Íslendingur


Íslendingur - 10.12.1915, Blaðsíða 1

Íslendingur - 10.12.1915, Blaðsíða 1
ISLENDINGUR. ♦ ♦•• • ♦•♦♦ ♦♦• ♦-• •-•-•-••••••♦••-•• I. árg. Ritstjórar: Ingimar Eydal og Sig. Einarsson. — Akureyri, föstudaginn 10. des. 1915. • • • • • •• • • • • • ••-•-•-• •-1 •••••••• • • • •• !•• • • ••• I » • • ••••-•• Bókasafnið opið þriðjudaga, fimtudaga laugardaga 5—8, sunnudaga 4—8. Bæjarfógetaskrifstofan opin virka daga 10—2 og 4—7. ' Bæjargjaldkeraskrifstofan opin virka daga 6—7, nema laugardaga 6—8. . íslandsbankinn opinn virka daga 11 — 2. Landsbankinn — — — 11—2. Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga, helga daga 10—12 og 4—7. Pósthúsið opið virka daga 9—2 og 4—7 sunnudaga 10—11. Pingid og kjósendurnir. ^ Oft heyrist kvartað yfir störfum Alþingis, þinginu yfirleitt legið á hálsi fyrir ýmsar gerðir sínar, og ef ekki vill betur til, er því brugð- ið um ódugnað og því úthúðað fyrir það, sem það hefir ógert lát- ið, en sem talið er nauðsynlegt, að það hefði komið í verk. Flestir munu kannast við ummæli lík þessu að afstöðnu þingi: Hvað hefir nú þingið gert í sumar? Ekk- ert, alls ekkett, sem verulegt gagn er að. Þinginu er með öðrum orðum ýmist brugðið um aðgerðaleysi eða þá rangar gerðir, það er: vanrœkslu- syndir og verknaðarsyndir. Hjer skai ekki um það rætt, að hve miklu leyti þessir dómar eru á rökum bygðir. Ganga má að því vísu, að þeir sjeu að einhverju leyti sleggjudómar, og þó munu flestir vera þeirrar skoðunar, að nokkurn sannleik hafi þeir að geyma og hann alt of mikinn. Álasið um störf þingsins kemur eðlilega af vörum kjósenda til AI- þingis. Eigi nokkrir að dæma gerð- ir þingsins, þá eru það að sjálf- sögðu kjósendur, því þingmenneru fulltrúar þeirra í löggjafarstarfinu. En þvf mega kjósendur ekki gleyma, að þegar þeir eru að lasta gerðir þingsins, þá eru þeir að nokkru leyti að álasa sínum eigin gerðum, því þingmennina hafa þeir sjálfir kosið og sent á þing, og að líkindum hafa þeir verið valdir til þingfarar, sem að kjósenda eigiu dómi hafa verið best til þess falln- ir fyrir allra hluta sakir að styðja að velferð þjóðarinnar með nyt- sömum lagatilbúnaði. Komist kjósendur að raun um, að þingmenn hafi brugðist trausti þeirra, þá eiga þeir að skifta um við næstu kosningar, og hefir þetta iðulega borið við, en þó er einsog þetta hafi borið fremur lítinn ár- angur, því ekki linnir ásökunum í garð þingsins að heldur, en,.sýnast fremur fara vaxandi. Mörg orð hafa um það heyrst fyr og síöar, að embættismenn væru hinir óþörfustu á þingi, því þeir hugsuðu ekki um annað en að skara eld að sinni eigm köku, og kærðu sig kollótta um kjör alþýðunnar og hefðu heldur ekki nægilega þekk- ingu á þeim. En einkennilegast er, að þegar til kosninga hefir komið, hafa bændur, þrátt fyrir allar ræð- urnar um embættismennina, kosið þá hóþum saman á þing og jafn- vel hafnað sinnar eigin stjettar mönnum, þótt þeir hafi verið í boði. Enginn vafi er á því, að bændur ættu að vera í meiri hluta