Íslendingur - 14.07.1944, Blaðsíða 1
i
ISLENDINGUR
Útgefsundi:
Blaðaútgáfufélag Akureyrar.
Ritntjóri og afgreiðslum.:
JAKOB Ö. PÉTURSSON
Fjólugötu 1.
Sími 375. Pósthólf 118
Verð árg. 12 ki*. 1 lausasölu
35 au. eint.
Prentsmiðja Björns Jönssonar h. f.
Verður verkíall í
bæiarvinnunni ?
Á fundi bæjarstjórnar 30.
maí sl. var kosin nefnd til að
semja um kaup og kjör í bæjar-
vinnu við nefnd frá Verka-
mannafélagi ' Akureyrarkaup-
staðar. Gerðu nefndir þessar
uppkast að samningi, er var til
umræðu á fundi bæjarstjórnar
4. þ. m. Er uppkastið í 11 grein-
um, og féllst bæjarstjórn á all-
ar greinarnar nema hina 10.,
sem er svoldjóðandi:
„Meðlimir Verkamannafé-
lags Akureyrarkaupstaðar * og
annarra þeirra stéttarfélaga í
bænum, sem eru meðlimir Al-
þýðusambands lslands, og aðr-
ir þeir, sem stjórri félagsins
veilir vinnurétfindi, skulu sitja
fyrir þeirri verkamannavinnu,
sem framkvæmd er, enda séu
þeir hæfir til vinnunnar að mati
verkstjóra og trúnaðarmanns og
sanni réttindi sín með fé-
lagsskírteini. Allir verkaménn,
sem búsettir eru á félagssvæð-
inu, eiga rétt á að ganga í
V erbamannaf élag Akureyrar-
kaupstaðar. Ákvæði þessarar
greinar gilda þó ekki, ef um
framfærsluráðstöfun er að
ræða“.
Þar sem grein þessi heggur
mjög nærri almennum mann-
réttindum, vildi meiri bluti bæj-
arstjórnar íella bana úr samn-
ingunum, áður en þeir væru
undirritaðir.
Hinn 10. þ. m. sendir svo
stjórn Verkam.fél. bæjarstjórn
bréf, þar sem henni er tilkynnt,
,að trúnaðarmannaráð félagsins
hafi einróma ályktað að félag-
ið fyrirskipi vinnustöðvun í
allri verkamannavinnu, er bær-
inn bafi með höndum frá og
með 19. þ. m., ef samningar
hafi þá ekki tekizt, enda líti það
svo á, að bæjarstjórnin hafi
hafnað samningstilboði félags*
ins með því að fella eina grein
þess.
í fyrradag var haldinn auka-
fundur í bæjarstjórn Vegna
þessa eriudis og þar samþykkt
að kjósa nýja samninganefnd
til viðræðna við Verkamanna-
félagið, Kosningu hlutu: Helgi
Pálsson, Jakob Frímannsson
og Áskell Snorrason.
Um úrslit þessa máls skal
engu spáð. Verkfallsboðunin
stafar ekki af ágreiningi um
kaup og kjör, beldur um það á-
kvæði, að Verkamannafélagið
geti þrýst mönnum inn í félag-
ið með því að hafa á valdi sínu
að útiloka þá frá vinnu, ef þeir
standa utan félagsskaparins.
Til þessara kúgunarbragða vill
félagið Má samþykki bæjar-
stjórnar.
SLYSFARIR
Um kl. 9 sl. föstudagskvöld
varð slys á gatnamótum Krabba-
stígs og Oddeyrargötu. Er bif-
reiðin A 277 kom ofan Odd-
eyrargötu og ók fram hjá
Krabbastíg, kom drengur á reið-
hjóli ofan stíginn, beygði fram
bjá bifreiðinni, en rakst á bana
og féll í götuna. Meiddist liann
albmikið, og fór bílstjórinn
þegar með hann í sjúkrahúsið.
