Fréttablaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 38
22 27. október 2010 MIÐVIKUDAGUR22 menning@frettabladid.is Bókmenntir ★★★★ Morgunengill Árni Þórarinsson Í Morgunengli Árna Þórarins sonar má finna flest það sem lesandi væntir og vonast eftir í íslenskum krimma árið 2010. Eftirköst kreppunnar, falleraða milljarða- mæringa, venjulegt fólk í skulda- kreppu, reiði og heift sem finnur sér rangan farveg með skelfi legum afleiðingum og fleira til. Sem er gott. En bara vegna þess að þótt uppskriftin bjóði upp á að allt endi í fyrirsjáanlegum klisjum og sleggjudómum og lesandinn sé jafnvel á stöku stað plataður til að halda að bókin stefni í þá átt, þá er stýrt framhjá öllum slíkum skerjum og þegar upp er staðið er niðurstaða glæpamálsins óvænt og niðurstöð- ur þeirrar samfélags skoðunar sem er fylgifiskur flestra krimma þessa dagana alls ekki einfaldar. Í Morgunengli vindur fram sögum af tveimur glæpamálum, einu á Akureyri, þar sem Einar sjálfur gengur fram á póstburðar- konu nær dauða en lífi eftir árás, og öðru í Reykjavík sem snertir fjölskyldu íslensks auðkýfings sem Einar hefur nýlega tekið viðtal við. Málin verða raunar fleiri eftir því sem á söguna líður og reynast sum hver snerta Einar persónulega – hann er óvenjulega naskur við að lenda í miðri hringiðu afbrota og ofbeldis eins og lesendur eru farnir að kannast við. Morgunengill er níunda bók Árna Allt sem prýða má einn krimma Þórarinssonar um Einar blaða- mann. Eins og gerist og gengur er Einar orðinn eins og gamall kunn- ingi þeirra lesenda sem hafa fylgt honum frá upphafi, ýmsir agnú- ar nuddast smám saman af við nánari viðkynningu og þeir gall- ar sem einu sinni fóru í taugarn- ar á manni verða lítilvægari. Einar er viðkunnan legasti náungi, í aðra röndina gangast hann og skapari hans upp í hefðbundinni týpu rann- sóknarblaðamannsins í glæpasög- um, að öðru leyti gera þeir það alls ekki. Einar í Morgun engli er minni töffari og þroskaðri persóna en í fyrstu bókunum. Einkalífið tekur minna pláss í samræmi við það. Hann er búinn að koma sínum málum á hreint að mestu, hættur að drekka og ræktar sambandið við dóttur sína Gunnsu. Hann reyn- ist henni ágætur faðir, enda hefur hann ágætan skilning á unglingum og vit á að skipta sér ekki af meira en góðu hófi gegnir. Sú spurning læðist óhjákvæmi- lega að manni hvað þetta jafnvægi í persónu Einars endist lengi, en í þessari bók gefur það tækifæri á tvennu. Annars vegar fá auka- persónurnar meira rými, örlög eins samstarfsmanna Einars mynda gildan og óvæntan þátt í plotti þess- arar bókar og hins vegar er sjálf sögufléttan bæði umfangsmikil og snjöll. Á tímabili fer lesandinn að örvænta um að hægt sé að hnýta alla þræðina saman, en það tekst Einari og Árna í glæsilegum og hroll vekjandi lokaspretti. Jón Yngvi Jóhannsson Niðurstaða: Morgunengill hefur allt það til að bera sem einkennir góðan krimma. Árni Þórarinsson hefur örugg tök á glæpasagnaforminu og tekst að spinna trúverðuga en margslungna fléttu um leið og hann varpar ljósi á samtíma okkar á óvæntan og hroll- vekjandi hátt. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 27. október ➜ Tónleikar 20.00 Í Sláturhúsinu, Egilsstöðum, verða tónleikar á vegum NME. Fram koma hljómsveitirnar Rökkurró og Sudden Weather Change. Aðgangs- eyrir er 1000 krónur, frítt fyrir félaga nemendafélagsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. 21.00 Þór Breiðfjörð, ásamt hljómsveit, verður með tónleika á Café Rosenberg í kvöld. Leikin verða lög af plötu hans Running Naked og vel valin lög eftir aðra. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og standa til 23.30. ➜ Opið hús Félagsmiðstöðvardagurinn er haldinn hátíðlegur í dag. Í tilefni þess verður opið hús í félagsmiðstöðvum Reykjavík- ur. Nánar um opnunartíma á www.itr.is. ➜ Málþing 16.00 Í dag býður Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Félag dönskukenn- ara til málþings í Norræna húsinu í tilefni af formlegri opnun nýrrar vefsíðu, Frasar.net. Málþingið hefst kl. 16.00. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.