á þingi, það er að segja, ef þeir eru því vaxnir að vera þingmenn; þess- vegna er mjög mikils um vert, að landið eigi mentaða og víðsýna bændastjett, en á það mun mikið skorta enn. Vel mentaðir og víðsý.iir bændur i meiri hluta á þingi, það á að vera framtíðármarkið. En því marki verður ekki náð, fyr en bændur alment þekkja og skilja sinn vitjunartíma og kunna að beita valdinu til blessunar fyrir Iand og lýð. Til Matthíasarjochumssonar 11. nóv. 1915. Kalt þó sje i kjöltu kvánar i veldi Ránar, ól hún samt og elur andans menn i landi. Einn ert þú sem ornar oss, með þinum blossum. Hér brœðir, sem hytinn, hjarn áttrœða barnið. Bóndinn, heima bundinn, bindur þér i skyndi knippi blöma-knappa, konungur bjartra vona. Lengi enn með ungum áttu, dags og nátta, lij og drottinn lofa. Lif heill, blessun drifinnl D. J. Vísa, send þjóðskáldinu á 80. afmælisdegi [hans. Miðinn káta kveðju ber „kónginum mipum glöðum. Árs og friðar árnar þjer Ólöf þln á Hlöðuml ‘Vn-15. Straumhvörfin í »Norðurlandi«. í 41. tbl. »Norðurlands« þ. á. steudur grein með yfirskriftinni »Straumhvörf«. Fallegt nafn á ljótum unga! Ritstjórinn (því ritstjóragrein á þetta vfst að vera) kemst að þeirri niður- stöðu, að bannlögin okkar margnefndu séu að hafa endaskifti á þjóðinni, séu að gerbreyta hugsunarhætti hennar og öllu framferði. Satt er það, að þótt bannlögin séu ekki búin að starfa hér lengi, hafa þau breytt útliti þjóðarinnar töluvert; máð margan ljótan bletl af iána henn- ari l>að mun reynslan sýna, að þegar þau eru búin að standa um nokkurra ára skeið, lítur margt öðru- vfsi út hjá okkur en við áttum að venjast fyrir svo sem 10 árum síðan —þó ekki sé lengra farið aftur í tím- ann. En það var víst ekki þessi hlið máls- ins, sem áminst grein átti að sýna, því hún er samsuða af stóryrðum og illgirnis-sleggjudómum umallaþá menn, er á þingi hafa setið síðari ár; sting- ur það illa f stúf við alla þá sætmælgi og fagurgala, sem Norðurland hefir helt út yfir suma þingmenu vora, síð- an það komst í hendur núverandi rit- stjóra þess. En má eg nú spyrja herra ritstjór- ann, hvort ekki myndi hyggilegra tyr- ir hann, að tala ekki í nafni þjóðar- innar, þegar hann er að kasta saur að bannlögunum. Þjóðin hefir kosið þessa »æstu« bannlagafylgjendur á þing, en látið hina sitja heima, eins og ritstj. Norðurlands hefir sjálísagt í fersku minni írá sfðustu kosningum. Og þess- ir fulltrúar þjóðarinnar hata ekki svik- ið hana í trygðum né loforðum, þrátt íyrir ósvífnustu tilraunir bannóvina til að fá Iögunum hnekt á einhvern hátt. Sé þeim þökk fyrir og ævarandi heiður. Að mfnu áliti er alþýðan, hinn ó- spilti kjarni þjóðarinnar, bannlögunum fylgjandi, að minsta kosti hafa engar óánægjuraddir heyrst úr þeirri átt yf- ir framgangi þeirra og sigursæld á þinginu. Sem betur fer, finnur fjöld- inn hið sanna frelsi í öðru, en að svala lægstu fýsnum sfnum. Dýrseðlið blindar ekki hugi n e m a , einstaka manna. Og meðan alþýðan þegir, eins og hún er þó vfða sárt