Íslendingur


Íslendingur - 23.08.1963, Blaðsíða 8

Íslendingur - 23.08.1963, Blaðsíða 8
Ferðamannabill leggur á hinn nýja fjallveg upp Nónöxl, sem er nyrzti hluti Hólafjalls. Ljósm. K. H. ínn til öræfa lisffur leiðin Vegurinn um Hólafjall opnar nýjar ferða- mannaleiðir suðwr yfir fjöll LENGI hefur okkur Eyfirðinga dreymt drauma um a3 koma á færri bifreiðaleið suður yfir fjöllin til að stytta leiðina til Suður- landsins, og var á sínum tíma ruddur vegur um Vatnahjalla. Keynd ist hann illfær bifreiðum vegna stórgrýtis og því farið að skyggn- ast eftir öðrum leiðum. Nú má segja, að fundin hafi verið ný leið: upp úr Sölvadal um Hólafjall, og er nú, þegar þetta er riíað, verið að flytja gömlu Öxnadalsárbrúna suður öræfin eftir hinum nýja vegi. í riti Ferðafélags Akureyrar, FERÐUM, er góð lýsing á þess- um nýja öræfavegi (maí 1963) eftir Angantý Hjálmarsson kenn ara, en hann og Þorlákur bróðir hans hafa komið mjög við sögu þessa vegar. Höfðu þeir, ásamt öðrum áhugamönnum í fram- Eyjafirði, kannað ýmsar tiltæki legar leiðir upp úr Sölvadal, og varð þessi Hólafjallsleið endan- lega fyrir valinu, og þá einkum vegna þess, að hvergi þarf að brúa ár- eða lækjarsprsenu á Aflalitið í Ólafsfirði Ólafsfirði 21. ág. Héðan stunda margir bátar handfæraveiðar í vor og sumar, en afli er mjög tregur. Helzt hefur fiskazt á kúfisk sem beitu en lítið sem ekki á flugkróka. Þó var afli líflegri í gær en lengi undan- farið. Hér hafa verið hægviðri en oft miklar þokur og hiti sjaldan farið yfir 10 stig. í dag bauð Rotaryklúbbur Ólafsfjarðar öldruðu fólki úr byggðarlaginu í skemmtiferð um Fljót og til Siglufjarðar. Farið var í tveim hópferðabíl- um, og munu um 60 manns hafa tekið þátt í förinni. Rotary- klúbburinn hefur nokkur und- anfarin ár boðið í slíkar ferðir, sem eru einkar vinsælar. S. M. leiðinni, og er það mjög veru- legt sparnaðaratriði. Með til- komu þessá vegar verður Vatna hjallavegur úr sögunni, a. m. k. fyrst um sinn. Það má til tíðinda telja, að eftir að þessi vegur var kominn í samband við öræfin, ók einn félagi FFA á 5 klst. úr Tómasar haga heim að húsi sínu á Akur- eyri. Styrkt úr fjallvegasjóði. Ferðafélag Akureyrar og ein- stakir áhugamenn um fjallaferð ir innan . þess félags og utan hafa lagt fram drjúga vinnu við þetta verk, sem jafnframt er styrkt af fjallvegafé og lýtur yf irstjórn Vegagerðar ríkisins. Ferðalag Öxnadalsárbrúar suð- ur um þenna nýja veg bendir til, að öðrum léttari flutningi ætti að vera þessi leið fær. í lok greinar Angantýs í „Ferðum“ lýsir hann leiðinni að fjallveginum þessum orðum: „Stytzta leiðin frá Akureyri til að komast á þann veg, sem hér hefur veíið sagt frá, er að fara þjóðveginn vestan Eyja- fjarðarár að Saurbæ, Rétt sunn an og neðan við bæinn þar er afleggjari til vinstri, merktur „V atnsendavegur", og brú á ánni. Þar er farið austur yfir og upp á hálsinn ofan við Núpu- fell og inn í Sölvadalinn, en hann skerst suðaustur í hálend- ið rétt þarna gegnt, sem kunn- ugt er. Hann klofnar um Tungnafell í tvo dali, þá nokk- uð dregur inn eftir, og heitir hinn vestari Þormóðsstaðadal- ur. Fjallið á milli Sölvadals og Eyjafjarðarsveitarinnar heitir Hólafjall.