19. júní


19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 7

19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 7
PUNKTA- FRÉTTIR 7000 manna at- Atvinnurekendur telja vinnuleysi spáð j>°rf á af,fækka starfs' rólki 1 öllum at- vinnugrcinum, samkvæmt niðurstöðum at- vinnukönnunar Þjóðhagsstofnunar, scm birt var í mars, en þörf á fækkun í einstökum at- vinnugreinum hefur breyst nokkuð frá síðustu könnun. í frétt Þjóðhagsstofnunar segir að flest bendi til þess að störfum fjölgi ekki á þessu ári og að um sjö þúsund manns verði atvinnulaus að staðaldri á árinu eða um 5,5% af mannafla á vinnumarkaði. Áætlanir atvinnurekenda benda til að framboð sumarstarfa verði svipað og í fyrra. 8. mars Alþjóðlegs baráttudags kvenna, 8. mars, var minnst víða. Ekki tókst þó alls staðar jafn vel til, í Þýskalandi runnu mótmæli kvcnna út í sandinn og báru konur því við að atvinnurek- endur tækju það illa upp cf þær færu í verkfall. í Reykjavík var hins vegar fjölmenni á hádeg- isverðarfundi Jafnréttisráðs sem haldinn var und- ir yfirskriftinni „Konur og atvinnuleysi - hvað er til ráða?“ og bar þar margt á góma. Síðar um daginn safnaðist svo saman fjöldi manns á Hlcmmi í göngu gegn kynfcrðisofbcldi. Áhrifa- mikið var að sjá svartklæddar konur í broddi fylkingar, þolendur kynfcrðisofbeldis. Gangan hafði viðkomu hjá ýmsum embættum réttarkerf- isins og afhenti áskorun til „ráðamanna réttar- kerfisins“ þar sem m.a. cr skorað á þá að tryggja „að hraðað verði úrbótum á réttarstöðu fórnar- lamba kynfcrðisofbeldis; að þeir hlutist til um að endurmat fari fram á gildandi kröfum um sannanir í kynferðisbrotamálum; að þcir sjái til þcss að komið verði á rcglum um nálgunarbann, þegar líf og hcilsa fórnarlamba kynfcrðisofbeldis er í veði vegna ofsókna ofbeldismanna; að þcir beiti sér fyrir að á komist hið fyrsta ábyrgð á greiðslum miskabóta til fórnarlamba“. Tekið var á móti áskoruninni alls staðar þar sem hún var borin fram nema hjá Hæstarétti. 44 félög og samtök kvenna stóðu að göngunni en að henni lokinni var opið hús í Hlaðvarpanum. Háskóli íslands: Ríf1cga þriðjungur Konur sjötti hluti allra starfsntanna Há . skóla Islands cr kon- kennara ur lnnan einstakra “ 5% prófessora Starfsheita er skipting milli kynjanna hins vegar miklu ójafnari. Af prófessorunum (efst á listanum) eru þannig 112 karlar en aðcins 6 konur (5%). Hlutföllin snúast hins vegar alveg við neðst á listanum. Af starfs- mönnum við ræstingar cru 3 karlar og 41 kona (93%). Á starfsmannaskrá skólans eru alls 673 manns, kennarar og aðrir starfsmcnn skólans að stundakennurum undanskildum. Þar af eru kon- ur 230 eða 34%. Af prófessorum eru konur 5%, 1 hópi 134 dósenta er hlutfall þeirra fjórum sinnum hærra (20%) en af lektorum cru 34% konur. Hins vegar er hlutfall kvenna hátt í margs konar stjórnunarstörfum, t.d. 73% af 11 skrifstofustjórum, 60% af framkvæmdastjórum, 40% forstöðumanna og 38% deildarstjóra. Kon- ur eru einnig 57% sérfræðinga skv. starfsheita- skrá og 89% fulltrúa. Og af ræstitæknum cru konur scm sagt 93%. „Vildi ekki vera fjarstýrð strengjabrúða" Ragnheiður Davíðsdóttir blaða- maður hætti öllum