Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķslendingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķslendingur

						lSLENDINGUR
Fimmtudagur 14. apríl 1955
Bffttar brunavarnír - Lœhhuö
•* •••
Nýlega birti ég grein í íslend-
ingi og Alþýðumanninum, þar
sem ég leiðrétti stórfelldar skekkj
ur um iðgjalda'axta, er komu
fram í grein Jóns Ólafssonar,
framkvæmdastjóra, sem birt
hafði verið í Degi.
Ritstjóri Dags hefir nú tekið
sér fyrir hendur að verja fram-
kvæmdastjórann. Hann gerir þó
enga tilraun að hrekja eitt ein-
as'a atriði af því, sem sagt var í
grein minni, heldur reynir að fela
rangfærslurnar í gömlu áróðurs
ryki.
Ekki meginmál.
Hann segir, að það sé ekki
meginmál, þótt bent sé á stór-
felldar rangfærslur um iðgjalda-
taxta í fjölmennasta kaupstað
landsins, eins og Akureyri.
Það er öllum kunnugt, sem
hafa kynnt sér tryggingamál í
landinu, að vegna stóraukinna
brunavarna á undanförnum árum
hafa næstum allir kaupstaðir
landsins og mörg sveitarfélög
fengið samninga um stórfellda
iðgjaldalækkun hjá brunabótafé-
laginu. Eg sé því ekki ástæðu lil,
þótt auðvelt væri, að tilfæra
dæmi úr fleiri kaupstöðum eða
sveitum. Enda mundi svar rit-
stjórans sennilega verða það
sama. Hann virðist ekki telja það
meginmál í áróðri, að réit sé
skýrt frá staðreyndum.
Lækkun iðgjaida.
Ritstjórinn spyr, hvers vegna
brunabótafélagið geti nú lækkað
iðgjöld sín á Akureyri frá því
sem verið hefir, og telur að það
geti ekki byggst á traustari bruna
vörnum.
Veit hann ekki, að síðastliðið
haust fékk Akureyrarbær nýja
slökkvibifreið með háþrýsti-
dælu, einhverja þá beztu, sem til
er í landinu? Brunavarnir bæjar-
ins eru því miklu traustari en
fyrir ári siðan.
Þegar hinn margumræddi
samningur var gerður viðAkureyr
arbæ, var ekki hægt að vita með
vissu, hvernig hinar nýju bruna-
varnir mundu reynast. Var því
samið um ákveðin hámarksið-
gjöld, en jafnframt ákveðið, að
ef vel gengi, fengi bæjarsjóður
ágóðahluta eftir ákveðnum regl-
um. Nú er fengin meira en
tveggja ára reynsla í þessu, og
hefir komið í ljós, að brunatjón
í bænum hafa orðið langtum
minni, miðað við tryggingar-
upphæðir, en nokkru sinni áður.
Er þetta einkum þakkað hinni
föstu brunavörzlu og auknum og
bæ'tum slökkvitækjum. Af þess-
um sökum hefir félagið séð sér
fært að lækka iðgjaldataxta s'na
niður úr því, sem tiltekið var í
samningnum.
Sióðuni ekki safnað
í Reykjavík.
Ritstjórinn heldur  því  fram,
að brunabótafélagið bafi safnað
digrum sjóöum í Keykjavík.
jfec.a veit ritstjórinn að er ekki
rétt. Það heíir margsinnis veriö
írá því skýit, síðast í iuöðum og
utvaipi iyrir táum dögum, að au-
ur varasjóður iélags.ns er í lán-
um hjá bæjar- og sieitariélögum
um allt land, en ekki í Keykjavík.
Par ai' verulegur hluti hjá Akur-
eyrarbæ. — Lán þessi eru fyrst
og fremst veitt til kaupa á
slökkvitækj um, bygginga slökkvi-
slöðva og vatnsvenulramkvæmda,
sem allt miðar að auknum bruna-
vörnum. Fróðlegt væri að vita,
hversu mikið Samvinnutrygging-
ar hafa lagt fram til etungar
brunavarna í landinu.
