19. júní


19. júní - 19.06.1977, Blaðsíða 36

19. júní - 19.06.1977, Blaðsíða 36
„Hér vinna menn af miklum áhuga“ Spjallað við Bergþóru Sigmundsdóttur, fram- kvæmdastjóra jafnréttis- ráðs I lögum um jafnrétti kvenna og karla er kveðið á um, að jafn- réttisráð skuli annast fram- kvæmd laganna. Þar stendur enn fremur í 9. grein: Jafnréttisráð skal skipað 5 mönnum til þriggja ára í senn og skulu þeir ásamt varamönnum skipaðir þannig: Einn skipaður af Hæstarétti og er hann formaður ráðsins og skal hafa lokið embættisprófi í iögum, einn skipaður af félagsmálaráð- herra, einn skipaður af Banda- lagi starfsmanna ríkis og bæja, einn skipaður af Alþýðusam- bandi íslands og einn skipaður af Vinnuveitendasambandi íslands. Jafnréttisráð hefur skrifstofu og ræður fram- kvæmdastjóra til að veita henni forstöðu. Kostnaður greiðist úr ríkissjóði. Þar sem Jafnréttisráð hefur nú starfað í tæpt eitt ár, þótti for- vitnilegt að leita frétta um starf- semina hjá Bergþóru Sigmunds- dóttur framkvæmdastjóra ráðs- ins. Skrifstofa Jafnréttisráðs er að Skólavörðust. 12. Bergþóra hefur viðtalstíma mánud. — föstud. kl 10—12. Hér fara á eftir svör hennar við spurningum 19. júní. Hvenœr var skrifstofan opnuð? Við vorum fyrst með skrifstofu að Laugavegi 29 og fengum það húsnæði í byrjun september á s. 1. 34 ári. Ég var ráðin f. o. m. 1. sept- ember. Við fluttum í núverandi húsnæði 1. janúar s. 1. Hverjir eiga sceli í Jafnréttisráði? I ráðinu eiga sæti Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir frá Alþýðusam- bandi íslands, Baldur Guðlaugs- son frá Vinnuveitendasambandi íslands, Áslaug Thorlacius frá BSRB, Geirþrúður Hildur Bern- höft, sem skipuð er af ráðherra og formaður ráðsins Guðrún Er- lendsdóttir, sem skipuð er af Hæstarétti. Varamenn eru með sama hætti. Hve ofl erufundir haldnir? Fyrsti fundurinn var haldinn síðast í júlí. Núna heldur ráðið fundi tvisvar í mánuði. Vara- menn sitja fundina yfirleitt líka. Hér vinna menn af miklum áhuga. Hvernig hefur fólkið samband við ykkur og hvernig er störfum háttað? Það er leitað hingað vegna ýmissa atriða, sem Jafnréttisráð á eftir að skera úr um hvort eru brot á lögum. Nokkuð er spurt um tryggingarnar. Við hugsum okkur að fara nú fljótlega að sinna tryggingarmálunum meira. í tryggingarlöggjöfinni er hjú- skaparstaða talsvert lögð til grundvallar. Auk klögumála varðandi brot á lögum, svörum við fyrirspurnum frá innlendum og erlendum aðilum. Við fáum efni til umsagnar frá Sameinuðu þjóðunum, Alþingi, Utanríkis- ráðuneytinu og fleiri aðilum. Al- þingi hefur sent okkur til um- sagnar þrjú frumvörp skattalaga- , barnalaga-, og ættleiðingalaga- frumvarpið. Samstarfshópur um jafnréttismál er starfandi á veg- um Norðurlandaráðs með full- trúa frá hverju landi. Okkar full- trúi er Guðrún Erlendsdóttir. Norðurlandaráð efnir til ráð- stefnu um jafnréttismál i Finn- landi dagana 9,—10. júni n. k. Nokkrir aðilar úr Jafnréttisráði fara þangað. Afgreiðsla mála fer þannig fram, að þegar mál kemur til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.