Íslendingur


Íslendingur - 02.12.1976, Blaðsíða 2

Íslendingur - 02.12.1976, Blaðsíða 2
Hart barist í leik Þórs og ísfirðinga á laugardaginn. ÞÚR8ARAR HEPPNIR AÐ VIIMIMA Í8FIRÐIIMGA Tveir leikir voru leiknir í 2. deild fslandsmótsins í körfubolta í Skemmunni um helgina. Þór og ísfirðingar léku á föstudag og sunnudag, en samkomulag varð milli liðanna um að leika báða leiki sína í mótinu á Akureyri núna, þar sem ísfirðingar hafa ekki löglegan heimavöll. Þór vann báða leikina og í bæði skiptin með 2 stigum. Var sigur Þórs sanngjarn í fyrri leikn- um, sem fram fór á föstudagskvöldið, en á sunnudaginn voru þeir heppnir að ganga með sigur af hólmi. Þá höfðu ísfirðingar haft yfir allan leikinn, en Þórsarar „stálu“ sigrinum á síðustu sekúndunum. Leikirnir voru ekki vel leiknir, léleg skorun og hittnin í lágmarki, sérstaklega hjá Þórsurum. Þrátt fyrir það voru leikirnir hörkuspennandi, þar sem mjótt var á mununum í lokin. Tindastóll sigraði KA KA lék sinn fyrsta leik í 3. deild íslandsmótsins í körfubölta á sunnudaginn, við Tindastól frá Sauðár- króki. Sigraði Tindastóll með nökkrum yfirburðum, 54-39. Riðlakeppni er í 3. deild- inni og er KA í riðli með Tindastól og UÍA. Næsti. leikur KA er ekki fyrr en í febrúar og er sá leikur fyrirhugaður við UÍA á Eskifirði ef völlurinn þar er löglegur. Er niðurröðun ileikja í 2. og 3. deild karla í körfuboltanum og 1. deild kvenna furðuteg. Akureyr arliðin hafa t. d. leikið frá 1 og upp í 4 lei'ki, en eiga ekki næstu lei'ki fyrr en í febrúar. Sigraði líka i 4. flokki íslandsmótið í yngri flokk- unum í körfubolta er hafið. í Norðurlandsriðli eru KA, Þór og Tindastóll í 4. flokki og léku KA og Tindastóll á sunnudaginn. — Tindastóll sigraði með nokkrum yfir- burðum, 19-10. SNIÐILL hf. |j Óseyri 8, Akureyri. Sími 2-22-55. Hefur söluumboð á Norðurlandi fyrir: SIMCA 1100, 1307/1508 Dodge fólksbíla, jeppa og flutningabíla Plymouth fólksbíla og jeppa frá hinum frægu CHRYSLER bílasmiðjunum í Banda- ríkjunum og Frakklandi. Hafið samband við SNIÐIL hf. sem hefur margra ára reynslu í bílasölu og þjónustu og kynnið yður úrvalið og kjörin áður en þér ieitið annað. Ifökull hf. ÁRMÚLA 36 REYKJAVÍK Sími 84366 Þór hafði forystuna frá byrj un í fyrri leiknum. Þó sýndi liðið engan yfirburðaleik og hittnin var í lágmarki. Þegar 5 mínútur voru eftir af leikn- um, höfðu Þórsarar 8 stiga forystu, en á þeim mín., sem eftir voru, skoruðu þeir ekki nem'a 5 stig, og ísfirðingum tókst að jafna, 45-45. Ólafi Gunnarssyni tókst síðan að tryggja Þórsurum sigurinn í svokallaðri bónus-framleng- ingu, sem Þórsarar fengu vegna þess, að ísfirðingar voru komnir með meira en 10 vill- ur. Sem dæmi um lélega hittni Þórsara má geta þess, að þeir skoruðu ekki nema úr 6 víta- skotum af 21, sem þeir fengu. Stigahæstir hjá Þór voru: Hjörtur Eiríksson með 14 stig, Stefán Hallgrímsson með 9 stig og Ólafur Gunnarsson og Axel með 8 stig. Óli R. Ingi- marsson var langstigahæstur ísfirðinganna með 17 stig. f seinni leiknum höfðu Is- firðinigar yfirhöndina þar til á síðustu mín. Mest höfðu þeir 12 stig yfir undir lok fyrri hálfleifcs, en í hálfileik höfðu þeir 9 stig yfir, 28-19. Þórsarar byrjuðu að saxa á forskotið í upphafi síðari hálf leiks og áttu þá góðan sprett. Hjörtur Eiríksson jafnaði síð- an fyrir Þór þegar rúmlega 1 mín. var til leiksloka og stuttu síðar skoraði hann sigurkörf- una. Hjörtur