Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 42
heimili&hönnun2 ● Forsíðumynd: Aðsend mynd af innsetningu Hafsteins Júlíussonar á hönnunarsýningu í Mílanó. Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjóri: Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Auglýsingar: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir s. 512 5462 Útlitshönnuður: Sæmundur Freyr Árnason sfa@ frettabladid.is. Allt samkvæmt bókinni Sigríður Heimisdóttir fjallar um útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands í Hafnarhúsi. SÍÐA 2 heimili& hönnun  SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM HÍBÝLI  apríl 2011 Samið í eik Vífill Magnússon arkitekt sýnir hús- gögn úr eigin smiðju í anddyri Salarins í Kópavogi. Hann smíðar úr eik sem er rist niður í sprota og sveigð á náttúrulegan hátt. SÍÐA 6 OFURBÝLI Í MÍLANÓ Hafsteinn Júlíusson setti upp inn setn ingu á hönnunarsýningu í Mílanó í tilefni af 50 ára afmæli hennar. BLS. 4 CANDY AFSLÁTTARDAGAR Hafnarhúsið er óneitanlega eitt skemmtilegasta safn höfuðborg- arinnar og arkitektúr safnsins frábær. Í raun svo góður að hann næstum stelur athyglinni frá verkum sem til sýnis eru. Útskriftarsýningar LHÍ hafa verið haldnar þarna undanfarin ár og sýningin í ár var einmitt ná- kvæmlega eins og ég hafði ímynd- að mér að hún yrði, enda uppsetn- ing mjög keimlík fyrri sýningum. Þá einblíndi ég aðallega á vöru- hönnunarhluta sýningarinnar enda er það sá hluti sem ég fór sérstak- lega að skoða. Hlutirnir eru sléttir og felldir og verkefnin unnin samkvæmt bókinni en það sem vakti athygli mína var sérstaklega tvennt. Annað var að hugmyndirnar voru ekki sérstaklega þróaðar, um hugmyndir eða „konsept“ var að ræða en lítið fór fyrir vöruþró- un eða úrvinnslu hugmyndanna. Slík verkefni passa frekar fyrsta eða annars árs nemum en ekki lokaverkefnum af þriðja ári vöruhönnunar. Hitt sem vakti athygli mína var að ekki var unnið sérstak- lega með íslensk áhrif eða ein- kenni. Undantekning var þó úti- kollar Helgu R. Jósepsdóttur, þar sem heita vatnið okkar er notað á skemmtilegan hátt. Ekki var held- ur unnið sérstaklega með um- hverfisáherslur eða önnur brýn efnistök sem eru meðal helstu verkefna vöruhönnuða í dag. En þessi niðurstaða kemur ekki sérstaklega á óvart og ekki er við nemendur að sakast. Einkenni Listaháskólans að mínu mati er að þar er einblínt mun meira á list- rænt hugmyndaferli og tímanum síður eytt í vöruþróunarferlið. Áhugi fyrir hönnun er gífur- lega mikill í dag og fjöldinn allur af ungu fólki með hönnunarmennt- un útskrifast árlega. Í Evrópu er sá fjöldi 50.000 manns og í ljósi þess er mjög mikilvægt að íslensk- ir hönnuðir finni sér sína sérstöðu til að mynda sér vettvang. Íslensk- ir fatahönnuðir eru komnir vel á veg og er óskandi að vöruhönnuðir nái sömu sterku einkennum. Til þess þarf heilbrigðan skammt af sjálfstrausti og eilítið meiri kröfur hvað varðar vöruþróun og frágang. Það kemur vonandi með kom- andi kynslóðum vöruhönnuða Listaháskólans. Ákaflega slétt og fellt ● Í Hafnarhúsinu stendur nú yfir útskriftarsýning nema frá Listaháskóla Íslands úr myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild. Upphleypt munstur í ljósum Unnar Val- dísar Kristjánsdóttur myndar nostalgíu og fallega stemningu. Bubblumublur kallast þessir volgu kollar fyrir kaldar aðstæður. Sögulegt samband silfurs og matar- venja hefðarfólks er krufið í útskriftar- verkefni Ingu Dóru Jóhannsdóttur. GÓÐ KAUP FYRIR... vegginn Klukka, til að mynda á eld- húsvegginn, á sérstaklega góðu verði. Verð: 495 krónur. ILVA, Korputorgi. Bryndís Bolladóttir á heiðurinn af þessum dásamlegu snögum sem Normann Copenhagen hefur tekið í framleiðslu. Verð: 4.900 krónur. Epal, Skeifunni 6. Rauðir Umbra-rammar sem hægt er að dreifa úr á vegginn. Verð: 3.980 krónur. Tekk-Company, Holtagörðum. Sigga Heimis iðnhönnuður skrifar í Heimili&hönnun sigga@siggaheimis.is LÚR - BETRI HVÍLD Eigum til á lager Slide Back rúm tilbúin til afgreiðslu strax www.lur.is 10:00 – 18:00mánfös Opið: lau 11:00 – 16:00 EMOTION sturtuhaus kringlóttur 10 cm verð kr. 3.990.- SPRING sturtuhaus kringlóttur 20 cm verð kr. 9.450.- ESPRITE CARRÉ ferkantaður 20 cm verð kr. 12.400.- STURTUHAUSAR Í ÚRVALI Gæði,þjónusta og ábyrgð- það er TENGI SKINNY handsturtuhaus verð kr. 1.990.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.