19. júní


19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 7

19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 7
„Pabbi, þegar þú verður kona...“ Fimmtugasti árgangur ársrits Kvenréttindafélags (siands, 19. júní, hefur litið dagsins Ijós. Á félagsfundi hinn 12. mars 1951 lagði Svafa Þórleifsdóttir, þá- verandi framkvæmdastjóri Kvenfélagasambands íslands, til að Kvenréttindafélag (slands, minntist 19. júní með einhverjum hætti sem hátíðardags og stakk upp á því að félagiö hæfi útgáfu blaðs. Dagurinn er sem kunnugt er merkilegur fyrir þær sakiraðá 19. júnf árið 1915 staðfesti konungur (slendinga stjórnarskrá sem hafði að geyma ný réttindi handa konum; réttinn til að kjósa og bjóða sig fram til Alþingis. KRFÍ tók vel í hugmyndir Svöfu og kosin var nefnd til að annast undirbúning að nýju blaði. Kom það út hinn 19. júní 1951 og hlaut nafnið 19. júní. Síðan þá hefur blaðið komið út á ári hverju utan eins árs - 1998. Margt hefur áunnist í réttindabaráttu kvenna frá því fyrsti 19. júní kom út. Lög hafa verið sett til að tryggja jafna stöðu karla og kvenna og konur sækja fram á nær öllum sviðum samfélagsins. Kona hefur verið kjörin forseti (slands, kona er borgarstjóri í Reykjavík, konur hafa aukið hlut sinn verulega á Alþingi og nú nýverið var önnur konan skipuð (embætti dómara við Hæstarétt íslands. Og fleiri dæmi mætti nefna, dæmi sem sýna að konur eiga og nýta sér sömu tækifæri og karlmenn. Ekkert ætti því að standa í vegi fyrir því að börnin sem vaxa úr grasi og brosa bjartsýn til framtíðar eins og börnin á forsíðunni eigi sömu tækifæri í lífinu óháð því hvort þau eru stúlkur eða drengir. Eða er máliö kannski ekki svona einfalt? Ekki er langt síðan ungur systursonur minn sagði við móður sína eftiír að hafa horft á konu dásama nýjustu bleiugerðina í auglýsingu í sjónvarpinu: „Þegar ég er orðinn stór ætla ég að láta konuna mína kaupa svona bleiu." Þriggja ára dóttir kunningjakonu minnar sagði einnig nýlega við föður sinn: „Pabbi þegar þú verður kona þá getur þú eldað hafragraut handa mér...“ Og í vetur sat ég eitt sinn fyrir framan sjónvarpið að horfa á Óliver Twist með sex ára dóttur minni þegar hún sagði: „Mamma skrítið, allar söguhetjur í spennusögunum eru strákar." Ekki hvarflaði að systursyni mínum annað en að konurnar sæju um bleiuskiptin og þriggja ára hnátunni var greinilega mikið í mun að hugreysta föður sinn - í hennar heimi voru það konurnar sem sáu um eldamennskuna. Og dóttir min - aðeins eldri en hin tvö - er farin að átta sig á því að það er eitthvað bogið við það að bara strákar lendi í ævintýrum. En það er fleira í umhverfinu sem gefa börnunum skilaboð um mismunandi væntingar til kynjanna; skilaboð um hlutverk, „rétta" staðla og um leið markmið til að stefna að. Fegurðarsamkeppni (slands er nýafstaðin. Dómararnir telja sig þess umkomna að velja fegurstu stúlkuna úr hópi glæsimeyja í sundbolum; staðlaða mynd af konu þar sem ein útlitsgerð er talin fallegri en önnur; ein er valin til að vera fulltrúi okkar hinna af þvf að hún er með stærri eða minni brjóst, lengri eða styttri fótleggi, grennri eða feitari læri eða hverju þeir nú annars fara eftir við þetta val sitt. Og á sama tíma keppast fyrirtæki við að láta kjósa sína ungfrú fyrirtæki punktur is. Ég geri ráð fyrir að það þyki góð markaðssetning og vænleg leiö til að styrkja ímyndina. En leyfi mér þó að efast um að svo sé. (tónlistargeiranum verða söngkonurnar æ fáklæddari og „full- komnari" samkvæmt ríkjandi stöðlum - með æ vafasamari aðferðum og í heimi auglýsinga og tísku eru skilaboðin alltof oft þessi: konur komast áfram vegna líkamans en karlar vegna heilans. Ætli sé ekki best að taka undir með Gunnari Hersveini blaðamanni sem segir í grein sinni í blaðinu: „Halló! það er komin ný öld... Klikkið á „refresh" í kollinum!" Lagasetning hefur vissulega bætt stöðu kvenna frá því fyrsta tölublað 19. júní kom út fyrir hálfri öld. En það er ekki nóg. Enn ríkja viðhorf og venjur sem draga okkur ( kvenna - og karladilka ( málum þar sem kynferði ætti ekki að skipta máli. Þeim viðhorfum og venjum þarf að breyta. Það gerum við m.a. með málefnalegri gagnrýni, upplýsingum og umræðu. 19. júní hefur verið vettvangur slíkrar umræðu ( fimmtíu ár og þangað til fullkomnu jafnrétti er náð hlýtur að vera þörf á blaði sem þessu. Njótið vel! Arna Schram Ritnefnd: Ingólfur V. Gíslason Guðrún M. Guðmundsdóttir Roald Eyvindsson Kristín Heiða Kristinsdóttir Margrét Sverrisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.