19. júní


19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 36

19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 36
36 3. TBL.1993 hefur staðið alla þessa öld - segir Sigríður Th. Erlendsdóttir, sagnfræðingur, sem ritað hefur sögu KRFI Viðtal: Inga Dóra Sigfúsdóttir Viðamikið rit um sögu Kvenréttindafélags íslands er mjkomið út. Ritið er um 500 blaðsíður og spannar sögu félagsins nær alla öldina, eða frá stofnun pess árið 1907 til ársins 1992. Sigríður Th. Erlendsdóttir, sagnfræðingur, skrifaði bókina og Björg Einarsdóttir, rithöfundur, sá um myndritstjórn auk pess sem hún skrifaði myndatexta. om höfundinum eitthvað á óvart við ritun bókarinnar? „Líklega einna helst sú stað- reynd að kvennabaráttan hefur staðið sleitulaust alla öldina. Því hefur verið haldið fram að réttinda- barátta kvenna hafi liðið undir lok eftir að konur fengu kosningarétt og kjörgengi á öðrum áratug aldarinnar. Það er ekki rétt. Áherslurnar breyttust vissulega en baráttan fyrir bættum kjörum og auknum réttind- um kvenna hélt sannarlega áfram. Hinu er þó ekki að neita að fyrstu tveir áratugir aldarinnar voru blómatími í réttindabar- áttu kvenna. Þá tóku gildi á nokkrum ár- um mörg þeirra laga sem breyttu réttar- stöðu íslenskra kvenna og mörkuðu tíma- mót. Nægir að nefna lög um kosningarétt og kjörgengi til sveitarstjórna og Alþingis auk þess sem konur fengu rétt til að ganga í skóla og urðu fjárráða,“ segir Sigríður og bætir við að þegar þessi mál hafi verið í höfn hafi líknarmál um skeið orðið megin- viðfangsefni kvennahreyfingarinnar. „Eftir að konur fengu kosningaréttinn 1915 þökkuðu þær fyrir sig með því að hefjast handa um undirbúning að byggingu Land- spítalans og létu ekki deigan síga. Það var sannarlega fyrir þrotlaust starf þeirra að Landspítalinn varð að veruleika 1930.“ KKFÍ sterkur aðili í stoíniin stéttarlélaga Hún segir að í gegnum tíðina hafi starf Kvenrétdndafélagsins beinst að mörgum þáttum í réttindabaráttu kvenna, m.a. hafi mörg félög skotið rótum út frá Kvennrétt- indafélaginu. Einkum hafi félagið verið sterkur aðili í stofnun stéttarfélaga kvenna. Hún nefnir sem dæmi Verkakven nafélagið Framsókn, sem KRFÍ átti stóran þátt í að var stofnað á öðrum áratug aldarinnar, hið fyrsta sinnar tegundar sem enn starfar hér á landi. „Kvenréttindafélagið hefúr alltaf haldið uppi skeleggri baráttu fyrir launajafnrétti, einkum eftir að þjóðfélagsleg réttindi voru í höfn á fyrstu áratugunum,“ segir Sigríður. „f raun eru þrjú réttindamál sem kalla má ei- lífðarbaráttumál, sem KRFI hefur beitt sér fyrir en það eru tryggingamál, skattamál og launamál. Tryggingalöggjöfin liti allt öðru- vísi út í dag ef Kvenréttindafélagsins hefði ekki notið við,“ segir hún. „I heild má segja að félagið hafi barist fyrir hvers kyns réttarbótum og bættum kjörum til handa börnum og konum frá upphafi ald- arinnar,“ segir hún og nefnir sem dæmi að félagið hafi komið við sögu allra laga sem hafi verið sett og varði konur eða börn í ís- lensku samfélagi. Þá hafi það einnig haft frumkvæði að gerð margra laga. Auk þess hafi félagið beitt sér fyrir stofnun Mæðra- styrksnefndar og rekið hana í rúman áratug þar til nefndin var gerð að sjálfstæðri stofn- un. „KRFÍ þverpólilískt lélag“ „Arið 1944 voru gerðar skipulagsbreyt- ingar á innri gerð félagsins. Allir stjórn- málaflokkar, sem hverju sinni eiga fulltrúa á þingi, fengu þá sinn fulltrúa í stjórn fé- lagsins, kosna á landsfundum KRFÍ. Upp frá því hefur KRFI verið þverpólitískt fé- lag,“ segir Sigríður. „Árið 1975 urðu þáttaskil í sögu KRFÍ. Yngri konur gengu þá til liðs við félagið í ríkara mæli en þær höfðu gert um nokkurt skeið. Þarna var um að ræða ungar, menntaðar konur sem voru á vinnumark- aði jafnframt því að reka heimili," segir hún. „Við það breytti félagið um svip. Vegna síaukinnar þátttöku kvenna í at- vinnulífinu urðu launamál æ viðameira verkefni. Árið 1975 var fyrsta ár kvenna- áratugar Sameinuðu þjóðanna og ótrúlega margt gerðist sem hafði áhrif. íslenskar konur urðu heimsfrægar á kvennafrídaginn 24. október þegar þær lögðu niður vinnu á heimilunum og vinnustöðunum til að leggja áherslu á vinnuframlag kvenna í y samfélaginu. Að þessu var raunar nokkur aðdragandi því að nýja kvennahreyfingin leit dagsins ljós í kringum 1968 hér á landi með tilkomu Uanna, ungu kvennanna sem tóku til starfa í KRFÍ um þær mundir og voru forverar Rauðsokkanna," segir Sigríð- ur. Hún leggur áherslu á að saga anna sé merk en þær bentu á misréttið sem var ríkjandi í þjóðfélaginu og hófu meðal ann- ars markvissar kannanir á barnabókum, kennslubókum og launamálum sem stuðst : er við enn í dag.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.