Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						18  23. desember 2010  FIMMTUDAGUR

Ég verð að koma heim um 

jólin, segir Kristinn Sig-

mundsson söngvari sem 

stærstan hluta vetrarins 

býr og starfar erlendis. 

Íslendingar njóta góðs af 

því í ár því Kristinn og Mót-

ettukórinn halda tónleika 

saman í næstu viku þar sem 

jólalögin hljóma. 

Kaupmannahöfn, Flórens og Los 

Angeles hafa undanfarna mánuði 

verið dvalarstaðir Kristins Sig-

mundssonar, hins ástæla bassa-

söngvara. Eins og undanfarin sextán 

ár pakkaði hann niður í ferðatösku 

í byrjun hausts, þegar óperuvertíð-

in hófst og eins og undanfarin ár er 

það ekki fyrr en í sumarbyrjun sem 

hann sér fram á að dveljast í lengri 

tíma á Íslandi.

?Ég er samt heppinn í ár, ég kom 

snemma og verð hér fram í janúar, 

stundum hef ég þurft að fara utan 

milli jóla og nýárs,? segir Krist-

inn sem ætlar að nota tímann vel í 

jólafríinu. Milli jóla og nýárs verða 

tónleikar hans og Mótettukórs Hall-

grímskirkju, þar sem meðal annars 

verða rifjuð upp jólalög sem Krist-

inn og kórinn sungu saman á jóla-

plötunni Ég held glaður jól sem 

kom út árið 1985. ?Það er virki-

lega gaman að fá að syngja jóla-

lögin aftur með kórnum, við höfum 

ekki gert það síðan platan kom 

út, þó að við höfum sungið saman 

á tónleikum síðan,? segir Krist-

inn sem heldur til Berlínar á nýju 

ári til að syngja í Tristan og Ísold. 

Áður hyggst hann þó taka upp tón-

list með Guðnýju Einarsdóttur org-

anista, verk eftir Mussorgskíj sem 

hún hefur umskrifað fyrir orgel. 

?Þetta er spennandi verkefni, ég 

mun meðal annars syngja ljóða-

flokkinn Söngvar og dansar dauð-

ans sem mig hefur alltaf langað 

til að syngja,? segir Kristinn sem 

hefur getið sér gott orð fyrir ljóða-

söng í gegnum tíðina. ?Ef ég gæti 

unnið fyrir mér og haft sömu tekjur 

þá myndi ég frekar kjósa ljóðasöng-

inn en óperurnar,? játar hann fyrir 

blaðamanni. ?Þar ræð ég meiru en 

í óperunni þar sem maður er alltaf 

lítið tannhjól í vél.?

Skemmtilegasta bassahlutverkið

Árið 2010 hefur verið gott hjá 

Kristni, hlutverk hans sem barón-

inn Ochs í Rósariddaranum eftir 

Richard Strauss sem hann söng í 

Metropolitan-óperunni í New York 

í upphafi árs er eitt af hans upp-

áhaldshlutverkum á ferlinum. ?Þetta 

er eitt stærsta og flóknasta hlutverk 

sem hefur verið samið fyrir bassa 

og það er mjög skemmtilegt, þetta 

er kómískt hlutverk, hann er hálf-

gerður vitleysingur,? segir Krist-

inn. ?Svo var sýningin sýnd beint 

í kvikmyndahúsum um allan heim, 

reyndar í 47 löndum og var afar vel 

sótt. Mér er sagt að Metropolitan 

hafi meiri tekjur af þessum beinu 

útsendingum  en sýningunum sjálf-

um.?

Kristinn talar hér af reynslu. 

Hann hefur lifað af óperusöngn-

um síðan á níunda áratugnum og 

sungið í ótal uppfærslum í Evrópu 

og Bandaríkjunum. Kristinn sá þó 

ekki fyrir sér líf á faraldsfæti þegar 

hann hóf nám í söng. ?Ég stefndi að 

því að gera sönginn að lifibrauði, en 

alveg eins á Íslandi og í útlöndum. 

Og þegar ég var að læra til dæmis 

í Vín þá datt mér ekki í hug að sá 

draumur að syngja í Vínaróper-

unni myndi rætast.  Á þessum ferli 

mínum hefur allt gengið hægt og 

sígandi, þannig að þegar ég söng 

í Vínaróperunni í fyrsta sinn, þá 

kom það bara í framhaldi af því sem 

hafði gerst áður og var ekkert gríð-

arlegt stökk.?

Langt í vinnuna

Kristinn lærði fyrst söng hjá Guð-

mundi Jónssyni hér á landi en nam 

svo í Vínarborg. Hann var samn-

ingsbundinn í Wiesbaden í Þýska-

landi í nokkur ár en flutti heim 

með fjölskyldunni, eiginkonunni 

Ásgerði Þórisdóttur og sonunum 

tveimur árið 1993. ?Ég var farinn 

að syngja svo mikið úti um allt og 

vera svo mikið að heiman að það 

var í rauninni rökrétt að fjölskyld-

an flytti heim og hefði þá baklandið 

hér. En síðan 1993 má segja að það 

hafi verið lengra í vinnuna hjá mér 

en hjá flestum,? segir Kristinn og 

bætir við að hann reyni að koma sér 

sæmilega fyrir á hverjum stað. ?Ég 

helst nú ekki við á hóteli mikið leng-

ur en viku og reyni frekar að vera í 

íbúð. Svo nota ég tímann vel,  vinn 

mikið, er bæði með tónlist og bækur 

og stúdera gjarnan næstu hlutverk 

meðfram því sem ég er að undirbúa 

á staðnum. Ég reyni að gera heimil-

islegt hjá mér en maður venst þessu 

líferni nú aldrei alveg.?

