Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 72
30. apríl 2011 LAUGARDAGUR48 SVONA ER HARPA AÐ INNAN F yrstu viðburðirnir í nýja tón- listarhúsinu Hörpu fara fram í næstu viku, nánar tiltekið dagana 4., 5. og 6. maí þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur þrenna tónleika með fulltingi Víkings Heiðars Ólafssonar og Vladimírs Ashkenazy. Opnunarhátíð hússins verður þó ekki haldin fyrr en að kvöldi föstudagsins 13. maí og verð- ur hún sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Alls koma rúmlega fjögur hundruð tón- listarmenn fram á opnunarhátíðinni og meðal þeirra eru téð Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslenska óperan, Gus Gus, Dikta, Páll Óskar og Víkingur Heiðar Ólafsson, sem vígir nýjan konsertflygil. Daginn eftir, laugardaginn 14. maí, verður opið hús í Hörpu með tólf tíma samfelldri tónleikadagskrá frá hádegi til miðnættis. Um daginn koma fram lista- menn á borð við Ólaf Arnalds, Caput- hópinn og Björn Thoroddsen. Um kvöld- ið geta gestir svo barið augum margar af þekktustu popp- og rokksveitum lands- ins eins og Agent Fresco, Hjaltalín, Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar, Apparat Organ Quartet, HAM og margar fleiri. Sunnudaginn 15. maí verður svo hald- inn sérstakur barnadagur í Hörpu, þar sem meðal annars verða á dagskrá sam- eiginlegir tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Maxímúsar Músíkúsar. Miða- verð á þá tónleika verður 100 krónur, til tákns um að aldarlöng bið eftir tónlist- arhúsi sé nú á enda. Allir aðrir tónleikar sem haldnir verða 14. og 15. maí eru öllum opnir að kostnaðarlausu. Styttist óðum í opnun Hörpu FJÓRÐA HÆÐ Fundaherbergi Kolabrautin(veitingastaður) Silfurberg (750 sæti) Sýningasvæði Norðurljós (450 sæti) Fundarherbergi Kaldalón (200 sæti) Fundarsalir Verslunin Epal Munnharpan (veitingastaður) Eldborg (1.800 sæti) ÖNNUR HÆÐ FYRSTA HÆÐ Verslun 12 tóna Fatahengi Miðasala Rúllustigi úr bílakjallara Aðalinngangur Opnunarhátíð Hörpu, nýja tón- listarhússins, verður haldin föstu- daginn 13. maí næstkomandi og í kjölfarið fylgja opinn dagur og sérstakur barnadagur. Fréttablaðið forvitnaðist um dagskrána og inn- viði hússins sem margir hafa beðið lengi eftir. ■ Á 6. hæð eru skrifstofur Ago (rekstrarfyrirtækis Hörpu) ■ Á 5. hæð eru skrifstofur Óperunnar. ■ Á 4. hæð eru skrifstofur, æfingarrými og búningaðstaða Sinfóníunnar og Óperunnar. ■ Á 3. hæð eru æfingaherbergi fyrir stjórnendur og flytjendur. ■ Á jarðhæð eru meðal annars skrifstofur tónlistarstjóra kynn- ingarmála og verkefnastjóra. ■ Nú þegar hafa verið bókaðir 230 tónlistarviðburðir og 120 ráðstefnu- og viðburðadagar í Hörpu. Stefnan er að eitt- hvað verði að gerast á hverjum einasta degi í húsinu. ■ Í Hörpu eru tvær verslanir, tveir veitingastaðir og veisluþjón- ustan Hörpudiskur. ■ Á veitingastöðum í Hörpu eru sæti fyrir samtals um 300 gesti. ■ Fjöldi starfsmanna hússins er um 200, ef öll fyrirtækin í Hörpu eru meðtalin. ■ Húsið er hannað af Teiknistofu Henning Larsens í Kaupmanna- höfn í samvinnu við Batteríið arkitekta í Hafnarfirði. Ólafur Elíasson hannaði glerhjúpinn sem umlykur húsið í samvinnu við arkitekta teiknistofunnar. ■ Byggingarlóð Hörpu er alls 6 hektarar (60.000 fermetrar). ■ Harpa er 43 metrar á hæð frá götu. ■ Í sumar verður mögulegt að bóka sérstakar skoðunarferðir um húsið þar sem gestir eru leiddir í gegnum hina ýmsu sali og rými í Hörpu. Tónlistar- dagskrá fyrir ferðamenn og kvikmyndir verða í salnum Kaldalóni í allt sumar. Bókanir á vefnum harpa.is. EINNIG BER AÐ NEFNA FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HARPA Opnunarhátíðin verður haldin föstu- dagskvöldið 13. maí næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.