Drengurinn heitir Sigtryggur
Sigtryggsson (Þorsteinssonar)
á Þrúðvangi, Akureyri.
Um kl. 10 sl. laugardags-
kvöld var lögreglunni tilkynnt,
að maður lægi mikið slasaður
skammt austan við veginn norð-
ur af Gróðrarstöðinni. Fór lög-
reglan með héraðslækni á vett-
vang, og var maðurinn þegar
fluttur í sjúkrahúsið, en lézt
þar skömmu síðar. Maðurinn
var Guðmundur Halldórsson
Hafnarstræti 2 hér í bæ. Var
bann ríðandi á ferð, og þykja
líkur benda til, að hann hafi
lent á vírstagi úr símastaur,
fallið við það af baki og lent
með höfuðið á steini. Guðmund-
ur var kvæntur og átti 1 barn.
JÖRÐ, 1. h. V. árg.
flytur greinar um þjóðfélags-
mál og stjórnmál e. ritstjórann
og Pétur Sigurðssoni, grein um
ísfirzka blaðamennsku e. Krist-
ján frá Garðsstöðum, Um tón-
listarlíf í Rvík 1943 e, Baldur
Andrésson, leikdóm um Vopn
guðanna e, ritstj. o, m. m, fl.
Bílaárekstur
Sl. laugardag varð bifreiða-
árekstur í Brekkugötu. Bifreið-
in A 276 var á leið út á bíla-
verkst. „Hamarinn Mjölni“,
þar sem gera átti við hemla
hennar. Mætti hún þá annarri
vörubifreið, rakst á hana, en ók
síðan á símastaur vestan göt-
unnar. Við áreksturinn rakst
hin bifreiðin á barnakerru og
velti henni lit af götunni, en
stúlkan, sem kerrunni ók, hafði
í tæka tíð bjargað barninu úr
kerrunni. Þegar bílstjórinn á
A 276 renndi bifreiðinni aftur
á bak frá símastaurnum, lenti
hún fram af veginum. Bílstjór-
inn hafði ekki ökuleyfi og við-
urkenndi að liafa neytt áfengis
skömmu áður en áreksturinn
varð.
Iiestur fellur fram af
Goðafossi óskaddaður
Fyrir nokkrum dögum sást
hestur í gljúfrunum við Skjálf-
andafljót, undir Goðafossi.
Klöngruðust menn niður til
hans, komu á hann böndum og
teymdu hann niður fljótið,
þangað sem unnt var að ná hon-
um upp. Hesturinn var lítillega
fleiðraður. Um 150 metrum fyr-
ir ofan Goðafoss sást slóð eftir
hest út í fljótið, og er talið full-
víst, að hann hafi lagt þar út í
til stroks, en borizt frarn af foss-
inum og komið niður í hyl þar
undir.
, • Kaffitímar ekki
greiddir.
* ____. . -.-
Frásögn af launasamningum
í síðasta blaði hefir valdið mis-
skilningi hjá sumum mönnum,
þar sein sagt er, að kaffitímar
komi ekki til frádráttar. Var þar
átt við, að þeir fengjust ekki
dregnir frá 8 stunda vinnudegi,
þannig að verkamenn verða nú
að vinna raunverulega 8 stuncí-
ir á dag samkvæmt samningun-
um. Kaffitímar eru því ekki
greiddir.
Gj alddagi blaðsins # var
15, júní,
YMSAR
FREGNIR
Vísitalan fyrir júlí hefir ver-
ið reiknuð ilt og reynst 266 stig.
¥
Jón Bergsveinsson erindreki
Slysavarnafél. Islands er nú í
lningferð kringum land til at-
hugunar á slysavarnastöðum í
tilefni af gagnrýni þeirri, er
fram kom við Laxfoss-strandið
í vetur.