6 mánaða
uppsagnarfrestur.
Enn leynir ritstjórinn að hrella
sjálfa sig og aðra með dylgjum
um „einokun" í lögunum irá 11.
marz síðastl.
Ákvæðin um úrsögn úr félag-
inu eru í 20. gr. nefndra laga, og
vil ég taka þau upp hér, þar sem
ú:Lt er íyrir, að hann hafi ekki
lesið grein þessa:
„Stjórn bæjar eða sveitar-
félaga getur leitað til stjórnar
Brunabótafélagsins og óskað
eftir því að iá endurskoðun
eða breytingar á iðgjalda-
gre.ðslum og öðrum kjörum
varðandi     brunatryggingar
fasteigna í bæjar- eða sveitar-
félaginu. Náist ekki samkomu-
lag um samninga innan
tveggja mánaða frá því, að
ósk kom fram um endurskoð-
un eða breytingar á trygging-
arkjörunum, er hlutaðeigandi
bæjar- eða sveitarfélagi heim-
ilt að segja sig úr Brunabóta-
félaginu með 6 mánaða fyrir-
vara miðað við 15. okt. ár
hvert."
Ég get ekki séð, hvernig hægt
er að tala um einkaréttindi, þar
sem skýrt er tekið fram í grein-
inni, að hægt er að segja við-
skiptunum upp með 6 mánaða
fyrirvara. Er það uppsagnar-
fresturinn, sem hneykslar rit-
stjórann svo mjög? Hvers vegna
hafa Samvinnutryggingar 6 mán-
aða uppsagnarfrest í sínum samn
ingum? Væníanlega er ekki ein-
okunartilhneiging í þeim herbúð-
um.
Fullkomið öryggi.
Brunabótafélag íslands hefir
frá upphafi lagt áherzlu á að efla
brunavarnir í landinu. Hefir það
Iagt fram mikið fé til brunavarna,
enda árangur orðið góður. Af
auknum brunavörnum leiða
minnkandi brunatjón, sem aftur
hefir í för með sér, að félagið
getur lækkað iðgjöld s'n í hlut-
falli við bætta afkomu.
Eilt er það þó, sem félagið
leggur mesta áherzlu á. Það er
fullkomið öryggi í rekstri sínum.
Það hefir ætíð ge'að staðið við
allar sínar skuldbindingar. Það
hefir aldrei birt feitletraðar aug-
lýsingar um iðgjaldalækkanir,
sem það ekki hefir getað staðið
við.
Þegar hriktir í stoðunum,
hækka Samvinnutrygg-
ingar iðgjöldin.
Fyrir fáum árum hófu Sam-
vinnutryggingar mikinn áróður
um bifreiðatryggingar. Boðuðu
með s'órum auglýsingum allveru
Iega iðgj'aldalækkun, og fylgdu
þá önnur félög í kjölfar þeirra.
En þetta stóð ekki lengi. Síðast-
liðinn vetur fór að hrikta illilega
í stoðum trygginganna. Það haf ði
sem sé komið í ljós að ekki var
hægt að standa við hin glæsilegu
boð. Fljótlega var þó fundið ráð
til að styrkja stoðirnar. Iðgjöld-
in voru hækkuð að miklum mun,
og   viðskiptamennirnir   borga
brúsann.
Slík vinnubrögð vill Bruna-
bótafélag íslands forðast. Von-
andi eiga Samvinnutryggingar
ekki efíir að leika sama leikinn
með brunatryggingarnar.
Með þessu býst ég við, að lok-
ið sé umræðum mínum um
brunatryggingar að sinni. En að
lokum eitt lítið ráð: Við skulum
reyna, jafnvel í áróðursgreinum,
að fylgja hinni gullnu reglu Ara
hins fróða, „að hafa það heldur,
sem sannara reynist."