leikin af völdum bannfjenda og hlutleysi og deyfð lög- reglunnar í Iandinu, er það hrein og bein ösvífni að úthúða bannlögunum í nafnijhennar. Slíkt alhæfi er ekki sæm- andi öðrum en þjóðarfjöndum og hugs- unarlitlum »hrossabrestsmönnum«. Vill Norðurlandsritstjórinn láta telja sig í þeirra hópf Þeir, sem vilja vínbannslögin af- numin, eiga að rita, eða ræða um þau j* 36 * tbí * •••••••• af viti, færa rök fyrir máli sínu — ef þeir geta — en ausa ekki yfir þau ill- yrðum og óþverta. En máske verður Norðurlandsritstjóranum og hans fylgi- fiskum sú leiðin seinfærari. Þó eg sé ekki spámaður, get eg sagt Norðurlandi það fyrirfram, að þegar þjóðin gengur að kosningum næst, verður straumhvarfaóþverrinn þess horfinn í »gleymskunnar sjó«. Þær kosningar eiga að vera og verða háðar um málefni, setn enn er álitið barn í vöggu. Að endingu skal eg benda Norður- landsritstjóranum á það, að hann gerði þjóðinni þarft verk, ef hann vildi benda henni á þá menn, sem mest brjóta ^ bannlögín, og rekja orsakir framkomu þeirra til rótar. Geri hann það, ef hann cr maður til. Halldór briðjónsson frá Sandi. »Hljómsveit Akureyrar« nefnist félag hér í bæ, sem síðast liðinn vetur stundaði samspil nokk- urra hljóðfæra. Ljet þessi hljómsveit (Orkester) þá heyra til sfn nokkrum sinnum og gast mönnum framar von- um vel að, þegar þess var gætt, hve stuttan tíma mennirnir höfðu iagt stund á jafn vandasama ment, og þat við bættist, að þeir gátu aðeins stundað þessa list í frítímum sfnum, eftir langa og stranga erfiðisvinnu. Svo mun vera varið lífsstöðum sumra þeirra er í hljómsveitinni .eru. Síðastliðinn sunnudag ljet hijóm- sveitin heyra til sín f Good-Templ- arahúsinu, fyrsta skifti á þessum vetri. Ljek hún 11 lög eftir ýmsa tónsmiði. Verður ekki annað sagt, en að samspilið hafi yfirleitt farið mjög lag- lega. Stjórn flokksins var í höndum hr. Hjalta Sigtryggssonar. Ljet hon- um mjög vel að stjórna flokknum og sýndi hann þar glögga söngstjóra- hæfileika — bæði lipurð og alvöfu °g 'jet gegna stjórn sinni fljótt og vel. Menn skemtu sér hið bezta, ef marka má lófaklapp og »da capo«- hróp áheyrendanna, þvf svo má segja að hljómsveitin yrði að endurtaka hvert lag, er á skemtiskránni var. Vonandi Iáta þessir áhugasömu menn ekki hjer við sitja, heldur verða þeir að halda áfram hærra, hærra — ná frekari fullkomnun f þessari list og láta oss njóta góðs af smátt og smátt. Wonhonni {yrir eínhleypan fæst nui ut!i yi til leigu frá j61um og fram á vor. Ritstj. vtsar á. : »íslendingur« kemur út einu sinni í í Viku. Verð frá byrjun til áramóta 2.25 ; kr., er borgist fyrir 1. júlí. — Upp- S sögn (skriileg) bundin við áramót, er í ógild nema komin sje til annars hvors - ritstjórans fyrir 1. okt., og sje kaup- í andi skuldlaus við blaðið. ÍAfgreiðslumaður blaðsins er hr. Hall- grímur Valdemarsson, Hafnarstræti 39. Nærsveitamenn eru beðnir að vitja : blaðsins í Kaupfjelagsverslun Eyfirð- 2/i2 1915.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.