Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķslendingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķslendingur

						Föstudagur 27. febrúar 1959
M er pndvollorsjónflrmíi, oð
Alþingi & shipað í samrsmi i
viljd hjósendflnno((
Sjálístæðismenn á Austurlandi eíla
samtök sín
Jónas Pétursson tilraunastjóri á Skriðuklaustri í Fljótsdal kom hér
við í bænum nú í vikunni á suðurleið. Náði fslendingur þá tali af
honum og spurði hann frétta að austan og um ýmislegt fleira, er heizt
ber á góma, þar sem tveir menn hittast um þessar mundir.
Árferði og tíðarfar.
Fyrst barst talið að tíðarfarinu
eins og gerist og gengur, og sagð-
ást Jónasi svo frá:
— Þorratíðin fyrir austan var
ágæt fyrstu tvær vikurnar. Marg-
ir bændur í Fljótsdal gáfu þá fé
sínu ekki hey, en aðeins kjarn-
fóður, og víða voru ær ekki í hús-
um nema aðra hvora nótt, og á
tveim bæjum í austanverðum
Múla lágu ær úti um nokkurt
skeið. Snjór hefir ekki komið í
vetur, svo teljandi sé, og varð því
strax autt til brúna, þegar hlán-
aði. Síðari helmingur Þorrans
var aftur á móti mjög rosafeng-
ánn og oft stórrigningagusur. Og
svo klykkti Þorri út með hörku-
frosti, sem fór í 13—15 stig, en þá
var stillt. Þá lagði Löginn ofan-
verðan fyrst, en annars hélzt hann
íslaus alla hörkutíðina í janúar
vegna hinna látlausu norðannæð-
inga. Vakir voru að koma í ísinn
á Fljótinu, er ég fór að heiman í
gær í þíðunni, og mun hann
brjóta upp aftur, ef hvessir.
Mjög snjólítið er um heiðarnar
eystra nú. Nýlega fór jeppi frá
Möðrudal austur á Jökuldal, og
vörubifreið frá KHB á Reyðar-
firði upp í Vaðbrekku í Hrafn-
kelsdal, sem fyrr hefir ekki skeð
á Þorra. Að vísu er þar einnig að
þakka vegabótum á síðastliðnu
ári.
Fóðurgildi heyjanna
furðu lélegr.
— Þá vil ég geta þess, segir
Jónas, — að heyin frá síðasta
sumri reynast létt til gjafar, þótt
grös væru slegin í blóma og súg-
þurrkuð. Ég hefi ekki farið með
svo óraungóð hey frá því 1953.
Það er óupplýst, hvað veldur hinu
mismunandi fóðurgildi heyjanna
frá ári til árs, þótt vaxtarstig við
Fríðríh stérmeistarí tefldí hér
Tefldi m. a. við 38 menn, vann 33:1/^ skák.
slátt sé svipað og verkun ágæt, t.d.
með súgþurrkun eða votheysgerð.
Eg hallast að því, að heygæðin
(eða grasgæðin), og þá sennilega
einnig beitargæðin, valdi mestu
um vænleika sauðíjárins árið eft-
ir. En þetta er órannsakað mál.
Sjálfstæðismenn
á Austurlandi vilja
stækkun kjördæma.
— Svo maður víki að öðru. —
Hvað segir þú eða Sjálfstœðis-
menn á Austurlandi yjirleitt um
tillögurnar um stœkkun kjör-
dœma?
— Við höfum aðeins gott eitt
um þær að segja. Framsóknar-
menn halda, að þeir geti notað
breytingu á kjördæmaskipan
landsins eins og tundursprengju
á íhygli og skoðanir kjósenda í
sveitum og sj ávarþorpum lands-
ins.
Eg vil segja það strax, að þaö
er vonlaust verk fyrir þá, aö telja
þessum  11  hundruð  Sjálfstæðis-
kjósendum í væntanlegu Austur-
landskjördæmi trú um, oð  betra
sé fyrir þá að' eiga engan fulltrúa
ó  Alþingi  en  að  sameinast  um
það, að tryggja sér þingmann.
Framsóknarmenn   segja,   að
með því að stækka kjördæmin, sé
verið að slíta samband þingmanns
og kjósenda. Það væri sjálfsagt
hægt að hugsa sér það fjölmenni
í kjördæmi, að persónuleg kynni
væru  lítt  hugsanleg.  En  hér  á
landi er ekki um slíkt fjölmenni
að ræða. Það tekur jafnan nokk-
urn tíma fyrir mann að kynnast
fólki. En það fer mest eftir hæfi-
leikum manns til mannblendni og
glöggskyggni. Þessi mótbára er í
mínum  augum  hlægileg  fjar-
stæða. I hæsta lagi gæti breyting-
in orsakað það, að óhægra verði
fyrir þingmanninn að kaupa töl-
Jónas Pétursson.
urnar og tvinnann fyrir sína kjós-
endur.
Tíminn hefir öðru hvoru verið
að birta innrammaðar klausur úr
ræðum eða greinum Sjálfstæðis-
manna frá liðnum tímum. M. a.
sá ég þar nýlega haft eftir Bjarna
Benediktssyni, að hann hafi gerzt
formælandi     einmenningskjör-
dæma. Þess vegna tel ég rétt að
það komi fram, að einmitt hin
fyrirhugaða skipan, með sam-
færslu kjördæmanna og hlutfalls-
kosningu, er sú, sem Sjálfstæðis-
Framh. á 2. síðu.