afskiptum af stjórnmálum fyrir tveimur árum eftir að átök við flokks- forystuna í Alþýðuflokknum en hún hafði verið í aðalsæti í Menntamál- aráði fyrir hönd Alþýðuflokksins. Þegar upp komu deilur um Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs segir hún að sér hefði verið fyr- irskipað að mynda meirihlutastjórn í sjóðnum með aðilum sem hún taldi vinna gegn hagsmunum hans. „Eg vildi ekki vera fjarstýrð strengja- brúða forystu Alþýðu- flokksins og þegar ég ekki hlýddi var mér ýtt úr stjórn Menntamálaráðs. Því var ekk- ert annað að gera fyrir mig en að segja mig úr flokknum. Mér reyndist ókleift að fylgja eftir minni skoðun innan þess flokks sem ég valdi nrér. Stefna flokltsins virðist að miklu leyti ráðast af þeim flokki sem hann starfar með í ríkisstjórn og slíka hentist- efnu sætti ég mig ekki við.“ Þetta segir Ragnheiður að hefði aldrei gerst ef karlmaður hefði verið í sömu spor- um og hún. „Fyrir tveimur árum sagði ég skoðun mína í Menntamálaráði og var rek- in. Tveimur árurn síðar sagði karl, þ.e. Hrafn Gunnlaugsson, sem var dagskrár- stjóri, skoðun sína í sjónvarpsþætd og var hann einnig rekinn. Menntamálaráðherra, sem er örlagavaldur í báðum þessum dæm- um, réði karlinn hins vegar aftur senr framkvæmdastjóra og það var réttlætt þannig að eðlilegt hefði verið að hann fengi að segja skoðun sína, en sönru sjónar- mið áttu greinilega ekki við um mig. Svona dæmi eru alltaf að koma upp.“ Ragnheiður segir að það hafi lengi loðað við að ef konur eru óþægilegar í pólitík eða ef þær láta verulega að sér kveða sé reynt að bola þeim burt með öllum dltækum ráðum. „Konur þurfa að vera með geysi- lega sterk bein til að endast í pólitík. Þungt er vegið að konunni sem einstaklingi en ekki pólitískum þátttakanda. Þær eru í smásjánni varðandi klæðaburð, framkomu, orðalag o.fl. Ef kona er rnjög örugg með sig málefnalega er reynt að kýla fyrir neðan beltisstað og gagnrýna hana persónulega, t.d. með því að segja að hún sé nú varla góð móðir eða húsmóðir þegar hún eyðir svona miklum tíma utan heimilisins með því að taka þátt í pólitík. Slíkri gagnrýni þurfa karlar ekki að sæta.“ Nokkrar breytingar hafa þó verið að konta fram á stöðu kvenna í stjórnmálum að mati Ragnheiðar. Konur hafa fram til þessa verið upp á punt á framboðslistum en á undanförnum árum hafi mjög merki- legar konur verið að koma fram á sjónar- sviðið. Um hvort hún hefði þá jafnvel hugsað sér að reyna aftur fyrir sér í stjórn- málunum sagðist Ragnheiður hins vegar alveg verið búin að fá nóg sjálf. „Ég fékk allt of stóran skammt af pólitík og var búin að fá nóg þegar þessar deilur komu upp í Menntamálaráði, það mál var hins vegar dropinn sem fyllti mælinn. Ég hef unnið mikið að ýmiskonar félagsstarfi, svo sem fyrir fatlaða og fyrir bættri umferðarmenn- ingu og slíkt starf er mun uppbyggilegra en þátttaka í stjórnmálum. Lífið er ein alls- herjarpólitík og maður getur beitt sér í henni og náð árangri þótt maður sé ekki starfandi innan stjórnmálaflokka,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir. Viðtal: Ásdís Halla Bragadóttir 7

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.