“ Eftir þessari nýju leið virð- ist fyrirhafnarlítið að skreppa í jeppa fram á öræfi að morgni sunnudags, njóta þar útsýnis yfir hrikalega og um leið töfr- andi náttúru, og koma heim að kvöldi. HARÐBAKUR kom inn í gærmorgun með 240 lestir af fiski eftir viku útivist. SLENDINGUR 49. ARG. . l OSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1963 . 32. TBL. Skúlustððakirkja 100 ara Fjölmenn helgiathöfn í tilefni afmælisins S.L. SUNNUDAG var minnzt 100 ára afmælis Skútustaða- kirkju. Hófst athöfnin með há- tíðlegri guðsþjónustu kl. 2 e. h. var kirkjan fagurlega skreytt. Veðrið var dásamlegt, sólskin og hlýtt. Mikið fjölmenni var. Sóknarpresturinn, sr. Órn Frið- riksson, prédikaði. Fyrir altari þjónuðu sr. Friðrik A. Friðriks- son Húsavík og sr. Sigurður Guðmundsson Grenjaðarstað. Aðrir prestar, viðstaddir athöfn- ina, voru: sr. Jón Bjarman, sr. Sigurður Haukur Guðjónsson og sr. Þórarinn Þórarinsson. Kirkjukórinn annaðist söng, og stjórnaði honum Jónas Helga- son Grænavatni. Kostaði á 2. þús. dali. Að guðsþjónustu lokinni var öllum boðið til kaffidrykkju í félagsheimilinu Skjólbrekku. Voru veitingar allar mjög rausn arlegar, sem konur í sókninni önnuðust. Meðan setið var und- ir borðum, fóru fram ræðuhöld, einnig söng kirkjukórinn við undirleik sr. Arnar Friðriksson- ar. Einsöngvari var Þráinn Þór- isson. Formaður sóknarnefndar, Jónas Sigurgeirsson, rakti sögu kirkjunnar síðustu 100 árin. Var hún byggð á árunum 1861— 1863. Frá árinu 1865 er til kostn aðarreikningur byggingarinnar, sem hljóðar upp á 1030 ríkisdali og 90 skildinga. Síðan hafa fai'ið fram endurbætur á kirkjunni. Á síðasta ári fór fram mikil og kostnaðarsöm umbót á henni, og var hún þá jafnframt raflýst. Allur sá kostnaður varð tæpar 170 þús. kr. Góðar gjafir. Ýmsar góðar gjafir bárust kirkjunni í tilefni þessara merku tímamóta. Þeir bræðurn ir Þórir, Steingrímur, Sigurður og Eggert Steinþórssynir gáfu vandað eintak af Guðbrands- biblíu (ljósprentað) til minning ar um móður þeirra, Sigríði Jónsdóttur. Þá gáfu börn sr. Árna Jónssonar og Auðar Gísla dóttur 30 altarisbikara úr silfri, hina fegurstu gripi, til minning- ar um móður sína. Frú Ólöf Árnadóttir afhenti hlutina með hlýlegu ávarpi fyrir hönd gef- enda. Þá bárust kirkjunni einn- ig kveðjur og ámaðaróskir. Var þessi dagur hinn ánægjulegasti og áreiðanlega öllum viðstödd- um minnisstæður. K. Þ. Skútustaðakirkja 100 ára. Ljósmynd Edvard Sigurgeirsson. RÝR BÁTAAFLI Á SKAGAFIRÐI Sauðárkrók 20. ágúst: Hér má teljast hafa vexúð aflalaust inn- fjarðar í allt sumar, en togskip- ið Skagfirðingur hefur oft feng- ið góðan afla á nærliggjandi miðum. Hefur hann í sumar lagt upp á 8. hundrað tonn hér og komið með 65—100 tonn eftir stutta útivist, t.' d. eitt sinn 92 t°nn eftir 5 daga veiði. Hefur Skagfirðingur þannig verið bjargvættur atvinnulífsins hér í sumar að verulegu leyti. Við- búnaður var hér til síldarsölt- unar, en engin branda komið. Mótorskipið Ingvar Guðjónsr- son, eigri Inga Sveinssonar o. fl., er nýlega komið hingað frá við- gerð í Noregi og farið á síld- veiðar. Spretta er hér yfirleitt góð, þó lítil háarspretta, og hafa sum ir bændur þessvegna tekið upp engjaheyskap á ný. Nýting er mjög misjöfn. f sumum sveitum Skagafjarðar með ágætum, en annarsstaðar slæm. Sérstaklega á Skaga, utan Ketubjarga. G.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.