-----?-----
Skákmenn bæjarins fengu á-
nægjulega heimsókn um helgina,
er Friðrik Olafsson stórmeistari
kom hingað til að tefla fjöltefli.
A sunnudaginn tefldi hann við
38 menn í Lóni, og voru tvær
skákirnar blindskákir. Vann hann
32 skákir, — þar með báðar
blindskákirnar, sem meistara-
flokksmenn tefldu gegn honum, —
gerði 3 jafntefli og tapaði þrem
skákum. Þeir sem unnu meistar-
ann voru: Atli Benediktsson frá
Hvassafelli, Ingimar Friðfinnsson
frá Baugaseli og Randver Karles-
son Akureyri.
Á mánudagskvöld tefldi Frið-
rik klukkuskákir við 10 meistara-
flokksmenn að Hótel KEA. Vann
hann 9 skákirnar, en ein varð
jafntefli, er hann tefldi gegn Jóni
Ingimarssyni.
Á þriðjudagskvöld tefldi Frið-
rik fjöltefli í Menntaskólanum og
í fyrradag að Laugaskóla.
Skáksamband Sovétríkjanna
hefir  boðið  Friðrik  þátttöku  í
skákmóti, er háð verður í Moskvu
innan skamms. Er líklegt, að Frið-
rik taki boðinu. Auk hans hefir
stórmeisturum frá Danmörku,
Búlgaríu, Tékkó-Slovakíu og Ung-
verjalandi verið boðin þátttaka í
sama móti, eða alls 5 meisturum
utan Ráðstj órnarríkj anna. Bj óð-
endur greiða allan kostnað við f ör
gesta á mótið.
FriSrik Ólafsson.
Iiinbrot
I vikunni sem leið varð vart
hér í bænum við 5 innbrot og inn
brotstilraunir.  Á  BSA-verkstæð
var brotizt inn og einhverju af
skiptimynt stolið, í veitingastof
una „Matur og kaffi" var brotizt
inn að húsabaki og stolið pening-
um og sælgæti, í Sundhöllina var
einnig brotizt inn, en einkis sakn
að þar, og loks var brotizt inn í
bílskúr inni í bæ og stolið við-
tæki úr bifreið. Tilraun var gerð
um  hádegisbil  sl.  föstudag  að
brjótast inn í birgðageymslu fata-
verksmiðjunnar Heklu við Skipa-
götu, en þar hafði orðið frá að
hverfa. Sum þessi innbrot munu
nú vera upplýst.
TVEIR AKUREYRINGAR
f „LANDSLIÐIÐ"
Þessa dagana er von á heim-
sókn bandarísks úrvalsliðs í
körfuknattleik til Reykjavíkur. —
Nefnist liðið All Star, og mun
keppa við íslenzkt landslið 1. marz
í körfuknattleik, er Körfuknatt-
leiksráð Reykjavíkur gengst fyrir
og sér um. I íslenzka liðinu verða
tveir Akureyringar: Hörður
Tulinius og Jón Stefánsson, báðir
Úr körfuknattleiksliði KA.
Bærinn reyni að selja hús-
eignir sínar
Á síðasta bæj arstj órnarf undi
kom svohljóðandi tillaga fram,
flutt af Helga Pálssyni:
„Bœjarstjórn Akureyrar-
kaupstaðar felur bœjarstjóra
að athuga, hvort ekki sé unnt
að selja eitthvað af íbúðarhús-
nœði bœjarins með viðunandi
kjörum. Sérstaklega verði at-
hugað um sölu á eldri íbúðum
og húshlutum."
Flutningsmaður fylgdi tillög-
unni úr hlaði með stuttri ræðu.
Kvað hann bæinn nú eiga um 20
íbúðarhús og húshluta víðs vegar
um bæinn og í alls konar ástandi,
og byggju í þeim 54 fjölskyldur
við mjög lága leigu. Sæist á fjár-
hagsáætlun, að íbúðarhúsnæði
bæjarins væri honum þungur
baggi, þar sem leiguféð næmi ekki
lengur viðhaldskostnaði húsanna,
sem væri nú orðinn óhæfilega
mikill, einkum á gömlu húsunum.
Kvað hann því rétt að athuga,
hvort ekki væri unnt að selja nú-
verandi leigjendum íbúðir þeirra
með viðráðanlegum kjörum, og
slá tvær flugur í einu höggi: að
hjálpa leigjendunum eða öðrum
að þeim f rágengnum til að eignast
eigið húsnæði, og að losa bæinn
við fjárhagslega byrði af íbúð-
unum.
Fleiri tóku í sama streng og
flutningsmaður  tillögunnar,  og
var hún síðan samþykkt með 10
samhljóða atkvæðum.
__*___
FÆREYSK LANDHELGl
6 MÍLUR — FYRIR
BRETA
Danska stjórnin hefir nýlega
gert samning við þá brezku um 6
sjómílna landhelgi við Færeyjar
og annað 6 mílna belti með tak-
mörkuðum veiðum. Á því belti fá
Bretar að veiða auk Færeyinga,
en aðrar þjóðir ekki. Brezkir tog-
araeigendur eru samt sem áður
æfir yfir samningnum.
TVEIR NÝ!RÁ ALÞINGI
Tveir varaþingmenn hafa nú
tekið sæti á Alþingi, Björn Fr.
Björnsson sýslumaður í stað séra
Sveinbjarnar Högnasonar og dr.
Gunnlaugur Þórðarson í stað Pét-
urs Péturssonar. .
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6