennan dag árið 1979 lést Sid Vicious, bassaleikari bresku pönk-frumkvöðlanna í hljómsveitinni Sex Pistols, úr ofneyslu heróíns. Hann var 21 árs þegar hann lést. Vicious var einlægur að- dáandi Sex Pistols og einn besti vinur söngvarans John- ny Rotten. Honum var boðin bassaleikarastaða í sveitinni eftir að forveranum, Glen Matlock, var sparkað vegna þess að hann þvoði sér of oft um fæturna, dálætis hans á Bítlunum og fleiri ástæðna sem gerðu samstarfið erfitt. Vicious, sem hét réttu nafni John Simon Ritchie, kunni lítið fyrir sér í bassaleik en áberandi útlit og ímynd hans þótti koma sér vel fyrir sveit- ina. Vicious eignaðist síðar bandarísku unnustuna Nancy Spungen, sem kynnti hann fyrir heróínneyslu og saman eyddu þau degi og nótt við þá iðju eftir að Sex Pistols hætti störfum í byrjun árs 1978. Í október það ár var Vicious ákærður fyrir morð- ið á Spungen. Hinn 2 febrú- ar var hann látinn laus gegn tryggingargjaldi og lést þá um kvöldið af of stórum skammti heróíns sem talið er að móðir hans hafi útvegað honum. ÞETTA GERÐIST: 2. FEBRÚAR 1979 Sid Vicious lætur lífið FLUTNINGAR Gunnar Már Pétursson, Tinna Guðmundsdóttir og Birta Guðjónsdóttir sitja í stjórn Nýlista- safnsins. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N MERKISATBURÐIR 1626 Karl 1. er krýndur Eng- landskonungur. 1878 Grikkir lýsa yfir stríði á hendur Tyrkjum. 1935 Lygamælirinn er prófaður í fyrsta skipti af Leonard Keeler. 1943 Síðustu hersveitir nas- ista gefast upp fyrir Sovét- mönnum í orrustunni um Stalíngrad. 1982 Sýrlensk stjórnvöld ráðast á bæinn Hama og drepa þúsundir. 1988 Halldór Halldórsson verð- ur fyrstur Íslendinga til að fá ígrædd hjarta og lungu. 1989 Síðustu hersveitir Sovét- manna yfirgefa Afganistan og binda þannig enda á níu ára styrjöld milli land- anna. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, Einar Ingvarsson Mávahrauni 25, lést að Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 31. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sólveig Stígsdóttir Sæland Helga Guðjónsdóttir lést á Droplaugarstöðum 28. jan. sl. Útförin verður auglýst síðar. Hanna Kristín Brynjólfsdóttir Úlfar Brynjólfsson Rósa Aðalsteinsdóttir Guðrún Bjarnadóttir Geir Þórólfsson Ragnheiður Brynjólfsdóttir Jón Þorkell Rögnvaldsson Fréttablaðið býður nú upp á birtingu æviminninga á tímamótasíðum blaðsins. Hafið samband í síma 512 5490-512 5495 eða sendið fyrirspurnir á netfangið timamot@frettabladid.is Æviminning Gísli Eirík ur Helgaso n Laugateigi 7 2, Reykjavík Gísli Eirík ur Helgaso n fæddist í Reykjavík 1. janúar 1 931. Hann lést á Hraf nistu í Ha fnarfirði 1 2. janúar síð astliðinn. Foreldrar hans voru Guðr ún Jónsdót tir frá Þing eyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og H elgi Gíslason fr á Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eirík ur bjó fyrs tu æviár sí n í Reykjavík en fluttist eftir það v estur til Ísafjarð ar með for eldrum sín um og systkin um. Systkini G ísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigrí ður Ása, f. 1936 og G uðmundur , f. 1941. Eiginkona Gísla Eirí ks er Marg rét Magnú sdóttir hjú kr- unarfræði ngur, f. 4. apríl 1937 . Þau geng u í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eirí ks og Mar grétar eru: 1) Magnús kennari, f . 1.5. 1972 , kvæntur Guðbjörgu Björnsdótt ur kennara , f. 30.11. 1 971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn J óhann, f. 2 0.1. 1999. 2) Helgi tæ knifræðin gur, f. 18.6 . 1975, í sa mbúð með Jórunni Dr öfn Ólafsdó ttur leiksk ólakennar a, f. 15.2. 1975. Þeir ra dóttir e r Þórunn Á sta, f. 24.12 . 2001. 3) Guðrún læ knir, f. 14. 11. 1979, í sambúð m eð Þór Halldórssy ni stjórnm álafræðing i, f. 6.6. 19 80. Gísli Eirík ur lauk sk yldunámi á Ísafirði e n hélt suð ur til Reykjav íkur 17 ára gamall til að nema h úsasmíði. Húsasmíð ar urðu æv istarf hans . Framan a f starfsæv- inni vann hann á Tré smíðaverk stæðinu Fu ru en eftir að hafa fengi ð meistara réttindi í i ðn sinni st ofnaði han n sitt eigið f yrirtæki, G ísli, Eiríku r, Helgi, se m hann át ti og rak þar til fyrir fá einum áru m. Stangveið i var aðalá hugamál G ísla Eiríks alla tíð og sinnti h ann meða l annars tr únaðarstö rfum fyrir Stangveið ifélag Reyk javíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskir kju. G 1 gason æddist í . Hann firði 12. drar hans á Þingeyri , og Helgi5, d. 1970. ár sín í að ve tur m sínum dur, f. úkr- u: u ð ur ð Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar 1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum. Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941. Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru: 1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999. 2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2. 1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3) Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980. Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði. Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv- inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann sitt e gið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti og rak þar til fyrir fáeinum árum. Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju. Elskulegur sonur okkar, bróðir og mágur, Björgvin Ómarsson Dalbrekku 2, Kópavogi, sem lést mánudaginn 25. janúar sl., verður jarðsung- inn frá Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 3. febrúar kl. 13.00. Jóhanna K. Friðgeirsdóttir Ómar Jónsson Dagný Ómarsdóttir Guðmundur Loftsson Kristrún Ómarsdóttir Jón Gestur Hauksson Bróðir okkar og vinur, Tryggvi Gunnarsson Klausturhólum 1, Kirkjubæjarklaustri, lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum föstudaginn 29. janúar. Systkini hins látna og aðrir vandamenn. Yndislegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ingólfur Sigurjón Halldórsson, kennari, lést á Hjúkrunarheimilinu Grund að kvöldi 7. janúar s.l. Jarðarförin hefur farið fram. Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug. Sérstakar þakkir færum við öllum á deild V-4, Grund, fyrir elsku- leg viðkynni og umönnun. Anna Dóra Ágústsdóttir Jóna Ingólfsdóttir Jakob I Steensig Ólöf María Ingólfsdóttir Gylfi Garðarsson barnabörn og barnabarnabarn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.