19. júní


19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 39

19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 39
angraður frá umheiminum, að finna fótfestu í líf- inu á nýjan leik. Forstjórinn, hr. Kjeldsen, skilur lika hlutverk sitt til fullnustu, hann segir: „Við erum aðeins 10 í heimili með okkur hjónunum og erum eins og ein stór fjölskylda, þar sem við hjón- in höfum hlutverki foreldranna að gegna. Ein- mitt af því við erum á líkum aldri og gestir okkar, eigum við hægt með að setja okkur inn i vanda- mál þeirra.“ Sagt hefur verið, að í hverju samfélagi séu þeir afbrotamenn, sem það verðskuldi. — Svo mikið er a. m. k. rétt i þessu, að sú meðhöndlun — í víð- ustu merkingu þess orðs, — sem samfélagið og einstaklingarnir beita þá, sem af sér brjóta, hefnr úrslitaáhrif til góðs eða ills á framtíð þessara manna. Allir vita, hve gífurleg þjóðfélagsbreyting hefur orðið í landi voru, það sem af er þessari öld, hrað- vaxandi fólksstraumur hefur legið frá sveitunum til bæja og þorpa, þar sem á fæstum stöðum hefur skapazt sá bæjarbragur eða borgarmenning, sem aðrar þjóðir hafa getað áunnið sér um langan aldur. Fyrri kynslóðir þessa lands voru aldar upp við óbifanlega trú á Guð og þjóðleg verðmæti, dugn- að, heiðarleik, sparsemi og hófsemi i hvivetna. En uppeldi yngstu kynslóðarinnar hefur þrátt fyrir margfaldað skólahald farið þannig úr reipunum, að unga fólkið hefur á engan hátt sem skyldi til- einkað sér þær dyggðir, sem að framan eru nefnd- ar. Af þeim sorglegu mistökum hafa og vaxið þau alvarlegu þjóðfélagsmein, sem ég hef rætt um í þessu greinarkorni. — Því fremur ber okkur, sem eldri erum, að koma til móts við yngri kynslóðina með samúð og skilningi. Það dýrmætasta, sem við eigum, eru hinir ungu menn og konur, og hver og einn er hlekkur í þeirri keðju, sem við köllum þjóðfélag. Við verðum að styrkja keðjuna. Við megum engan liðsmann missa. Fyrir fáum dögum fékk ég tækifæri til að vera á móti, sem haldið var á Fjóni fyrir starfsfólk D.D.F. Þangað var boðið ýmsum, sem starfa að þessum rnálurn hér í Danmörku, dómurum, lækn- um, sálfræðingum o. s. frv. Voru þar haldnir fyrir- lestrar um ýmislegt varðandi hjálp til afbrotafólks. Var mjög fróðlegt að kynnast hinum mörgu sjón- armiðum, sem þar komu fram, en um eitt voru allir sáttir, að hver sá maður, sem ekki getur, en vill lifa heiðarlegu lífi, á rétt til að fá allan þann stuðning frá þjóðfélaginu, sem þörf er á. Þóra Einarsdóttir. SÆLUVIKA. Dagarnir eru taldir, dagarnir voru sjö, dagarnir sœluríkir, og alla þessa daga viÖ áttum bara tvö, þeir engu voru líkir. r DYMBILVIKA. Dagarnir voru langir, og dögunin var sein, þá dimma nóttin réði. / blindni þögla viku bar sitt dauðamein min bjarta sumargleði. Valborg Bentsdóttir. STAKA. Gleymskan skapraun jlestum fœr, sem flóðleik vilja geyma. Þeim er /uin aftur þekk og kœr, sem þurfa mörgu að gleyma. Maria Bjarnadóttir. Lilja Björnsdóttir kvartaði undan því, að hitinn væri ekki nógur, þar sem hún vann. Þegar úr því var bætt, urðu þessar gamanvísur til: Þó mig löngum þryti kjark í þrautum lífs og kylju, sett gat ég í suðumark sextíu ára Lilju. Þá svaraði hún: Karlmenn þeir, sem eiga yl, sem einhver fylgir kraftur, verða að hafa tækni til að taka af strauminn aftur. Áskorun frá Kvenréttindafélagi tslands. Á aðalfundi K.R.F.Í., sem haldinn var 25. febr. 1959, var samþykkt að fela stjórn félagsins að senda formönnum allra stjórnmálaflokka, er sæti eiga á Alþingi, og kvenfélögum sömu flokka áskor- un um að tryggja konum örugg sæti á framboðs- listum flokkanna. 19. JÚNl 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.