Stundum skýst Kristinn til 

Íslands yfir veturinn en hann 

dvelst hér einkum langdvölum yfir 

sumartímann. ?Ég tek sumrin allt-

af frá fyrir Ísland,? segir Krist-

inn sem meðal annars notar þau 

vel til að sinna aðaláhugamálinu: 

?Ég er einn af þessum stangveiði-

vit leysingum, hef sinnt fluguveið-

inni af áhuga í fimmtán til tuttugu 

ár. Konan mín er með í þessu áhuga-

máli, hún er mjög öflug. Hún hnýtir 

að vísu ekki,? tekur Kristinn fram 

sem stundum tekur fluguveiðikittið 

með sér til útlanda og situr og hnýt-

ir á kvöldin. ?Ég er löngu orðinn for-

fallinn.?

Reynir að vera heima um jólin

Þrátt fyrir annir reynir Kristinn 

alltaf að koma heim yfir jólin. ?Ég 

reyni alltaf að vera hér á jólunum 

og það hefur eiginlega alltaf tekist, 

ég hef stundum komið heim á Þor-

láksmessu og einu sinni á aðfanga-

dag. Ég afþakkaði meira að segja 

einu sinni boð um að syngja í Metro-

politan-óperunni til þess að geta 

verið hér,? segir Kristinn og rifj-

ar upp jól sem haldin voru annars 

staðar en á Íslandi. ?Einu sinni var 

ég að syngja í La Bohème í óper-

unni í París og þá kom fjölskyldan 

út. Ég var meira að segja að syngja 

á aðfangadagskvöld. Frakkar halda 

jólin 25. desember þannig að það 

var hálfgerð Þorláksmessustemm-

ing þegar við gengum út af sýn-

ingunni, svo fórum við út að borða 

og vorum ekki komin heim fyrr en 

klukkan tvö. Þá opnuðum við pakk-

ana.?

Kristinn var einn vetur í námi 

í Washington í Bandaríkjunum og 

segir kennara sinn þar, John Bull-

ock, hafa gert hann endanlega að 

sjálfstæðum söngvara. ?Ég fór 

til hans fyrir milligöngu barit-

ónsöngvara sem ég kynntist hér, 

Williams Parker, sem var einstak-

ur maður og sterkur ljóðatúlkandi. 

Hann bauðst til að koma mér í sam-

band við fyrrum kennara sinn, 

Bullock, sem má segja að hafi gjör-

breytt mörgu hjá mér. Hann kenndi 

mér að túlka tilfinningu í texta og 

tónlist, sagði oft við mig: ?Þú ert 

ekki bara að syngja falleg lög og 

tóna, þú ert að syngja eitthvað sem 

er svo tilfinningalega sterkt að það 

verður að brjótast út.? Þessi aðferð 

hefur síðan haft áhrif á allt sem ég 

hef gert og nú er hún mér alveg eðl-

islæg. Ég tek aldrei texta án þess 

að hugsa hvernig skáldið hefði sagt 

hann og hvaða orð skipta meira 

máli en önnur, eru tilfinninga-

bæru orðin í textanum. Ég reyni að 

vinna eins og leikari myndi vinna 

með texta,? segir Kristinn. Þess 

má geta að John Bullock er faðir 

Söndru Bullock sem var að hasla 

sér völl sem leikari þegar Kristinn 

var í Bandaríkjunum. 

Vinnusemi skiptir höfuðmáli

Kristni vefst tunga um tönn þegar 

hann er spurður hverju hann þakki 

sinn frama: 

?Ég hef verið heppinn, verið rétt-

ur maður á réttum stað. En svo er 

snýst árangur fyrst og fremst um 

vinnusemi og vera trúr sjálfum sér 

og viðfangsefninu. Það er í raun 

ekkert til sem heitir fullkomnun, 

það er alltaf hægt að gera betur. Ég 

reyni að keppa ekki við aðra söngv-

ara, heldur einungis við sjálfan mig. 

Stundum er sagt að maður sé aldrei 

betri en síðustu tónleikar segja til 

um og ég hef lifað samkvæmt því. 

Maður verður alltaf að leggja sig 

allan fram, því það er bara síðasta 

sýning sem gildir.?

VIÐTAL: Kristinn Sigmundsson söngvari

Réttur maður á réttum stað

KRISTINN SIGMUNDSSON Það venst aldrei alveg að vera á faraldsfæti allan veturinn, segir Kristinn sem tekur sumrin frá fyrir Ísland, og jólin sömuleiðis. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

Árið 1985 var gefin út jólaplatan Ég held 

glaður jól með Kristni Sigmundssyni og Mót-

ettukór Hallgrímskirkju. Platan hitti í mark hjá 

þjóðinni og varð metsöluplata. Nú 25 árum 

síðar rifja Kristinn og kórinn upp jólalögin á 

tónleikum í Hallgrímskirkju sem bera sama 

heiti og platan góða. Björn Steinar Sólbergs-

son leikur á orgel og Hörður Áskelsson stjórn-

ar kórnum á tónleikunum sem haldnir verða 

29. og 30 desember.

Ég held glaður jól

Sigríður Björg 

Tómasdóttir

sigridur@frettabladid.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64