Viggó Ólafsson.
Vegna þeirra ummæla Dags,
að Islendingur muni hafa fengið
fyrri grein m'na til birtingar á
undan Degi, vil ég taka fram, að
hún var send báðum blöðunum
samtímis, eins og framanrituð
grein.
V. Ó.
Skíðamót íslands
(Framhald af 1. siðuj
15 km. ganga (17-19 ára):
Hreinn  Hermannsson  Þ.  74.03
mín.
Matthías Gestsson S. 85.51 mín.
Örn S. Arnaldsson A. 96.22 mín.
Svig karla:
Eysteinn Þórðarson R. 124.8 sek.
Haukur Ó. Sigurðsson í. 128.8
sek.
Stefán Kristjánsson R. 133.1 sek.
Svig kvenna:
Jakobína Jakobsdóttir I. 66.7 sek.
Martha  B.  Guðmundsdóttir  I.
68.4 sek.
Arnheiður  Árnadóttir  R.  70.3
sek.
Brun karla:
Haukur Ó. Sigurðsson í. 1 mín.
29.7 sek.
Stefán  Kristjánsson  R.  1  mín.
30.3 sek.
Síeinþór Jakobsson í. 1 mín. 31.3
sek.
Brun kvenna:
Jakobína Jakobsdó'tir í. 61.9 sek.
Arnheiður Árnadóttir R. 67.2 sek.
Martha  B.  Guðmundsdóttir  I.
68.7 sek.
30 km. ganga:
Oddur Pétursson í. 2 klst. 06.44
mín.
Helgi V. Helgason Þ. 2 klst. 08.31
mín.
Gunnar Pétursson í. 2 klst. 10.00
mín.
Skíðastbkk:
Jónas Ásgeirsson S. 228.8 stig.
Guðmundur  Árnason  S.  225.5
stig.
Skarphéðinn  Guðmundsson   S.
214.1 stig.
Lengsta stökk 39.0 m. (Guðmund-
ur Árnason)
Stökk 17-19 ára:
Matthías Ges'.sson S. 218.0 stig.
Kristinn Sleinsson 0. 174.1 stig.
Norrœn tvíkeppni:
Jónas Ásgeirsson S. 431.4 stig.
Gunnar Pétursson í. 431.0 stig.
Skarphéðinn   Guðmundsson  S.
425.7 stig.
Alpatvíkeppni karla:
Haukur  0.  Sigurðsson  I.  2.13
stig.
Stefán Kristjánsson R. 4.66 s*ig.
Eysteinn Þórðarson R. 7.46 stig.
Alpatvíkeppni kvenna:
Jakobína Jakobsdóttir í. 0.0 stig.
Arnheiður  Árnadóttir  R.  11.57
s'ig.
Martha  B.  Guðmundsdóttir  í.
12.23 stig.
Svigkeppni sveita:
Sveit ísfirðinga 471.4 sek.
Sveit Reykvíkinga 481.5 sek.
ísfirðingar unnu nú keppnina
í 4. sinn í röð. Sveitina skipuðu
Björn Helgason, Jón K. Sigurðs-
son, Einar V. Kristjánsson og
Kristinn Benedik'.sson  (15 ára).
4x10 km. boðganga:
A-sveit Þingeyinga 2 klst. 34.02
mín.
B-sveit Þingeyinga 2 klst. 42.58
mín.
Sveit ísfirðinga 2 klst. 46.21 mín.
A-sveit Þingeyinga skipuðu:
Matthías Kris'jánsson, Jón
Kristjánsson, ívar Stefánsson og
Helgi V. Helgason.
Stórsvig karla:
Eysteinn Þórðarson R. 68.6 sek.
Magnús  Guðmundsson  R.  72.1
sek.
Steinþór Jakobsson I. 72.8 sek.
