Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 26
 10. FEBRÚAR 2010 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Björgvin Tómasson orgel- smiður var útnefndur iðnaðar- maður ársins 2009, 6. febrúar síðastliðinn. Hann hefur verið búsettur á Stokkseyri síðan 2005 og er þar með verkstæð- ið sitt. Björgvin hefur smíðað 31 pípuorgel og hljóma þau í kirkjum víðs vegar um landið. Frumsmíðin er í Akur- eyrarkirkju, keypt þangað 1986, en fyrstu árin smíðaði Björgvin einungis orgel fyrir landsbyggð- ina. „Það er eins og fólk á lands- byggðinni leiti suður þegar eitthvað vantar og Suðurlandið leiti út fyrir landsteinana, en það er vonandi að breytast,“ segir hann. Aðspurður segir Björgvin að það sé ekki um auðugan garð að gresja fyrir orgelsmiði á Íslandi, þrátt fyrir að vera sá eini á landinu. „Það er alltof mikið um það að ráðgjaf- ar bendi söfnuðum hér á landi á að leita til erlendra aðila, þrátt fyrir að það sé hagstæðara fyrir þá að versla hérlendis. Þetta hefur ekki alltaf verið auðvelt.“ Fæddur og uppalinn á Blika- stöðum í Mosfellsbæ og menntaður tónmenntakennari, fluttist Björg- vin til Þýskalands þar sem hann tók sveinspróf í orgelsmíði. Hann fluttist heim til Íslands 1986 og var fyrstu fjórtán árin með verk- stæðið sitt í fjósinu að Blikastöðum. Stokkseyri varð síðan heimili hans og ber Björgvin bænum vel söguna: „Það er gott að búa á Stokkseyri. Á verkstæðinu starfa fjórir menn í fullri vinnu, sem er ágætis hlutfall íbúafjölda bæjarins,“ segir hann hlæjandi. „Eitt orgel til smíða veit- ir okkur fullt starf í eitt ár.“ Björgvin á fjögur börn sem eru öll viðriðin tónlist. Sonur hans, Júlí- us Óttar, hefur verið tíður gestur á verkstæði föður síns og hefur mik- inn áhuga á því að feta í fótspor hans í orgelsmíðum. Iðnaðarmannasamband Reykja- víkur veitti verðlaun sín í fjórða skiptið hinn 6. febrúar síðastliðinn og var það forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhenti þau. „Það var mikill heiður að vera út- nefndur iðnaðarmaður ársins og mér þykir mjög vænt það. Vonandi hjálpar þetta söfnuðum í landinu að sjá að það er framtíð í þessari iðn hérna,“ segir Björgvin. -sv Orgelsmiður kjörinn iðnaðarmaður ársins Iðnaðarmaður ársins. Björgin tekur við viðurkenningarskjali frá forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Á milli þeirra stendur Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra. Nýjasta smíði Björgvins, pípuorgelið í Blönduósskirkju. MYND/ÚR EINKASAFNI IGI (The Icelandic Gaming Ind- ustry) kom á fót fyrstu íslensku tölvuleikjasamkeppninni í nóvem- ber 2009. Skráning í keppnina verð- ur opin fram í lok mars og í apríl fer fram verðlaunaafhending. „Það geta allir tekið þátt í henni,“ segir Kristján Friðbertsson, vef- hönnuður og forritari hjá IGI. „Þú þarft í raun bara að hafa áhuga á tölvuleikjum til þess að vera með.“ Keppt er í hönnun og gerð tölvu- leikja og er nánast tekið við hverju sem er, allt frá grunnútfærslu á hugmynd yfir í frumgerð að leik. IGI hefur haldið námskeið í leikjagerð síðan í nóvember og hófst keppnin með slíku námskeiði. Eru þau ókeypis og opin öllum keppend- um. Engin reynsla í tölvuleikjagerð er nauðsynleg, aðeins áhuginn er það sem til þarf. Fram koma helstu sérfræðingar landsins á sviði tölvu- leikjagerðar og verða fyrirlestrarn- ir af ýmsum toga. „Áhugi á keppninni hefur verið gríðarlega mikill,“ segir Kristján. „Það eru alltaf fleiri og fleiri sem eru að bætast í hópinn.“ Einu skilyrðin fyrir þátttöku í keppninni eru að hugmyndin komi á rafrænu formi, að viðkomandi hafi skráð sig sem notanda á vef IGI og bætt sér þar í hópinn IGIA10 og að skilað sé inn á ensku eða bæði ís- lensku og ensku. Sérstök áhersla er á að þetta gangi fyrir þátttakend- ur hvaðan sem er af landinu, m.a. verða allir fræðslufundirnir tekn- ir upp og settir á netið og sérstök aukaverðlaun tengd Norðurlandi. „Það sem fólk þarf að muna er að stundum er lítil góð hugmynd allt sem til þarf. Hún getur unnið fullunninn leik ef upprunalega hug- myndin að honum var ekkert sér- stök,“ segir Kristján. Nánari upplýsingar um keppn- ina má finna á vef IGI: www.igi.is. - sv Mikill áhugi fyrir tölvuleikjasamkeppni Að sögn Kristjáns verður keppt í hönnun og gerð tölvuleikja. RÉTTABLAÐIÐ/STEFÁKemur út þriðjudaginn 16. febrúar Sérblað um brúðkaup Auglýsendur vinsamlegast hafið samband: Benedikt • benediktj@365.is • sími 512 5411 Bjarni Þór • bjarni thor@365.is • sími 512 5471 Hlynur Þór • hlynurs@365.is • sími 512 5439 Sigríður Dagný • sigridurdagny@365.is • sími 512 5462

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.