Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

19. jśnķ

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
19. jśnķ

						KONUR-KARLAR
M
Margir hafa áhyggjur af að skilnuð-
um fjölgi. Umræða um skilnaði hef-
ur aukist. Blöð fjalla meira um skiln-
aði en áöur, og þeir sem lent hafa í
skilnaði hafa opinberað reynslu sína.
Æ háværari raddir hafa heyrst um að
ástand þjóðfélagsins, laun, húsnæðis-
pólitík og erfið uppvaxtarskilyrði
barna eigi sinn þátt í fjölgun skilnaða.
Rétt er að spenna og kreppa úti í þjóð-
félaginu eykur á spennu, árekstra og
vanlíðan innan f'jölskyldnanna. Meðal
nágrannaþjóða okkar hefur verið
tekin upp markvissari pólitísk stefna
til að haga lífskjðrum þannig að frum-
þörfum sé fullnægt án of mikilla fórna
fjölskyldnanna. Þó hefur skilnuðum
ekki fækkað í þessutn löndum. Þeim
hefur þvert á móti fjölgað. Hvað
veldur? Er þaö tíska að skilja? Er það
orðið með hjónaband eins og hverja
aðra verslunarvöru, að þaö þurfi að
skipta um eins og að ekki er hægt að
klæðast því sama of lengi? Eða hefur
aukin vitund kvenna um stöðu sína,
aukið fjárhagslegt sjálfstæði og jafn-
réttisbaráttan orðið til að skilnuðum
hafi fjölgað? Að sjálfsögðu er ekki
hægt að benda á neina eina eða tvær
meginorsakir þessarar aukningar. Til
þess er maðurinn einfaldlega of flókin
vera.
Þó svo að spenna, örbirgð og öll ytri
lífskjör valdi mikilli spennu og álagi í
fjölskyldum ber ekki að líta á þá þætti
sem algjöra úrslitaþætti í skilnaðar-
málum nema í undantekningartilvik-
um. Flókið og djúpstætt tilfinningalíf
mannsins lýtur ekki einungis efna-
hagslegum lögmálum. Það er gjarnan
tilfinningalíf einstaklingsins, persónu-
legar kröfur um uppfyllingu sálrænna
þarfa og viðbragðamynstur einstak-
lingsins sjálfs sem hefur áhrif á sam-
skipti í sambúð - endingu sambúðar
eða upplausn. í sambandi við þessi
atriði hafa tímarnir breyst.
VIÐBROGÐ
VIÐ
SKHNAÐI
Grein: Guðfinna Eydal sálfræðingur
Að tengjast annarri manneskju
Tengsl mannsins við upprunafjöl-
skyldu og gæði þeirra tengsla ráða
miklu um hvernig manneskjan er í
stakk búin að tengjast öðrum á full-
orðinsárum. Lítil tengsl - eða slæm
tengsl í bernsku og uppvexti valda því
einatt að maðurinn getur ekki tengst
öðrum náið. Meö brcyttum samfélags-
háttum og breyttum uppvaxtarskil-
yrðum vaxa nú margir úr grasi við
þannig skilyröi. Þegar fólk með lélega
tengslamyndun úr bernsku hefur sam-
búð hefur það áhrif á hvernig bind-
ingin verður. Sambúðin grundvallast
þá oft á röngum væntingum, þ.e.a.s.
makinn á að uppfylla persónulegar
þarfir - þarfir sem eru svo persónu-
legar að einstaklingurinn getur aðeins
leyst þær sjálfur. Þessar þarfir tengjast
oft ósjálfstæði einstaklingsins, óheppi-
Iegri bindingu við fortíð og tilfinninga-
legri vanhæfni. Þetta á bæði við um
konur og karla.
Skilnaður getur að sjálfsögðu ekki
átt sér stað nema að einhver binding
hafi átt sér stað. Hvernig þessi binding
hefur verið ákvarðar oft eftirleikinn í
skilnaðarmálum. Þeim mun dýpri
binding, því sársaukafyllri er aðskiln-
aðurinn oft. Þetta fer ekki endilega
eftir lengd sambúðar, þótt algengara
sé að binding sé meiri í langri sambúð.
Margir sem eru stutt í sambúð, komast
fljótt að raun um að sú tenging sem
þeir óskuðu eftir og þær væntingar sem
makinn á að uppfylla eru ekki fyrir
hendi. í slíkum tilvikum hefur ekki
verið tekin dýpri tilfinningaleg afstaða
til sambúðar og því oft eins heppilegt
að sambúð ljúki - hún myndi einfald-
lega ekki ganga. Þegar sambúð hefur
verið byggð á traustari grunni, má oft
sjá ýmsa samskiptahætti og viðbrögð
sem eru ólík hjá kynjunum þegar að
skilnaði kemur.
Mismunandi viðbrögð
og samskiptamynstur
kvenna og karla
Trúlega hefur mismunandi vitundarlíf
og viðbragðamynstur kynjanna meiri
áhrif á skilnaði nú en áður. Lítum
aðeins á við hvað er átt. Konur hafa
allt aðra viðmiðun en karlar, þegar
þær hugsa og tjá sig. Þær skilgreina sig
gjarnan út frá öðrum - fjölskyldunni -
manninum, börnunum. Þegar þær tala
um sjálfar sig segja þær gjarnan „við".
Þær eiga erfitt með að átta sig á eigin
þörfum og óskum. Þær vantar oft
sterka sjálfskennd. Þetta kemur að
sjálfsögðu fram í viðbrögðum þeirra.
Þó að þær eigi erfitt með að átta sig á
39
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90