leggur mikið á sig til að leika með Þórslið- inu. Hann er kennari við Stóru-Tjarnarskóla, en ekur til Akureyrar á æfingar tvisv- ar í viku. Þar við bætast ferð- ir vegna leikjanna. Þórsarar voru heppnir að vinna í þess- um leik og var sigur þeirra ekki sanngjarn. Stigahæstir voru: Axel Harð arson með 13 stig og Hjörtur Eiríksson með 12 stig. Stiga- hæstir ísfirðinganna voru Karl Jensson með 12 stig og Ómar Torfason með 10 stig. Leikirnir voru báðir lélegir og illa leiknir. Hittni liðanna, sérstaklega Þórs, var í lág- marki, sem sést af skoruninni, 47-45 í fyrri leiknum, og 46- 44 í þeim seinni. Svipaðar töl- ur eins og gengur og gerist hjá kvennaflokkum. Þórsliðið má taka sig veru- lega á ef það ætlar að eiga möguieika á sigri í deildinni. Menn eins og Eiríkur Sigurðs- son og Axel Harðarson, sem oft hafa skorað um 20 stig í leik, sáust varla. Sérstaklega á það við um Eirík, sem skor- aði e’kki nema 5 stig í fyrri leiknum og 3 í þeim síðari. Axél náði sér aðeins á strik í seinni leiknum, en var þó langt frá sínu besta. ísfirðing- ar skoruðu mörg stig úr hraða upphlaupum í leikjunum og oft voru Þórsarar seinir í vörn ina og fengu á sig óþarfa stig af þeim sökum. Þórsarar fá góðan tíma til að l'aga það sem laga þarf, því næstu leikir þeirra í mótinu verða ekki fyrr en í febrúar. Alfreð Tuliníus og Gunn- laugur Björnsson dæmdu báða þessa leiki og áttu þeir bestan leik af þeim sem voru á vell- inum. BLAK: U.M.S.E. tapaði fyrir Þrótti UMSE lék við Þrótt í 1. deild íslandsmótsins í blaki um helgina. Fór leikurinn fram' í íþróttaskemmunni á Akureyri. Þróttarar unnu nokkuð öruggan sigur, unnu allar hrinurnar, en Eyfirðingar veittu þeim harða keppni, sérstaklega í síðustu hrinunni. Þróttar- ar unnu fyrstu hrinuna 14- 8, aðra 15-8 og þá síðustu 17-15, en þá hrinu voru Eyfirðingar nærri því að sigra. Þróttarar eru taldir með sterkustu liðum lands- ins í blaki um þessar mund ir og líktegir til sigurs í ís- landsmótinu. Tap og sigur hjá Þórs- stúlkunum Meistaraflokkur Þórs í kvennaflokki lék tvo leiki í 1. deild íslandsmótsins í handbolta um helgina. ViS Val á laugardaginn í Laug- ardalshöllinni og við FH- inga á sunnudaginn í Iþróttahúsinu í Hafnar- firði, en FH-ingar urðu ís- landsmeistarar utanhúss í sumar. Leikurinn á móti Val var jafn framan af, en þegar Vatestúlkurnar færðu sig framar í vörninni fór allt í baklás hjá Þórsstúlkunum og Valur vann stórt, 15-7. Þórsstúlkurnar hefndu ófaranna á móti Val, er þær mættu FH-ingum á sunnudaginn. Þá sigruðu þær með þriggja marka mun, 12-9. Næsti leikur þeirra í mót inu verður fyrir sunnan 9. janúar. IMæstu leikir Þors og KA í meistara- flokki karla Á laugardagin kl. 4 leika Þórsarar við Fylki, en sá leikur er liður í íslandsmót inu í handbolta 2. deild. KA lei'kur ekki í deild- inni en þeir fara suður og léika við Stjörnuna í Bik- arkeppni HSÍ. Samkvæmt mótaskrá, á fyrri leikur Þórs og KA að fara fram laugardaginn 11. desember. Líkur eru á því að leiknum verði flýtt fram á föstudag eða fimmtudag, en það veltur á því hvort mögulegt verður að fá dóm ara frá Reykjavík á þeim tíma. Sandnám Hreppsnefnd Glæsibæjarhrepps óskar eftir til- boðum í sandtöku á Gásaeyri, frá n. k. áramótum. Tilboðunum skal skila til oddvita hreppsins fyrir 20. des. 1976 og skulu þau miðast við magn (tonn). Hreppsnefndin 2 — ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.