Íslendingur


Íslendingur - 08.05.1975, Blaðsíða 2

Íslendingur - 08.05.1975, Blaðsíða 2
ÉG VOIMA AÐ OKKUR VERÐISÝISID ÞOUIMMÆÐI — segir Einar Helgason þjálfari KA í fófbolla — Ástandið í knattspyrnumálum hér á Akureyri er mun verra en það var fyrir nokkrum ár- um. Það er Iítil knattspyrna í ungu mönnunum og þeir eiga margt ólært. Við þurfum því að byrja frá byrjun og ég vona að KA-félagar skilji þetta og sýni okkur þolinmæði. Þetta sagði Einar Helgason, sem hefur verið ráðinn sem þjálfari fyrir KA í sumar. Einar mun þjálfa II. flokk, meistaraflokk og VI. flokk, en auk þess mun hann hafa eftirlit með III., IV. og V. flokki, en sjálf þjálfun þeirra flokka verður í höndum annarra. Þormóður Einarsson, einn af traustustu mönnum KA. Aðstaða til æfinga er fyrir neðan allar hellur á Akureyri að dómi Einars. Einar sagði að hann hefði verið hlynntur því að KA og Þór skildu að skiptum um ára- mótin og það gæfi óneitan- lega fleiri knattspyrnumönn- um tækifæri til þess að rcyna sig. Hins vegar verða menn að átta sig á því að það tekur tíma að ná sér á strik og koma Einar Helgason, þjálfari KA. upp liði sem vænla má ein- hvers árangurs af. — Eftir því sem mér hefur skilist þá hafa Þórsarar smal- að saman gömlu hetjunum. sem þeir ætla að láta keppa í sumar, sagði Einar. — Það getur vel skeð að þeir komi til með að standa sig í byrjun, en ég held samt að þetta sé röng stefna. Það þarf að byggja lið upp með því að hleypa að ung um mönnum. Og að því mun- um við KA—menn stefna. Það hefur sýnt sig á þeim æfinguin sem við höfum haft í vor að menn mæta vel. Mikill hluti þessa hóps er reynslulítill og hæfileikarnir eru mismiklir, en ég tel að úr þessum hópi rnegi vinna upp lið, sem binda megi vonir við í framtíðinni. Síðan kom Einar inn á það að nokkrir af fyrrverandi ÍBA mönnunum, sem tilheyra KA myndu spila með hópnum í sumar. — Það er gott að fá nokkra þeirra með í liðið, sagði Ein- ar. — Með því móti skapast góður kjarni, sem hægt er að byggja utan um. Af þeim sem verða með í sumar eru til dæm is Þormóður Einarsson, Eyjólf ur Ágústsson og Steinþór Þór- arinsson. Hins vegar höfum við misst Gunnar Blöndal sem nú spilar á móti okkur í !iði siglfirðinga. Kári Árnason hefur hug á að hætta núna og nú er útséð um að við fáum Árna Stefánsson, inark- manninn okkar, til KA aftur, þar sem hann er orðinn fastur liðsmaður hjá Fram. Við höf- um ekki ennþá fengið mark- nrann í hans stað, en erum með tvo unga menn í sigti, þá Rafn Benediktsson og Baldvin Stefánsson og ætla ég að reyna að leggja sérstaka rækt við þá í sumar, því það er erfitt að fylla markmannsstöðu í fót- boltaliði. Æfingar hjá II. flokki og meistaraflokki hófust í mars sl. en æfingar hjá hinum flokk unum byrjuðu unr mánaðamót in. Til að byrja með verða tvær æfingar í viku hjá yngri flokkunum, en Einar stefnir að því að fjölga þeim um eina og auk þess leggur hann á- herslu á að veita strákunum einstaklingsþjálfun og gefa þeim tækifæri á æfingalcikj- um. — Mér finnst að á undan- förnum árum hafi verið lögð alltof mikil áhersla á eldri hóp ana, á kostnað þeirra sem yngri eru, sagði Einar. — Þetta hefur haft í för með sér að við höfum séð á eftir mörgum mjög efnilegum fótboltamönn um, sem ekki höfðu biðlund í sér eftir að fá tækifæri til þess að sýna hvað í þeim bjó. Þessum