Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 20.06.1930, Blaðsíða 1

Íslendingur - 20.06.1930, Blaðsíða 1
ISLENDINGUR Talsími'105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XVI. árgangur. Akureyri, 20. júní 1930 Gagnfrædaskóli Nordurlands. (Sungið á|50 jra almæli skólans á Möðrnvöllum ob [Akureyri iagana 31. rnaí og 1. júní 1930). I. vono er komið heim í Hörgárdalinn, heilsar á ný og fagnar gömlum vinum, ber frá þeim kveðju, er kól og fjellu í valinn, kemur með söng og gleðst með öllum hinum. Vorið það heilsar vinum sínum öllum: Velkomnir aftur heim að Möðruvöllum! Margt hefir breytst og margs er hjer að sakna. Mörgum er ljúft að gista fornar slóðir. Moldin er trygg og minningarnar vakna. Máli hins liðna tala steinar hljóðir. Margt hafa árin tengt við gamla grunninn. Geymt er hjer margt — og þó er skólinn brunniim. Bræður og vinir, blessum liðna daga. Breytingum tímans æðri kraftar ráða. Vel er, ef okkar verk og æfisaga verða þeim lingu hvöt til nýrra dáða. Þá hafa rætst í íslandsbygðum öllum óskir, sem fengu líf á Möðruvöllum. II. Það boðar líf að læra og ljós, að stefna hátt, og því skal þakkir færa og þroska hugans mátt. Þeim opnast ótal vegir, sem upp á tindinn fer, og lengra andinn eygir en auga mannlegt sjer. i ^lag skal hátíð halda og heiðra hvern þann mann, sem verður góðra gjalda að göfgu starfi vann. Nú birtast bænir hljóðar og blessun þúsundföld. Hjer voru vættir góðar að verki -— í hálfa öld. III. í djúpi andans dafnar eilíf þrá. Alt dauðlegt kyn vill æðri þroska ná. Þeir skynja fyrstir lífsins leyndu mál, sem læra að skilja sína eigin sál. Sú þörf, sem menn til meiri fræðslu knýr, er merki þess, hvað inni fyrir býr. Sá vitkast mest, sem vinnur þyngsta raun. Vinna er máttur, þekking sigurlaun. Þó eldri kynslóð eigi lög og heit, þarf æskan samt að hefja nýja leit. Margt fagurt orð er fornum rúnum greypt, feðranna reynsla dýru verði keypt. Sinn leyndardóm hið liðna í skauti ber. Alt líf er samstarf þess, sem, var og er. Hin forna speki, minninganna mál, er megnug þess að styrkja unga sál. Sjá, hinna föllnu nýtur æskan enn, sem unnu göfug störf og voru menn, sem gátu fjötur fáviskunnar leyst, fræðsluna auldð, giftu landsins treyst. Öll þjóðin skilur þeirra tign og dáð. Með þeirra hjálp var mörgum sigri náð. Og hver, sem heill að þjóðar viðreisn vann, er verður þess, að æskan blessi hann. IV. Það fylgir því ábyrgð að fara með völd, það fylgir því ábyrgð að lifa, og þjóðin man nöfn þeirra öld eftir öld, sem örlagarúnirnar skrifa. En öllum, sem virða sín helgustu hei’t, er heimurinn opinn og fagur, • og fagnandi og ung er hin frjálsborna sveit, en fram undan — skínandi dagur. Hún lifir og nemur þau lönd, sem hún á. Hún logar af heilögum eldi. Úr skínandi draumum og skyldunnar þrá hún skapar sitt framtíðar veldi. Þó bjart sje í lofti, þá birtir þó enn -j:m bygð hinna hrjóstrugu landa. 011 veröldin hrópar á máttugri menn, á meiri og voldugri anda. V. CJndir skólans mentamerki mætast vinir enn í dag. Sýnum öll í vilja og verki vöxt og trú og bræðralag. Forna dáð er fremd að rækja Fagrir draumar rætast enn. Heill sje þeim, sem hingað sækja. Höldum saman, Norðanmenn! Enn er liðinn langur vetur, loftin blá og jörðin græn. Hefji hver, sem hafið getur, huga sinn í þökk og bæn. Svo skal lofa liðna daga að líta fram og stefna hátt Þá fær íslands unga saga æðra líf og nýjan mátt. Alt skal lúta einum vilja. Alt skal muna þennan dag. Allir, sem við skólann skilja, skulu syngja þetta lag. Sýnum öll á sjó og iandi sigurþrek hins.vitra manns. Sýnum það, að afl og andi eigi skóla norðanlands. Davíð Stefánsson, frá Fagraskógi. Sá einn, sem áfram sækir á andans þyrnibraut, og stæltur störf sín rækir, hann storkar hverri þraut. Hann ber sitt manndómsmerki. Hann markar öði-um slóð. Hann vex með sínu verki. Hann vitkar sína þjóð. 33. tölubl. BAKURGYRAR BIO■ Ijaugardagskvöldið kl. 8’/a1 Ný mynd! Flugálfarnir. Mikilfengleg cirkus-mynd, sem mjög hefur verið rómuð utan- lands. — Aðalhlutverkin leika: Fee Malten og Henrich George. Sunnud. kl. 5: Niðursett verð. Alþýðusýning. Litla kærasfan. Gamanleikur með \ilma Banky í aðalhlutverkinu. Sýnd í síðasta sinn. Sunnudagskv. kl. ö1/"1 Ný mynd! Baskervilla^ hundurinn. Kvikmyndasjónleikur í 7 þátt- um um hina alþektu samnefndu sögu Conan Doyle. Mun marg- an, sem lesið hefur um afreks- verk Scherlok Holmes, fvsa að sjá þau færð út á kvikmynd. Landskjörið. Um 70 prc. kosið. Kosningaþálttakan góð víaðsthvar um landið, og er talið að um 70%” kjósenda hafi neytt atkvæðarjettar síns, þó frjettir sjeu enn ekki fengn- ar allstaðar að. í kaupstöðum landsins voru at- kvæði greidd sem hjer segir: Reykjavík Akureyri Hafnarfirði Vestmannaeyjum ísafirði Siglufirði Seyðisfirði Neskaupstað 6148 atkv. 915 — 785 - 746 - 584 — 335 - 267 — 251 — Alls 10071 atkv. Hjer í Eyjafjarðarsýslu voru greidd rúmlega 940 atkvæði, og sýndu hrepparnir þessa útkomu: Svarfaðardalshreppur 160 atkv, Saurbæjarhreppur 172 — Qlæsibæjarhreppur 120 — Arnarneshreppur 100 — Öngulstaðahreppur 101 — -

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.