Íslendingur


Íslendingur - 02.09.1932, Blaðsíða 2

Íslendingur - 02.09.1932, Blaðsíða 2
2 ÍSLHMDINGUR öðru fólginn. Pann koslnað er auðvelt að fá iækkaðan með bætt-' um vinnubrögðum á Aiþingi. Pað verður að setja takmörk við þeirri gegndariausu frumvarpamergð — sem. nú rignir yfir Alþingi, og sér- stakiega verður að finna hagkvæm- ari leið við afgreiðslu fjárlaga. — Fengist bót á þessu, mundi spar- ast stórfé og það margföld sú upp- hæð, sem leiddi af smávegilegri fjölgun þingmanna. Símskeyti. Rvík 1. sept. 1932. Útlend: Frá Berlín: Tilkynnt hefir verið opinberlega, að stjórn Pýzkalands fari fram á hernaðarlegt jafnrétti við stjórn Frakklands. — Hindenburg hefir veitt v. Papen heimild til að rjúfa ríkisþingið, ef hann álítur þess þörf. — Samkv. fregn frá sendi- herra Bandaríkjanna í Berlín til verzlunarráðuneytisins í Washing- ton, áforma Þjóðverjar víðtækar innflutningshörnlur. Frá Khöfn: Forvextir í Noregi og Svíþjóð hafa lækkað um 2 /nn/end: Nýi kirkjugarðurinn í Fossvogi verður vígður á morgun. — Tveir botnvörpungar eru farnir á ísfisk- veiðar og þann þriðja er verið að útbúa,— Halldór Hansen hefir sam- ið doktorsritgerð, sem tekin hefir verið gild, og á vörnin að fara fram í haust. — Viðskiptasamningsum- leitanir Norðmanna og fslendinga hófust á ný í Odo í gær, og hefir deild Norska bændasamlagsins í Setesdai sent samninganefndinnni mótmæli gegn iækkun kjöttolisins í Noregi. — Gunnar Pálssan söng í Nýja Bió síðastliðið miðviku- dagskvöld. Frú Else Pálsson kona söngvarans var við hljóðfærið. Gunn- ar Pálsson er allmörgum Akureyring- um kunnur sem söngmaður, frá þeim tímum sem hann dvaldi hér, áður en hann fór til Vesturheims. Einnig kom hann heim nokkrum árum síð- ar, snöggva för, og lét þ:i um leið til sín heyra. Ekki er um að villast, að nú hef- ir rödd hans tekið framförum, vaxið að tónmagni að miklum mun. Hún er hár og bjartur tenör, sæmilega stöðugur í rásinni að ofan en dýpstu tónarnir hreimlitlir, í sönginn vantar nokkuð þá hlýju, þann innri yl, sem hann þyrfti að hafa til að bera og ef til vill beitir söngvarinn rödd sinni um of á kostnað fegurðarinnar. En samt sem áður verður ekki annað sagt en að víða kendi tilþrifa og töluveiðrar glæsimennsku í söng hans, og hann syngur ávalt hreint, sem er ómetanlegur kostur. Af lögum er mér fanst einna best með farið, vil eg nefna: • Consider and hear me« (Wooler) »Jeg elsker dig« (Grieg), »Questa o quella« (Verdi), »Kveldriður« (Kalda- lóns). Söngvarinn hlaut hinar beztu viðtökur hjá tilheyrendum sínum, sem hefðu gjarnan mátt vera miklu fleiri. Söngvinur. Afskorin garðablóm til ■ .sölu á-Sjónarhæð. Síðastliðinn sunnudag var hin nýja Siglufjarðarkirkja vígð af biskupi landsins Dr. theol. Jóni Helgasyni- Hófst athöfnin með því að biskup og 5 klerkar gengu í skrúðgöngu frá gömlu kirkjunni og báru muni hennar, biblíu, handbók, kaleik, pat- ínu og annað til nýju kirkjunnar. — Var hún þá þegar orðin troðfull af fólki og komst ekki líkt því allt þaö fólk inn sem vildi. Nú fór biskup fyrir altari og tók þar við mununum úr höndum klerkanna. Skrýddust þeir síöan rykkilínum og tóku sér sæti í kór. Var síðan sunginn kirkju- vígslusálmr.r, en að honum loknum flutti biskub vígsluræðu frá altari. Að ræðunni lokinni fór vígslan fram og aðstoðuðu við hana prófast- ur Eyjafjarðarprófastskjördæmis og sóknarprestar Hvanneyrar, Möðru- valla og Akureyrarprestakalla. Að vígslunni lokinni hófst venju- leg guðsþjónusta og framkvæmdi sóknarpresturinn hana. Skírði hann um leið 3 börn í messunni. Sú ný- breytni var viðhöfð í messulokin, að þrír þjónuðu frá altari, biskup, pró- fastur og sóknarprestur staðarins. Hefir það sennilega ekki sézt hér á landi fyr. Sönginn annaðist blandaður kór og karlakórinn »Vísir«. Fór hann prýðilega og yfirleitt var athöfnin öll tilkomumikil. Hin nýja kirkja er í alla staði hið veglegasta Guðshús og Siglfirðingum til hins mesta sóma. Teikningu hennar hefir Arne Finsen gert en en bygginguna hafa þeir Jón Guð- mundsson og Einar Jóhannsson ann- ast að öllu leyti. Eftir því sem næst verður komist, kostar hún eins og hún stendur nú um 130 þúsund kr.. en auk þess hafa henni gefist ýmsir góðir hlutir, svo sem ljósa- tæki öll, altari og prédikunarstóll, orgel, sem að vísu er ennþá ekki komið, og margt fleira. Má fullyrða að með hinu gefna kostar hún full- búin að minnsta kosti 150 þú.s. kr, Við vígsluna munu hafa verið um 1000 manns. HelsÉf í mufe'sfraifaðj 1931. (Úr skýrslu til landlæknis). Framh. ÁJengisnaiitn. Mér dylst það ekki, að ofdrykkja hefir farið í vöxt í héraðinu á síð- ustu árum, einkum meðal yngri manna — og kvenna einnig nokkuð. Margir unglingar hafa fallið í freistni fyrir Spánarvínunum og lært á þeim að drekka. En nú heíir bæzt í bú- ið, í þessu læknishéraði eins og fleirum, ef ekki flestum héruðum lands vors, ný tegund görótts drykkjar, sem Landi er kallaður hér 1 sveit og líklega svipaður Höskuldi syðra. Pað er misjafnlega látið af vörugæðunum, en suma hefi ég heyrt hrósa þessum íslenzka iðnaði og telja það framför mikla, sem margur hefði efast um fyrir 30 ár- um síðan, að íslenzkir, óbreyttir og óskólalærðir sveitamenn mundu nú geta framleitt brennivín, engu lak- ara en danskt kornbrennivín, bæði handa sjálfum sér og jafn vel handa sjálfum verzlunarstjórunum í kaup- staönum, Ekki vantar gáfurnar hjá vorri frjálsbornu þjóð! Sá orðrómur gengur hér á Akur- eyri, að vínverzlun ríkisins hér í bæ hafi sí-minkandi aðsókn og afsetn- ingu, síðan Landinn fór að útbreið- ast, ýmist gefins eða með gjafverði. Einnig heyri ég því hrósað, að þetta ísienzka vín hafi þegar dregið nokkuð úr innsmyglun brenndra drykkja írá úttöndum. Pykja það að vissu leyti góð tíðindi, úr því út- lend munaðarvara á að bannfærast og viðkvæðið er »styðjið íslenzkan iðnað«, — Pað er fyrst á þessu ári 1931, sem við læknar héraðsins höfum orðið varir við landann: Ég heíi nokkrum sinnum séð mena ýmist góðglaða eða vel drukkna af þessu heimabruggi. — í nokkur skipti hefir mér verið boð- ið að bragða, og hefi ég þá, hlýð- andi orðum postulans, »reynið og prófið alla hluti«, og meðfram af embættisskyldu, sopið á til að for- vitnast um drykksins bragð og vara- sömu náttúru. Úað hefir í tvö skifti vakið furðu mína, hve vel hafði tek- ist bruggunin, en einnig hefi ég séð gráleita og grugguga blöndu, er mér fannst ódrekkandi, Ég skal þó taka það fram, að hvorki hefi ég né aðrir læknar héraðsins enn orðið varir við, að neinum hafi orð- ið meira meint af landanum en venjulegu útlendu brennivíni, enda getur hér tæplega verið að ræða um annað en etýl-alkohól, þar sem efnin eru aðeins sykurblanda og ger, I-linns vegar er fyrirsjáanlegt að þessi leyni-iðnaður geti haft margt illt í för með sér. í sveitum, þar sem einmitt eru miklu meiri brögð að heimabruggun en í kaup- túnunum, þar hefir um langa hríð verið lítið um vínföng, svo að meg- inþorri manna, einkum þeirra yngri, hefir lítt eða ekki orðið fyrir freist- ingum. Nú er eins og uppspretta sé fundin, þar sem öllum býðst ó- dýr, ginnandi drykkur. — Hér er svipuð hætta á ferðnm og þegar mislingar og aðrar farsóttir koma að landi eftir langt hlé. Éá verður sóttin miklu magnaðri en ella. Líkt verður hér um brennivínið, sem snögglega sprettur upp að mönnum því nær óvörum. Menn glæpast á því, eins og af barnaskap, óvanir þeirri hættu, sem af því staí- ar, láta ginnast af tælandi áhrifum þess og kunna sér ekki hóf. Menn læra að drekka í laumi — í einlæg- urn feluleik, sem espar og örfar á- stríðuna, sem annars dottaði í kyr- þey. — Mér er sagt, að sumstaðar í sveit- inni séu að verða svo mikil brögð að heimadrykkjuskap, að húsmæður beri sig illa og kvarti sárt yfir því. Sagði einn kunningi minn, að nú væri að upprenna ný öld. -»Áður komu menn fullir úr kaupstað — nú koma þeir fullir úr sveitinni.