Fréttablaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 10
10 20. janúar 2011 FIMMTUDAGUR MENNTAMÁL Þeir nemendur Háskóla Íslands (HÍ) sem koma úr Verzlunarskólanum mældust með hæstu meðaleinkunn í úttekt HÍ á nemendum fimm framhaldsskóla síðustu þrjú ár. Skólaárið 2009 til 2010 var meðaleinkunn þeirra 4.115 nemenda úr Verzlunar- skólanum 7,04. Nemendur frá Menntaskólan- um Hraðbraut, sem voru 692 talsins, mæld- ust með lægstu meðaleinkunn- ina, 6,35. Hinir fram- haldsskólarnir í úttektinni voru Borgarholtsskóli, Fjölbrautaskól- inn í Breiðholti og Fjölbrautaskól- inn við Ármúla. Könnunin var gerð vegna fyrir spurnar menntamálaráðu- neytisins í tengslum við úttekt Ríkisendurskoðunar og mennta- málanefndar Alþingis á fjármál- um Menntaskólans Hraðbrautar. Meðaleinkunnir nemenda innan deilda sýna að nemendur úr Verzl- unarskólanum voru oftast með hæstu meðaleinkunn, eða í 11 deildum af 25. Nemendur Hrað- brautar voru oftast með lægstu meðaleinkunn, eða í 8 deildum. Þeir voru þó með hæstu meðal- einkunn í 7 deildum. Nemendur úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla voru með lægstu einkunn í 7 deild- um og hæstu í tveimur. Ólafur Haukur Johnson, skóla- stjóri og eigandi Menntaskólans Hraðbrautar, segir tölurnar lítt marktækar. „Úrtakið er lítið. Margir nem- endur okkar fóru í námsgreinar þar sem kröfur um háar einkunn- ir eru minni. Það er til að mynda óvenju hátt hlutfall í læknisfræði, þar sem einkunnirnar eru lægri en til dæmis í félagsfræði,“ segir Ólafur. Einungis 3 prósent nemenda Hraðbrautar völdu Félags- og mannvísindadeild, en þar mæld- ust þeir með hæstu meðalein- kunn, 6,99. 5 prósent þeirra völdu læknisfræði og voru þar með næsthæstu meðaleinkunn, 8,21. 6 prósent fóru í hjúkrunarfræði og voru þeir nemendur Hraðbrautar einnig með næsthæstu meðalein- kunn í deildinni, 7,03. sunna@frettabladid.is Nemendur úr Verzló með hæstu einkunn Af nemendum fimm framhaldsskóla voru nemendur úr Verzlunarskólanum með hæstu meðaleinkunn í HÍ. Þetta kemur fram í könnun sem var gerð fyrir mennta- málaráðuneytið. Nemendur Hraðbrautar voru með lægstu meðaleinkunn. ÓLAFUR HAUKUR JOHNSON VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS Nemendur Verzló hafa mælst með hæstu meðaleinkunn í könnun HÍ síðustu þrjú skólaár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Meðaleinkunnir nemenda í HÍ eftir framhaldsskólum Skóli 2007-08 2008-09 2009-10 Borgarholtsskóli 6,56 6,18 6,75 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 6,30 6,67 6,77 Fjölbrautaskólinn við Ármúla 6,44 6,55 6,66 Menntaskólinn Hraðbraut 6,10 6,15 6,35 Verzlunarskóli Íslands 6,74 7,05 7,04 Meðaleinkunn samtals 6,55 6,76 6,71 Hæsta gildi Lægsta gildi HERMENN AÐ LEIKA SÉR Indverskir hermenn sýndu listir sínar á degi hers- ins í Nýju-Delhi, þegar 63 ára afmæli þjóðarhersins var fagnað. NORDICPHOTOS/AFP Lesist Er það kannski þú sem var einn þeirra mörgu sem keyptir Íslenskt enskt Lingapon námskeið eins og ég sjálfur gerði í kjölfar hreinnar áróðurs herferðar lærðu ensku á fjörtíuklukkustundum á árinu 1977 það sem ég flaskaði á var það að eftir að ég var búin að leita og finna skýringu á enska orðinu þá var ég búin að gleyma línunni þar sem ég hafði verið að lesa þannig að ég gafst upp á námskeiðinu í stað þess að leggja nögl þumalfingurs hægri eða vinstri handar eftir því hvort hægri eða vinstri blaðsíða er lesin. Ég hef ótal oft auglýst eftir námskeiðinu og minnst 50 til 60 sinnum hefur mér verið boðið Englis Corse námskeiðið sem samnastendur af tveim venjulegum