Íslendingur


Íslendingur - 29.09.1961, Blaðsíða 1

Íslendingur - 29.09.1961, Blaðsíða 1
r N 4SGEIR SIGURÐSSON HAUSTNÓTT I SVARTÁRDAL Réttað í Stafnsrétt í samfleytt 150 ár GÖNGUR OG RÉTTIR voru töfraorð a. m. k. í sveitunum, allt fram á okkar daga, og má þó segja, að þau heilli hugi margra enn í dag, enda eru réttirnar viða um land mikið sóttar, ekki ein- ungis af þeim, sem fé eiga, held- ur og forvitnu ferðafólki, sem þessi töfraorð hafa dregið til sín. Að sjálfsögðu eru hinar ýmsu réttir mismunandi stórar, og mismunandi frægar. Eina af þessum stóru réttum skulum við nú heimsækja, og ef kostur er gefa þeim, er eigi hafa komið þar, nokkra hugmynd um réttalífið. Er við lítum af Vatnsskarði vestanverðu, blasir Langidalur við sjónum okkar, og virðist svo sem hann endi við Bólstaðarhlíð. Svo er að vísu, a. m. k. landfræði lega. En framan við Bólstaðarhlíð skerst þó niður þröngur dalur. Virðist hann í fljótu bragði lítt byggilegur, en ef að er gáð, kem- ur í ljós, að dalurinn er grösugur og mjög vel húsaður. Dalurinn heitir Svartárdalur, og fremst í honum er ein þekktasta rétt á stóru svæði, eða hver kannast ekki við Stafnsrétt í Svartárdal? Komið að Fossum. Við komum að réttinni á fimmta tímanum. í>á hefur stóð- ið verið réttað, og að mestu rek- ið í heimahaga. Allmargt er hér manna, bæði gangnamenn og einnig nokkrir forvitnir flæking- ar eins og við. Réttin stendur á sléttu nesi, við bugðu á Svartá. Réttin er gömul torfrétt, sem þó hefur verið stækkuð í seinni tíð með vírnetum. Hið mikla fjársafn er hér í hlíðinni framan við ána, og er okkur sagt, að það verði ekki rekið til réttar fyrr en seint að kvcldi. Við reisum því tjöld okkar skammt sunnan réttarinn- ar, en höldum að því búnu að fremsta hænum að vestanverðu, Fossinn. Þar hafði okkur verið sagt að væri fagurt mjög, sér- kennilegt landslag, og höfðings- skapur hir.n mesti. Er við kom- um yfir lágan háls, er aðskilur Fossa frá aðaldalnum, blasir við okkur bærinn Fossar. Raunar eru Fossar ekki í Svartárdal, því að hér heitir dalurinn Fossadalur eða Fossárdalur, eins og sumir kalla hann. Hús eru hér reisuleg, og í gilir.u ofan við bæinn er raf- stöð fyrir þetta heimili, og hefur svo verið um árabil. Er við kom- um í hlaðið, er hér allmargt manna samankomið. Aðkomu- menn að skoða staðinn. Og hér er vissulega ýmislegt að sjá. Vestan við bæinn er mjög bratt gil, og eru í því fossar, er bærinn dregur nafn af. Einnig er hér undirlendi meira en á öðrum bæjum, en fjallasýn er tignarleg og fögur. Við staðinn er eitthvað æfintýralegt, og þó stórbrotið. Fjallkóngar í 70 ár. Á Fossum býr Guðmundur Guðmundsson og tók hér við búi af föður sínum. Einnig er Sigurð- ur sonur Guðmundar hér. Svo vill til, að þessir menn munu fróðastir um göngur hér, því að um 70 ár hafa þeir, mann fram af manni, verið gangnaforingjar á Eyvindarstaðaheiði, en það er svæðið milli Blöndu og Jökulsár vestri, allt inn að Hofsjökli. „Þið hittið vel á,“ segir Guðmundur, er hann hefur boðið okkur til kaffidrykkju, sem öðrum gestum, því að mér skilzt, að hér sé öllum boðið kaffi. „Þetta er nefnilega hundrað og fimmtugasta haustið, sem rekið er í Stafnsrétt. Upp- haflega var hún byggð árið 1812 á núverandi stað, áður hafði rétt staðið annarstaðar, sem tók við fé af sömu afrétt. Oft hefur verið fjölmenni við Stafnsrétt, enda féð margt er þar kemur. Safnið af Eyvindarstaðaheiði mun stundum hafa verið allt að 12 þús. fjár, en eftir árferði stundum minna og stundum meira, og hafa því margir fjár- eigendur átt hingað erindi, bæði héðan úr sýslu, og einnig úr Skagafirði, og er svo enn.“ Enn- fremur fræðir Guðmundur okkur á því, að Fossar hafi ekki alltaf verið fremsti bær í Fossadal. (Framhald á bls. 5) EIGENDUR síldai'verksmiðja sveitarfélaga, hlutafélaga og ein- staklinga á Norður- og Austur- landi hafa stofnað með sér félags skap, er gæta skal hagsmuna þeirra, samræma afurðasölu og markaðaöflun, koma upp sam- eiginlegum innkaupum á rekstr- arvörum og sameiginlegri tækni- aðstoð o. fl. Aðilar að félaginu, sem skammstafað er SAN (Síld- arverksmiðjusamtök Austur- og Norðurlands) eru: sildarverk- skipstjóri látinn ÞAU SORGLEGU tíðindi bárust frá Noregsför Heklu á dögunum, að skipstjóri hennar, Ásgeir Sig- urðsson, hefði látizt skyndilega sl. föstudag. Var hann staddur í veizlu í Stafangri, er hann veikt- ist snögglega og var liðið lík eftir skamma stund. Ásgeir hefur verið skipstjóri á Esju og síðan Heklu í 32 ár, og ætlaði hann að hætta eftir þessa Hekluferð, enda orðinn 67 ára gamall. Ásgeir sat um skeið á Alþingi sem varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Naut hann mikils álits. Hættuleg skotæfing SEINT í s.l. viku var lögreglunni hér gert aðvart um að maður héldi uppi skothríð í Strandgöt- unni. Er lögreglumenn koomu á vettvang kom í ljós að hér var um að r æða ungan mann, er var að skjóta út um glugga. Hafði hann þegar hæft inn um glugga nærliggjandi húss, einnig núm- ersspjald á bifreið, og sömuleiðis voru nokkur göt á hjólbarða við- komandi bifreiðar, og er álitið að þau séu einnig afleiðingar skot- hríðarinnar. Atferli þetta er mjög alvarlegt og stór mildi að ekki hlautzt slys af. smiðjurnar á Hjalteyri, Krossa- nesi, Vopnafirði, Seyðisfirði, Nes kaupstað, Eskifirði og Fáskrúðs- firði, er allar áttu fulltrúa á stofn fundi samtakanna. Þá er búizt við, að RAUÐKA á Siglufirði verði í samtökunum, en vegna veikinda gat framkvæmdastjóri hennar ekki mætt á stofnfundin- um. Stjórn SAN skipa: Vésteinn Guðmundsson, form., Jóhannes Stefánsson og Sigurjón Þorbergs Safnið við Stafnsrétt 21. september síðastliðinn. (Ljósm.: St. E. Sig.) SAN - nýr félagsskapur

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.