« Um Akurevri kvað Gröndal forð- um: »enginn þaðan fullur kemst«. Skyldi þetta vísuorð eiga eftir að snúast upp á sumar sveitirnar? Éað þarf vissulega hið allra fyrsta að leita snjallra ráða til að kveða niður laumubruggið í landinu. Til þess gagnar ekkert, að senda and- styggilega þefara og njósnara út um landsins bygðir og inn á heim- ilin. Það gerir aðeins illt verra. Ekki er ég heldur trúaður á, að það hafi nokkra þýðingu, að fara að skerpa á ný refsiákvæði bann- laganna, t.d. með því að hóta hýð- ingum og líílátshegningu, heldur hygg ég að fyrsta stigið ætti að vera Hér með tilkynnist að jarðarför unnustu minnar, Kristínar Valdimars- dóttur, sem andaðist 28. ágúst, hefst frá heimili okkar í Hafnarstræti 37 á Akureyri, laugardaginn 3. septem- ber, kl. 1 e. h. Jakob Éorsteinsson. Öllum þeim, sem á einn eða ann- an hátt auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við jarðarför Guðmund- ar Halldórssonar, vottum við alúðar- fyllstu þakkir. Aðstandendur. Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim, sem á einn eða annan hátt sýndu okkur hluttekningu og hjálp- semi við fráfall ,og jarðarför Stefáns Éórarinssonar gullsmiðs, og heiðr- uðu minningu hans með nærveru sinni. Fjölskylda hans. Öllum þeim, sem auðsýndu mér samúð og hlutlekningu við fráfall og jarðarför sonar míns, Jónmundar Sigurvins Sigurðssonar, er andaðist 5 ágúst, vottá ég innilegt þakklæti. Sérstaklega þakka ég kvenfélagi Árskógsstrandar alla hjálp þess og bið guð að blessa það. Litla-Árskógssandi 27. ágúst 1932. Jakobfna Gunnarsdóttir. algert afnám bannlaganna, og að síðan verði tekin upp ný og mann- Úðlegvi stefna í baráttunni gegn áfengisbölinu, og heppilegast að rík- ið taki algerlega að sér tilbúning á öllum spíritus og annist alla út- vegun og sölu vínfanga, Það hefir löngu sýnt sig, að þjóð vor hvorki vill né getur hlýtt hin- um ströngu bannlögum, og að yfir- völdin hvorki vilja né geta fram- fylgt þeim eins og skyldi. Þrátt fyrir röskar tilraunir vors gáfaða og röggsama fyrverandi dómsmála- ráðherra (að honum ólofuðum fyrir sumt annað) varð aðeins litlu áork- að, og er vart trúlegt að öðrum tak- ist betur. Þeir drukku karlarnir eftir setn áður — bi'ennsluspritt, »glussa«, hárvatn o. fi. þegar ekki fékkst annað. En nú hefir versnað um allan heltning síðan landinn kom til sögunnar — líklega einmitt fyrir tilstilli alls dugnaðárins. Bannið hefir orðið samskonar hneyksli hjá okkur eins og hjá þjóðunum þremur, sem illu heilli innleiddu svipuð þvingunarlög. — Norðraenn og Finnar hafa nú séð að sér og afnumið þennan ófögnuð, og ættum við að fara að dæmi þeirra og verða Bandaríkjunum til fyrir- myndar. — Geti landinn orðið til að fiýta afnámi bannsins átti hann vissulega crindi í lónið. Frá sjónarmiði vínhneigðra al- þýðurnanna má skoða framkomu landuns á sjónarsviði sögu vorrar, sem hugulsama forsjónarinnar jafn- réttistilhögun til bráðabirgða. — Fátæki maðurinn heíir fengið sinn snaps eins og hann æskti eftir og getur nú kotroskinn skálað við hina mörgu samseku, síbrotlegu viský- smyglandi höfðingja landsins, sem hafa svo að segja allt af getað liíað og leikið sér íyrir öllum bannlaga- vörðum eins og ekkert bann væri til, meðan hinns vegar hinir um- komuminni urðu að sætta sig við suðuspritt, »glussa«, pólitúr og ann- an óþverra, en fara í steininn ef uppvíst varð um smyglun heilnæm- ari drykkja. —

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.