19. júní


19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 44

19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 44
Abbadítir og ástkonur -konur í vísindum Kamilla Rún Jóhannsdóttir kannaði hlut kvenna í vísindum og komst að þvi að fyrr á öldum stóð val kvenna á milli þess að gerast abbadís eða ástkona vísindamanns til að geta sinnt rannsóknum. Kamilla athugaði einnig hugmyndir manna um kynímyndir og vísindi með hliðsjón af BA ritgerð Sigrúnar Erlu Egilsdóttur „Kynlaus eða kynjuð sálfræði, gagnrýni á rannsóknir á kynjamun." Framlag kvenna til vísinda hefur aldrei verið hátt skrifað og margir fræðimenn hafa gengið svo langt að fullyrða að kon- ur hafi engin áhrif haft á þróun vísindanna frá upphafi. Ekki ómerkari fræðimaður en Freud sagði í fyrirlestraröð sem hann hélt árið 1933 að konur hefðu í gegnum tíðina ekkert lagt til á sviði lista og vísinda annað en vefnað. Vefnaður þessi var að hans mati sprottinn af „sköpunargleði” í orðsins fyllstu merk- ingu þar sem áhugi kvenna á vefnaði er til kominn af „vana” þeirra og „venju” að fikta við skapahár sín. I’essa snilldarhug- ntyndafræði toppaði hann síðan með því að bæta við þeirri skoðun að heilinn í konum hætti að þroskast eftir 20 ára aldur. Góð vísindi og slæm Freud var ekki einn um þessa skoðun. Það er almenn hugmynd fólks að konur hafi ckkert lagt til á sviði vísinda og er óvirkur þáttur kvenna í fræðilegri umræðu og vísindaiðkun iðulega skýrður með því að vitna í kynjamun. Vísindin cru ekki fyrir konur, þær skortir alla rökfestu og láta ráðast af tilfinningum og innsæi. Innsæi og tilfinningar eru algjör andstæða „góðra” vís- indalegra aðferða eins og þær voru skilgreindar af Francis Bacon og eftirmönnum hans á 17 og 18 öld. Ástæðuna fyrir því að vísindi og konur eru ekki talin eiga samleið er að finna í flóknu samspili skilgreindra kynímynda samfélagsins og þróunar nútíma vísinda. Konur hafa ætið þurft að berjast fyrir því að fá að stunda fræðin og hér áður fyrr stóð valið á milli þess að gerast abbadís eða ástkona vísindamanns. Það dugði þó skammt eftir að fræðileg umræða einangraðist innan veggja háskólanna. Fleira hafði áhrif á það að að konur hurfu að miklu leyti út af sviði fæðilegrar umræðu. Þróun nútíma vísinda sem rakin er til 17 aldar byggði á skilgreiningum og aðferðum þar sem algjör- lega var gengið fram hjá konum. Aðferðir nútíma vísinda voru í einu og öllu skilgreindar af karlmönnum, út frá karlmönnum. Þrátt fyrir að í dag séu konur stór hluti þeirra sem stunda vís- indi, hafa skilgreiningar á vísindalegri aðferð lítið breyst. Enn í dag er sama skilgreiningin höfð urn góðar vísindalegar aðferðir og eiginleika karla. I báðum tilfellum er um að ræða hlutleysi og rökfestu. Hins vegar, allt það sem kennt er við óvísindaleg- ar aðferðir skilgreinist sem kvennlegir eiginleikar og má þar nefna huglægni, tilfinningasemi og innsæi. Kynímyndir og vald Það er gaman að velta fyrir sér þeirri spurningu hvort konur hefðu skilgreint vísindin öðruvísi hefðu þær ráðið. Hefði hin fræðilega nálgun á „því sem er” orðið nteð öðrum hætti og hvaða áhrifhefði það haft á heimsmynd okkar. Þessar vangavelt- ur tengjast aftur þeirri spurningu hvort konur og karlar séu í grunninn ólík. ímynd samfélagsins af því hvað það er að vera kona og hvað það er að vera karl. gefur svo sannarlega til kynna að kynin hafi ólík viðmið og gildi, hegði sér ólíkt og hugsi ólíkt. Skilgreining okkar á konu og karli er lcomin langt fram úr þeim líffræðilega mun sem á kynjunum er. Evelyn Fox Keller hefur bent á að hugmyndir samfélagsins um kynin séu nátengdar valdi og hafi haft afgerandi áhrif á þckkingarleit okkar. Við berum saman þann sem valdið hefur og þann valdalausa. Styrkur og veikleiki. Normið verður talsmaður valdsins og allt það sem valdlaust er verður frávik. Á þessu byggja vísindalegar aðferðir. Vísindin og hlutleysið Við höfúm óbilandi trú á því að vísindin endurspegli hlutlaust veruleikann eins og hann er. Að með „réttum” aðferðum fáist „rétt” niðurstaða. Rétt aðferð er hlutlaus aðferð. Hlutleysi vís- indalegra aðferðar hefur einmitt verið notað sem helstu rök fyr- ir sannlciksgildi þeirra. í skilgreiningu á hlutleysi fellst að sá sem athugar hefur ekki Það hefur yfirleitt verið talið að konur hafi meira innsæi heldur en karlar og noti það jafnframt frekar. Konur virðast eiga auðveldara með að lesa ýmsar vísbendingar sem ekki felast í orðum. Carol Tavris er ein þeirra sem leitað hafa skýringa á af hverju þessi túlkun á rannsóknum á kynjamun stafar. Hún telur mögulega skýringu vera að valdleysi kvenna krefjist þess að þær geti lesið í atferli þess er valdið hefur. Slikt innsæi er forsenda þess að geta brugðist við óskum og þörfum valdhafans og vinna þannig inn velvilja hans. Árið 1985 gerði Snoddgrass rannsókn þar sem hún athugaði sam- skipti kennara og nemanda. Þeir þátttakendur sem tóku hlutverk nemanda áttu auðveldara með að lesa hugsanir og tilfinningar kennarans heldur en öfugt og skipti kynferði þar engu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.