19. júní


19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 29

19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 29
vist, og var fast starfslið 2 kennarar og 4 fóstrur, en auk þess voru nokkrir sérfræðingar lausráðnir til aðstoðar. Sérkennarinn, sem ráðinn var til forstöðu fjöl- fatlaðraskólans, lét af starfi eftir þennan fyrsta vet- ur, og var þá gripið til þess ráðs af menntamála- ráðuneytinu að flytja hina 7 nemendur ásamt föstu starfsliði upp í Reykjadalsskóla í Mosfellssveit. Foreldrar barna innan skólaaldurs, sem búist höfðu við að fá skólavist fyrir böm sín veturinn 1973-1974 í fjölfatlaðraskólanum stofnuðu til sam- taka og gengust fyrir því að hafin var á vegum menntamálaráðuneytisins starfræksla dagheimilis fyrir fjölfötluð börn í húsnaíði, sem Reykjavíkur- horg lét í té i Bjarkarhlíð við Bústaðaveg. Þar voru 9 börn í dagvistun, forstöðukona og fjórir aðrir starfsmenn í fullu starfi. Barnalæknir, sálfræðingur, sjúkraþjálfi og sérkennarar vinna ásamt fasta starfsliðinu að greiningu, kennslu og meðferð barnanna. Daglegur starfstími er sá sami Að eiga þroskaheft barn Rœtt viS Helgu Finnsdóttur, formann foreldrafélags fjölfatlaSra barna. og á dagheimilum og börnin fá mat í hádeginu. Leitast er við að gefa bömunum færi á að þroskast í leik og við verkefni, sem valin eru með tiBiti til möguleika hvers og eins. Lögð er áhersla á skyn- þjálfun, hreyfifærniæfingar, eflingu málskilnings og málþroska almennt, ennfremur heilbrigða venju- myndun í daglegu lífi. Athugascmd. Skylt er að geta þess, að greinirt Þroskaheft börn var skrifuð i april sl. Siðan hafa átt sér stað nokkrar breytingar varðandi málefni þessara harna. Nokkur hreyfihömluð börn, sem áður dvöldust í Reykjadal, stunda nú nám við Hliðaskóla i Reykjavik. Skóli fyrir fjöl- fötluð börn er fluttur i nnnað húsnæði Kjarvalshúss á Sel- tjarnarnesi. Leikskóli fyrir fjölfötluð börn hefur tekið til starfa á Selfossi. Þá er rétt nð geta |)ess, að i hinum nýju lögum um grunnskóla, er mælt svo fyrir i 52. gr. að rikið hafi forgöngu um að reisa sérstofnanir fyrir börn, sem ekki geta stundað venjulegt grunnskólanám. Þriggja manna nefnd var nýlegi skipuð til að gera heildaráætlanir um uppbyggingu slikra sévstofnana. — HvaZ telur þú aS séu stœrstu vandamál for- eldra, sem eignast þroskaheft börn? — Þekkingarskortur, sem veldur hræðslu og jafn- vel óbeit á því sem er óþekkt, verður þessu fólki þyngstur i skauti. Tveir hundraðshlutar af íbúum landsins eru vangefnir. Það er því óskiljanlegt að svo til aBir einstakhngar í þjóðfélaginu alast upp án þess að vita hvað vangefni er og af hverju hún staf- ar. Þetta fólk hefur heldur ekki umgengist vangefið fólk og verður því jafnhrætt við það og ef það rækist á tvihöfða mann á götu. Ómeðvitað hugsar það, af því að hann er öðru vísi en við, þá óttumst við hann, en það gætir bara ekki að því, að vangefið fólk hefur tilfinningar, skapgerð og þrár alveg eins og heil- brigðir. Það eina sem skilur á milh er greindarvísital- an. Hún skiptir reyndar miklu máh, en réttlætir samt ekki úlilokun þessara einstakhnga úr þjóð- félaginu. Það er einnig þessi útilokun, sem veldur foreldr- um ólýsanlegum sálarkvölum. LFm leið og þjóðfélagið fræðir þegna sína um þessi mál og innlimar þetta fólk í það samfélag, sem það er fætt i, þannig að það verði eðhlegt brot þess, þá munu hörmungar foreldranna minnka til muna. Sjálfsögð mannréttindi foreldra, sem eignast þroskaheft barn, minnka niður í sama sem ekki neitt um leið og barnið fæðist. Það atriði er erfið- ast að yfirstíga, þegar foreldrarnir hafa náð sér 19. júní 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.