Stórsvig kvenna:
Jakob'na Jakobsdóttir I. 66.2 sek.
Martha  B.  Guðmundsdóttir  í.
66.8 sek.
Arnheiður  Árnadóttir  R.  87.7
sek.
Skíðaþing.
Skíðaþing var haldið hér þessa
dagana og var Einar Kristjánsson
einróma endurkjörinn formaður
Skíðasambands íslands. — Sam-
þykkt var á þinginu að hefja nú
aftur keppnir á Landsmótum í B.
og C.flokkum, og bætt var við
keppnisgreinum.
Mó:slok fóru fram í Varðborg,
þar afhentu mótstjórinn Hermann
Stefánsson og Einar Kristjánsson
verðlaun og mæltu nokkur orð.
Fararstjórár skíðamanna og
starfsmenn mótsins færðu Einari
Kristjánssyni veglegan bikar fyr-
ir dugmikið s:arf í þágu skíða-
íþró:tarinnar í fjölmörg ár.
Undirbúning mótsins og fram
kvæmdir flestar annaðist „skíða-
kvartettinn", Hermann Stefáns-
son, Einar Kristjánsson, Magnús
Brynjólfson og Björgvin Júníus-
son, og gekk mótið greiðlega.
Veður var hið bezta keppnisdag-
ana. Þá var það og skemm'ileg
nýlunda, að gefið var út skíða-
blað með myndum og úrslitum
keppninnar.
Hlutur Akureyringa í móti
þessu hefir oftast verið meiri en
nú. Áhugaöldur ganga yfir skíða-
íþróttina eins og svo margt ann-
að, og er ekki að efa, að með
byggingu glæsilegs skíðaskála
við Ásgarð, mun skíðaíþróttin
eflast hér á ný.
Har.
___.*___,
Kveonfldeild SVF í tritui
Síðastliðinn páskadag voru lið-
in 20 ár frá stofnun kvennadeild
ar Slysavarnafélags íslands á Ak
ureyri. Voru stofnendur 53, en nú
eru félagar á 5. hundrað. For-
göngu um stofnun deildarinnar
höfðu þær Sesselja Eldjárn og
Sigríður Þorláksdó'.tir, en Sess-
elj'a hefir öll þessi ár gegnt for
mennsku deildarinnar af rögg-
semi og dugnaði. Hefir deildin
safnað miklu fé á þessum tveim
áratugum til alls konar líknar
starfsemi og slysavamamála, m.a.
byggt skipbrotsmannaskýli í
Keflavík við Gjögra og safnað yf-
ir 200 þús. kr. í Björgunarskútu
sj'óð Norðlendinga, gengist fyrir
námskeiðum í hjálp í viðlögum,
lagt fram fé til sj úkraflugvélar-
kaupa o. s. frv.
Félagið minntist þessara tíma-
móta með afmælishófi að Varð
borg 2. apríl, og við það tækifæri
var Sigríður Þorláksdóttir kjörin
fyrsti heiðursfélagi deildarinnar.
Stjórn deildarinnar skipa nú:
Sesselja Eldj'árn. formaður, Fríða
Sæmundsdó'.tir, ritari, Sigríður
Árnadóttir, gj'aldkeri, Dórótea
Kristinsdóttir, Margrét Sigurðar-
dóttir, Soffía Jóhannesdóttir og
Valgerður Friðriksdóttir.
Vond W d vepm
I þíðviðrunum undanfarna
daga hafa vegir víða, um land
spillzt mjög af umferð þungra
bifreiða. Reynt hefir verið að
gera við verstu torfærurnar, en á
því eru miklir erfiðleikar, snjór í
malargryfjum og mölin gaddfreð-
in ,að því er Karl Friðriksson yf
irverkstj'óri hefir tj'áð blaðinu.
Kvað hann þó áherzlu mundu
lagða á að halda aðalveginum
milli Akureyrar og Reykjavíkur
akfærum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8