19. júní


19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 16

19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 16
16 3. TBL.1993 „Vertu ekki með þessa dellu" Texti: Valgerður Katrín Jónsdóttir Geta konur beitt börn sín kynferðislegu ofbeldi? Flestum finnst sá möguleiki ógnvekjandi og leyfa sér ekki einu sinni að hugsa hugsunina tii enda, hvað pá að orða hana eða setja á prent. Igrein í tímaritinu Spectator er því haldið fram að konur, sem fram að þessu hafi ekki verið skráðar fyrir „nema“ um 2-3% kynferðisbrota gegn börnum, séu í raun miklu stærri hópur eða einhvers staðar á bilinu 20-50%. í greininni er sagt frá því að þessi brot séu einmitt ólíklegri til að koma upp á yfirborðið þar sem meðferðaraðilar trúi ekki þeim drengjum sem bera slíkt upp á mæður sínar. Nógu erfitt var fyrir þær stúlkur sem brutu ísinn og sögðu frá kyn- ferðisbrotum feðra sinna eða annarra fjöl- skylduvina. Þeir drengir sem segja frá því hvernig mæður þeirra hafa brotið á þeim fá litla athygli og er hreinlega sagt að vera ekki með þessa dellu. í greininni eru viðtöl við nokkra með- ferðaraðila sem fullyrða að kynferðisbrot á drengjum séu mun algengari en fram komi opinberlega. „Það er erfitt að segja til um hvað þessi brot eru algeng hér á landi, það fer eftir því hvernig kynferðislegt ofbeldi er skilgreint,11 segir Sæunn Kjartansdóttir, hjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum. Hún telur þó að talan sé mun lægri en fram kemur í grein Spectators. Talsvert sé þó um líkamlega misnotkun af þessu tagi en hún sé mun leyndari en kynferðismis- notkun karla. „Þar að auki alast fjölmargir drengir upp hjá einstæðri móður og ef gerðar éru til- finningalegar kröfur til drengsins um að hann gangi í stað maka, þó að ekki sé um líkamlegt ofbeldi að ræða, er hægt að segja að um tilfinningalegt ofbeldi sé að ræða í þeim tilvikum. Það er full ástæða til að vera vakandi fyrir þessum mál- Tilhugsunin um að konur geti gert börnum slíkt vekur liarkaleg viðbrögð par sem flestir eiga erf- itt með að trúa pví að konur sem uppalendur og mæður geti brotið af sér á pennan Jtátt. um, því það er erfitt að bregðast við vanda- máli og hjálpa viðkomandi aðilum ef vandinn er ekki talinn vera fyrir hendi,“ segir Sæunn. Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum sagði að í viðtölum hjá þeim hafi komið í ljós að gerendur væru í 99% tilfella karlar en „aðeins“ um 1% kvenna. Hún sagði að auðvitað kæmu upp einstök tilvik þar sem kona bryti gegn barni sínu, en í flestum til- fellum þar sem það á sér stað á konan við geðræn vandamál að stríða eða neytir vímuefna í óhófi. I bæklingi um sifjaspell, sem Stígamót hefur gefið út, kemur fram að um 30% þeirra karla sem beita börn of- beldi hafa þolað það sama sem börn og í flestum tilfellum hafa gerendur verið karl- ar. Velta má vöngum yfir því hvort karl- ar þegi um það ef þeir hafa verið beitt- ir kynferðislegu ofbeldi af konu, hvort skömmin sem fylgi því sé meiri en að segja frá kynferðisbrotum karla. Litlar upplýsingar er að fá í dómskerfinu varðandi mcint brot kvenna þar sem konur eru svo til aldrei kærðar. í kandídatsritgerð Áslaugar Þórarins- dóttur í lögfræði, er fjallar um kynferðis- brot gegn börnum og unglingum, kemur fram að konur eru nánast aldrei kærðar fyrir kynferðisafbrot, hvorki gegn drengj- um né stúlkum. Áslaug kannaði kærur sem bárust rannsóknarlögreglunni og voru brotaþolar 37 börn, 33 stúlkubörn og 4 drengir, sem voru tengd eða skyld brota- manni. Brotamaður var í flestum tilfellum faðir eða stjúpfaðir en fleiri tengsl voru nefnd, svo sem að brotamaður hafi verið bróðir eða afi stúlkubarnanna.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.