bókum og einnig þunnri bók og framan á henni stendur orðaskýringar á íslensku annars voru báðar aðalbækurnar eingöngu á ensku. En náskeiðið sem mig vantar sjálfum heitir íslenskt enskt Lingaphone námskeið. Bókin er stærri en venjuleg bók og framan á bókinni stendur íslenskt enskt Lingaphone námskeið. Ég greiði glaður 50.000 kr fyrir námskeiðið. Björgvin Ómar Ólafsson s. 865-7013 Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda Association of Icelandic Film Producers SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda auglýsir eftir umsóknum um greiðslur úr IHM sjóði félagsins. Rétt til umsókna úr sjóðnum eiga sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur sem framleitt hafa kvikmyndir sem sýndar hafa verið í sjónvarpi á árinu 2009. Umsóknir berist fyrir 3. febrúar til: SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda. Hverfisgötu 54 P.O. Box 5367, 125 Reykjavík eða með tölvupósti á sik@producers.is Nánari upplýsingar, reglur og umsóknareyðublöð eru á vefsíðu SÍK – www.producers.is Greiðslur úr IHM sjóði SÍK Chevrolet á enn betra verði ! Vegna nýrra laga um vörugjöld sem tóku gildi um áramótin eru umhverfisvænir bílar á betra verði. Allir bílar frá Chevrolet hafa lækkað í verði. Chevrolet Cruze, 4 dyra Cruze LS 1800 cc. - beinskiptur Kr. 2.990 þús. Cruze LS 1800 cc. - sjálfskiptur Kr. 3.390 þús. Cruze LT 2000 cc. Dísel - beinskiptur Kr. 3.590 þús. Sérfræðingar í bílum Bílabúð Benna - Chevrolet sýningarsalur - Tangarhöfða 8-12 - Reykjavík - sími 590 2000 Bílabúð Benna - Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - sími 420 3300 Bílaríki - Glerárgötu 36 - Akureyri - sími 461 3636 www.benni.is B íll á m yn d: C ru ze L T m eð 1 8“ á lf el gu m . Gæði í 100 ár Ár slaufunnar VIÐSKIPTI Líklegt þykir að stór hluti bílaumboða B&L og Ingvars Helga- sonar verði á næstu tveimur vikum fluttur yfir í Miðengi, eignarhalds- félag í eigu Íslandsbanka. Innan Miðengis eru eignarhlut- ir í fyrirtækjum sem gengið hafa í gegnum fjárhagslega endurskipu- lagningu og Íslandsbanki hefur eignast hlut í. KPMG hefur unnið að fjárhags- legri endurskipulagningu B&L og Ingvars Helgasonar frá 2009 fyrir hönd kröfuhafa. Íslandsbanki á 65 prósent krafna á bílaumboðin, SP Fjármögnun og Lýsing sín hvor 15 prósentin og Arion banki um fimm prósent. Kröfuhafar hafa ekki gengið að veðum en líkur eru á að það verði niðurstaða vinnunn- ar sem nú stendur yfir. Miðengi á Jarðboranir og Steypu- stöðina að fullu auk smærri hluta í sextán öðrum fyrirtækjum. Mið- engi hefur áður selt frá sér Skeljung og hlut í þremur öðrum eignum. Íslandsbanki kom að rekstri bílaumboða B&L og Ingvars Helga- sonar árið 2009 og gerði um mitt síðasta ár sátt við Samkeppnis- stofnun þess efnis að umboðin yrðu seld innan tilskilins tíma. - jab BÍLL ÚR SAL UMBOÐSINS Eignarhalds- félag Íslandsbanka fær senn til sín hluti í B&L og Ingvari Helgasyni. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Ráðandi hlutur í IH og B&L fljótlega fluttur inn í félag Íslandsbanka: Eru að klára uppstokkun DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðis- brot. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa sunnudaginn 16. maí 2010 sært blygðunarsemi konu og manns er hann stóð fyrir innan óbyrgðan glugga á heimili sínu í Reykjavík, í fráhnepptri skyrtu einni fata, og sýndi af sér kyn- ferðislega tilburði. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. - jss Ákærður fyrir kynferðisbrot: Dónakarl sýndi sig við glugga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.