strákum var endalaust lofað að þeir fengju svo og svo nrarga æfingaleiki, en það hefur oft orðið minna úr efnd- unum. Ég vona að strákarnir þurfi ekki að tínast úr lestinni í sumar vegna svikinna lof- orða. Síðan vék Einar að þjálfun- inni og sagði: — Mér finnst við íslend- ingar hafa tekiö skakka stefnu varðandi þjálfun á undanförn- um árum. Við höfum lagt allt- of mikla áherslu á að fá til okkar erlenda þjálfara. Flestir þeirra hafa verið enskir en ensk knattspyrna er orðin á eftir í heiminum í dag. Ég he!d að það sé skynsamlegri stefna að reyna að halda sig við það sem fæst hér heinra og nota hluta þess fjár sem fer í er- lenda þjálfara, lil þess að veita ungum mönnum tækifæri til þess að mennta sig við þjálf- unarstörf. Ég held að við ís- lendingar hefðum meira upp úr því þegar fram í sækir. f framhaldi af því langar mig til að koma því á framfæri að ég vona að Fram eða vest- mannaeyingar fari með sigur af hólmi í 1. deildarkeppninni í sumar, en það eru þau lið, sem hafa þorað að halda sig við innlenda þjálfara. Mér þætti það inikill sigur fyrir íslenska knattspyrnu ef þetta gerðist. Að lokum spurðum viö Ein- ar unr aðstöðuna hér á Akur- eyri til æfinga: — Aðstaðan hér er vægast sagt hörmuleg. Það sem af cr vorinu höfum við æft á Sana- vellinum. Oft hefur hann ver- ið slæmur, en aldrei eins og nú. Það má með sanni segja að hann sé ónothæfur og jafn- vel hættulegur. Okkur hefur nú verið boðin æfingaaðstaða á grasfletinum fyrir ofan menntaskólann, en sá völlur er einnig í algjörri niðurníðslu. Yngri flokkarnir hafa haft aðstöðu á moldar- vellinuin fyrir neðan grasvöll- inn við Brekkugötu. Að mín- um dómi er hann hvorki meira né minna en heilsuspillandi fyrir börnin. Þarna leika þau sér í moldarmekki og ryki frá aðalumferðargötunni inn í bæ inn. Eini ljósi punkturinn í vallarmálum okkar er loforð um eina æfingu í viku á gras- vellinum við Brekkugötu í sumar, sagði Einar Helgason, þjálfari KA, að lokum. Æfingaiafla KA Meistarafl. og II. fl. mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 7.30 e. h. — Einar Helgason. 3. fl. þriðjudaga og fimmtudaga kl. 8.30 e. h. — Þormóður Einarsson. 4. fl. þriðjudaga og fimmtudaga kl. 7.30 e. h. — Jóhann Jakobsscm. 5. fl. mánudaga og fimmtudaga kl. 2 — 4.00 e. h. — Baldur Árnason. 6. fl. mánudaga og fimmtudaga kl. 4.00 e. h. — Einar Helgason. Æfingar meistarafl., 2. fl., 3. fl. og 4. fl. fara fram á Sanavelli til að byrja með. — 5. fl. á moldarvelli á iþróttasva;ði og á svæði við Lunds- skóla. — 6. fl. á íþróttasvæði. Geymið auglýsinguna. Knattspyrnudeild innan Leifturs Stofnfundur Knattspyrnu- Eru þá deildirnar innan í- deildar Leifturs var haldinn þróttafélagsins orðnar tvær, þriðjudagskvöldið 24. apríl skíðadeild og knattspyrnu- sl. Fundurinn var haldinn í deild. Tjarnarborg. Þar var kosin Ákveðið er að ráða í sum- stjórn knattspyrnudeildarinn ar knattspyrnuþjálfara úr ar og eru eftirtaldir í stjórn- Reykjavík. inni: Formaður Gestur Sæ- Nýi knattspyrnuvöllurinn, mundsson, varaformaður sem fyrirhugað var að taka í Ægir Ólafsson, gjaldkeri Júl- nolkun í sumar, verður að íus Magnússon, ritari Albert öllum líkindum ekki kominn Ágústsson, meðstjórnandi í nothæft ástand á þessu Jakob Ágústsson. sumri. — H. J. 2 - ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.