19. júní


19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 30

19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 30
Sigrún Sveinbjarnardóttir og Brynjar Skaptason hafa skipt með sér verkum í jafnari mæli en ég hefséð önnur hjón gera. Þetta á bæði við um umönnun og uppeldi barna þeirra og fjárhagslega framfærslu fjölskyldunnar. Brynjar er skipaverkfrœðingur að mennt, hefur verið kennari í hálfu starfi síðan hann flutti til Akureyrar og hann rekur einnig eigin verkfræðistofu. Sigrún er kennari og sálfræðingur. Hún kenndi fyrstu árin á Akureyri og hefur síðan verið starfsmaður Svæðisstjórnar fatlaðra á Norðurlandi eystra, nú sem framkvæmdastjóri. Sigrún og Brynjar eiga þrjú börn, Hrólf 20 ára, Hrönn 16 ára og Hrafnkel 10 ára. Þau fóru til náms til Svíþjóðar með Hrólf á fyrsta ári ogfluttu heim með tvö börn sumarið 1976. Fyrst bjuggu þau eitt ár í Reykjavík, en síðan hefur fjölskyldan verið búsett á Akureyri. „BÆÐIVERÐA AÐ STÍGA Brynjar: „Það eru tvö atriði sem eru trúlega undirstaða þess að fólk geti deilt með sér ábyrgðinni og unn- ið svona saman. Bæði verða að stíga svolítið til hliðar. í fyrsta lagi þarf konan að gefa manninum pláss á heimilinu á meðan börnin eru ung og maðurinn þarf einnig að gefa kon- unni pláss til að vinna og afla tekna til heimilisins og þróast og vaxa í starfi. Hefðbundna hlutverkaskiptingin er sú að annað sjái um heimilið og börnin og hitt sjái um aðföngin, og ég býst við að það sé vont fyrir báða aðila að brjótast út úr því mynstri. Fyrir konuna að hleypa manninum að á meðan börnin eru ung, og fyrir manninn að hleypa konunni að. Það skapast vani í lífi allra og þess vegna er svo mikilvægt hvernig fólk skiptir með sér hlutverkum strax í upphafi sambúðarinnar.“ Uppreisn gegn hefðunum Sigrún: „Eg man eftir því að ég fann til mikillar uppreisnar innra með mér eftir að við eignuðumst Hrólf. Við komum bæði úr mjög hefðbundnu umhverfi og ég vildi ekki fara inn í það mynstur sem var allt í kringum okkur. Ég ræddi þetta ekki sérstaklega við Brynjar þá, en við fluttum til Svíþjóðar og þar var þjóðfélagið komið töluvert lengra hvað þetta áhrærir. Þar buðust dag- vistir fyrir barnið og fyrirmyndir að því að konan væri líka í námi, ekki bara karlinn. Þar voru heldur engir ættingjar til að sýna okkur eða segja hvernig hlutirnir ættu að vera, svo þetta varð áreiðanlega mun auðveld- ara en ef við hefðum verið hér heima.“ Brynjar tekur undir þetta, og Sig- rún bætir því við að hún hafi sem barn aldrei skilið hvers vegna faðir hennar þurfti að vinna tvöfalda vinnu, og vinnan hans tók frá syst- kinunum skemmtilegasta manninn sem þau þekktu. Hún ákvað að sjá til þess að faðir barnanna hennar fengi að njóta barnanna og þau hans. Og Sigrún rifjaði upp hve erfitt það hafi verið að sækja tíma í skólan- um frá Hrönn hálfs mánaðar gamalli. Vera með mjólk í brjóstunum og vita að hún yrði kannske óróleg á meðan móðirin væri að heiman. En náms- lánið hennar félli niður ef hún væri heima, og fyrirvinnuábyrgðin varð þess valdandi að hún gafst ekki upp. Á sama tíma fékk Brynjar tækifæri til að hugsa um barnið og þau feðginin að mynda með sér samband sem Sigrún segir að sé í dag eins og best verði á kosið, algerlega skilyrðislaust og kvaðalaust. Sigrún: „Ég held að þarna sé und- irstaðan, og þarna sé eftir einhverju að sækjast. Og þar með ógnar það ekki manninum að konan fari út að vinna, því það gefur honum færi á að njóta þessa sambands við börnin sem hann hefur stofnað til eins og hún. Ég veit að börnin eru í mjög góðum höndum hjá Brynjari og ég velti því yfirleitt ekki fyrir mér hvernig þeir hlutir ganga. Hann er inni í því sem þarf að sinna og allri tilfinningalegri umönnum.“ Fyrstu árin heima erfið Sigrún: „Auðvitað vorum við orð- in meðvituð um ýmislegt eftir langa búsetu í Svíþjóð, bæði í fullu námi og skiptum með okkur umönnun barn- anna. Við vorum bæði það nálægt börnum okkar að hvorugt okkar gat hugsað sér að hitt missti af þeim og færi alveg á kaf í vinnu þegar heim kom. 30 *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.