19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 18

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 18
vert að minnast á kvennaári 25 ár frá kjöriVic „Þessi dagur var guðs náð!“ sagði Vigdís Finn- bogadóttir í útvarpsviðtali sem tekið var við hana rétt fyrir innsetningardag hennar í embætti sem for- seti íslands, 1. ágúst 1980. Þar átti hún ekki við daginn þegar hún var fyrsta kona í heiminum til að verða þjóðkjörinn for- seti lýðræðisríkis, heldur Kvennafrídaginn. Ein af áhrifum dagsins voru þær hugarfarsbreytingar sem höfðu það í för með sér að þegar kjósa átti forseta fimm árum síðar, var ekki annað hægt en hafa konu meðal frambjóðenda og hinn 30. júní eru liðin 25 ár frá því Vigdís var kosin forseti lýðveldisins. Barátta kvenr.a á sjöunda áratugn- um lagði grunninn að opinberri jafn- réttispólitík og skilaði okkur sannar- lega betra samfélagi. Undir lok ára- tugarins var svo komið að því að láta verkin tala, upphefja konur og fjölga þeim svo um munaði sem fulltrúum í pólitískum áhrifastöðum. Eins og allir vita var kjör Vigdísar sögulegt og kjör hennar er einn af helstu viðburðum í íslenskri kven- réttindasögu og hafði það gífurlega mikið að segja fyrir íslenskar konur á öllum aldri að kona sæti í virðuleg- asta embætti þjóðarinnar. Öllum var ljóst að kjör Vigdísar ruddi veginn fyrir íslenskar konur og aðrar konur í heiminum og eins og flestir vita geg- ndi hún embætti forseta íslands í 16 ár við miklar vinsældir. Vigdís hefur sjálf lagt áherslu á jafnrétti kynjanna í starfi sínu og með störfum sínum og fordæmi verið helsti brautryðjandi og fyrirmynd kvenna hér á landi sem víðar. Ferill Vigdísar er glæsilegur en ekki verður hann rifjaður upp hér 18 Vlgdís stendur með Ástrlði dóttur slnnl á svölum heimllls þeirra. Þangað streymdi mikill mannfjöldi til að hylla nýkjörin forseta sinn kvöldlð 30.júní 1980

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.