★
Útför Guðmundar skálds á
Sandi fór fram 6. þ. m. að við-
slöddu miklu fjölmenni. Auk
húskveðju og líkræðu voru
fluttar kveðjuræður og kvæði í
heimahúsum og kirkju. Var at-
höfnin öll hin virðulegasta.
¥
Nýlega er látinn í Reykjavík
Emil Thoroddsen tónskáld, að-
eins 46 ára gamall. Hann var
óvenjulega fjölhæfur listamað-
ur og löngu þjóðkunnur fyrir
tónlistarstörf sín.
¥
Sigurður Þórarinsson jarð-
fræðingur hefir nýlega varið
doktorsritgerð um eyðingu
Þjórsárdals við háskólann í
Stokkhólmi.
¥
Húsaleiguvísitalan fyrir
tímabilið 1. júlí—1. okt. 1944
er 137 stig.
★
Jónas Jónsson alþ.m. hefir
hafið útgáfu á þjóðmálatíma-
riti, er hann nefnir „Ófeig“.
¥
A stórstúkuþinginu, sem
haldið var hér á Ak. síðustu
viku voru 20 karlar og konur
kjörnir heiðursfélagar í tilefni
af 60 ára afmæli reglunnar.
Meðal þeirra voru Akureyr-
ingarnir: Lárus Thorarensen,
Sigurgeir Jónsson söngkennari
og Hallgr. Jónsson járnsmiður.
¥
Stofnað hefir verið fyrsta
kvikmyndafélag á íslandi, er
nefnist Saga h. f. Tilgangur fél.
§r að taka kvikmyndir af landi
og þjóð og ísl. atvinnuháttum
til kynningar erlendis og flytja
inn fræðslu- og kennslukvik-
myndir. Stjórn fél. skipa: Helgi
Elíasson fræðslumálastjóri, Há-
kon Bjarnason skógræktarstj.,
Haraldur Á. Sigurðsson leikari,
Jónas B. Jónsson fræðslufull-
trúi og Sören Sörensen lyfsölu-
stjóri, sem jafnframt er fram-
kvæmdastjóri þess.
A fundi í ríkisráði 28. f. m.
voru 14 refsifangar náðaðir
skilorðsbundið af óútteknum
hluta refsinga, 76 menn náðað-
ir skilorðsbundið af ídæmdum
refsingum, mildaðar sektir á 8
landhelgisbrjótum, 6 menn náð-
aðir skilorðsbundið af óúttek-
inni refsivist og refsingum 56
manna vegna ölvunar við akst-
ur breytt í 1000 króna sekt.
Tóku náðanir þessar til 160
manna.
AKUREYRI
1872
Þ Æ T T I R
UR ENDURMINNINGUM
LÁRUSAR THORARENSEN.
Framh.
Mig minnir, að fyrir neðan
þetta hús stæði annað hús, ekki
í réttri línu. Hygg það hafa
staðið í trjágarði þeim, sem nú
er bak við hús Jóns Geirssonar.
í þessu húsi bjó Kristján amt-
maður og síðar Þorgrímur
Johnsen læknir.
Þá kemur nr. 7 við Lækjar-
götu. Það var lítið hús, og áttu
það tveir menn: Sigvaldi, faðir
Ágústar Sigvaldasonar og Hall-
grímur Davíðsson, faðir Okta-
víu, konu Jóns Steingrímssonar
fiskimatsmanns, sem hefir
stækkað húsið og býr þar nú.
Fyrir ofan brúna var hús.
Ekki man ég, hvort það var með
torfþaki eða ekki. í því húsi
bjó Jóbannes, faðir Jóns Jó-
hannessonar og frú Dómhildar.
Nú býr Jón á þessum stað í húsi
því, er hann lét byggja á rúst-
um hins, og er það nr. 9 í Lækj*
argötu.
Rétt sunnan við nr. 9 stóð
hús með torfþaki. í því bjó Haf*
i Framh. á 3. síðu.