Fréttablaðið - 28.03.2011, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 28.03.2011, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 28. mars 2011 27 – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 41 98 0 3/ 11 *Gildir út mars 2011. 15% afsláttur * af öllum stærðum af Nicorette Fruitmint. Dæmi: 2 mg, 210 stk. Áður: 4.975 kr. Nú: 4.229kr. Lægra verð í Lyfju E N N E M M / S ÍA / N M 4 5 7 4 1 INGVAR HELGASON og B&L • Sævarhöfða 2, sími 525 8000 www.isuzu.is * Kynningartilboðið gildir aðeins í takmarkaðan tíma eða meðan birgðir endast. Aukalega á mynd: stærri dekk og gangbretti. KYNNUM NÝJAN OG BREYTTAN D-MAX Í Isuzu D-Max eru þægindi og öryggi hluti af heildinni. Ökumaður hefur góða yfirsýn yfir skýrt mælaborð og allir takkar og stjórnhlutir eru í þægilegri fjarlægð. Sjálfskiptingin er mjúk og lipur og rafstýrðir stjórntakkar fyrir fjórhjóladrif eru á hentugum stað í mælaborði. HESTAKERRUR FELLIHÝSI HJÓLHÝSI BÁTAKERRUR 5.99O.ooo kr.VERÐ: Kynningarpakki: PallhÚS FYLGIR MEÐ!* HÖRKUTÓL! D-Max státar af mestri dráttargetu í sínum flokki pallbíla HANDBOLTI Fram vann magnaðan sigur gegn Haukum í gær á Ásvöll- um í 19. umferð N1-deildar karla, en leiknum lauk með 34-22 sigri Safamýrarpilta. Framarar eru greinilega búnir að hrista af sér slenið í N1-deild karla því þeir fylgdu eftir góðum sigri á Selfossi á fimmtudags- kvöldið með því fara á kostum á Ásvöllum í gær. Framarar hófu leikinn af mikl- um krafti og náðu fljótlega góðu forskoti sem þeir héldu út leikinn. Haukar sáu aldrei til sólar og voru hreinlega skelfilegir á öllum svið- um. Einar Rafn Eiðsson, leikmað- ur Fram, var atkvæðamestur hjá gestunum með átta mörk. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Haukar, átti í raun fínan leik en hann varði 18 skot. „Þetta var bara afhöfðun með öllu,“ sagði Einar Örn Jónsson, leikmaður Hauka, eftir leikinn í gær. „Það er sama hvar litið er á okkar leik, það var allt í rusli. Varnarleikur okkar var hræðileg- ur og ekkert gekk upp hjá okkur sóknarlega.“ „Þetta var mun auðveldara en ég bjóst við,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram, eftir sigurinn í gær. „Við náðum góðu áhlaupi á þá í byrjun leiks og aldrei þessu vant héldum við forskotinu. Bæði þessi lið erum að berjast um að komast í úrslitakeppnina og því eru þetta algjörlega fáránleg úrslit. Það voru allir að leggja sitt af mörk- um í dag og menn virtust geta leyst hvaða hlutverk sem er,“ sagði Jóhann Gunnar sáttur eftir leikinn í gær. - sáp Framarar völtuðu yfir Hauka á Ásvöllum í gær: Tólf marka Framsigur JÓHANN GUNNAR EINARSSON Lék vel í gær en hér hefur Freyr Brynjarsson náð taki á boltanum og kannski aðeins meiru. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Keflavík komst í gær í úrslitaeinvígið um Íslandsmeist- aratitilinn eftir sigur, 70-62, gegn KR í DHL-höllinni, en þær unnu því einvígið 3-1. Keflvíkingar byrjuðu leikinn mjög vel og náðu fljótlega ákveðnu frumkvæði í leiknum. Heimastúlk- ur komu þá til baka og virtust ætla ná yfirhöndinni í leiknum en Keflavík var aldrei langt undan. Í fjórða leikhlutanum kom virki- lega öflugt Keflavíkur lið til leiks en þær gáfu KR-stúlkum aldrei færi á að komast inn í leik- inn. Keflavík er því í úrslitum og mætir þar annað hvort Njarðvík eða Hamarsstúlkum. „Við ætluðum okkur í úrslit og því erum við í toppmálum,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í gær. . „Þetta var hörkuleikur þar sem tvö frábær lið mættust en þegar upp er staðið var það fjórði leik- hlutinn sem skilaði okkur þessum sigri. Liðið er skipað gríðarlega reyndum leikmönnum sem hafa spilað milljón svona leiki og það hjálpar mikið í svona leik. Ég er með stórkostlegt lið í höndum og það frábært að sigra þær á þeirra eigin heimavelli,“ sagði Jón Hall- dór. „Þetta er alveg hræðilega sárt,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn í gær. „Ég tek stelpurnar aðeins inn á mig og þegar þeim líður illa líður mér illa. Þegar upp er staðið þá komum við bara ekki með nóg í þetta einvígi. Við vorum með ákveðin tök á þessum leik alveg fram í fjórða leikhluta en þá fórum við að gera of mikið af mistökum,“ sagði Hrafn að lokum. - sáp Keflavíkurkonur komust í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á KR: Með stórkostlegt lið í höndunum LISA KARCIC Keflavík hefur unnið báða leiki sína með hana innanborðs. Hér er hún í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.