19. júní


19. júní - 01.06.1995, Blaðsíða 34

19. júní - 01.06.1995, Blaðsíða 34
STÓLAR. Margar gerðir, litir og mynstur. SESSUR. Með eða án bakpúða. PUNKTA- A58 FRETTIR Konur taka upp boxhanskana I Svíþjóð og Noregi eru konur nú famar aú fjölmenna í æfíngasali frí- stundaboxaranna. I sumum klúbbum eru konur orðnar fleiri en karlar. Konurnar líta á boxæfingarnar sem góða líkamsþjálfun en enn sem komið er fara fáar þeirra í hringinn! Aukin likamsrækt - betra kvnlíf Það er ekki óskin um lengra lif og betri heilsu sem hvetur fólk til að puða í likamsræktarstöðvum víða um heim. Tilgangurinn er meira og betra kynlíf. Það sögðu a.m.k. 3150 af aðspurðum 3500 Bandaríkja- mönnum af báðum kynjum, eða 90% þeirra sem spurðir voru. Það var óskin um meiri kynþokka sem kom þeim í æfíngarnar. Og margir menn á aldrinum 30-45 ára bættu við að aukin líkamsrækt bættu möguleika þeirra á að taka hliðarspor í hjónabandinu. HJOLAHJALMAR. ÖRYGGISBELTI. Fyrir börn og fullorðna. vw"' ’O'Atö- ev>' »fi Flnáust þjónusta, gæði og gott verð Borgartúni 26, Rv. S. 562 2262 Bíldshöfða 14, Rv. S. 567 2900 Skeifunni 5A, Rv. S. 581 4788 Bæjarhrauni 6, Hafn. S. 565 5510 • ATHAFNAKONA * Aslaug og barnáhópurinn. AÐ ALA UPP VERÐANDI FORELDRA 5 eru ekki margar konur í dag sem hafa átt öll börnin sín LLLs heima. Aslaug H. Kjartansson er ein þeirra kvenna en hún hefur átt sjö börn heima og sama Ijósmóðirin hefur alltaftekið á móti börnunum. Þórdís Olafsdóttir heitir Ijósmóðirin og svo skemmtilega vill til að hún erfœdd 19. júní og er næstum því jafngömul Kvenrétt- indafélaginu. Félagið var stofhað 1907 og varð því 88 ára nú fyrir skömmu, en Þórdís varð nú 87 ára. En hvernig stóð á því að Áslaug vildi eiga börnin heima? „Eg var nokkuð ákveðin í því strax að eiga fyrsta barnið heima. Ég var þá 18 ára og bjó hjá foreldrum mínum á Ásvallagötunni. Mamma hafði átt tvö börn í þessu sama húsi. Á meðgöngutímanum fór ég í blóðprufu á fæðingardeildina og leist satt að segja ekki á blikuna. Konurnar lágu meðfram veggjum á ganginum, hljóðandi, að Viðtal: Valgerður Katrín Jónsdóttir Ljósmynd: Rut Hallgrímsdóttir 34

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.