Unga músin. (Eftir Jeffreys Taylor.) I holu hjá matskáp í eldhúsi inni var ærslafull smámús hjá mömmu sinni, þar sælan og tryggan þær samastað áttu, og sveitamýsnar þær öfunda máttu. En lipur á fæti var litla músin og langaði að skoða stóru húsin, því hljóp 'hún eitt sinn úr holu sinni og hentist um alt í náttkyrðinni. Svo skoppaði' 'hún heim á harðaspretti, sem hún væri' að flýja undan ketti, og sagði másandi: >Mamma — ha, ha! Ó, mamma, veiztu hvað ég sá — ha, ha! 0, veiztu, mamma, hvað frammi fann ég? — af fagnaðarhita og gleði brann ég. — 57