Íslendingur


Íslendingur - 04.10.1977, Blaðsíða 2

Íslendingur - 04.10.1977, Blaðsíða 2
...íþróttir...umsjónarmaöur: HalldórM. Rafnsson...íþróttir... Loksins hafa lyftingamenn fengið húsnœði Senda sex menn á N orðurlandamótið - sem haldið verður í Svíþjóð í vetur Bernharð byrjaði á því að kynna lyftingamennina, en þeir kom fram, að þeir eru flestir innan við tvítugt. Hafa þeir æft 5 sinnum í viku, 2 tíma í senn. Þá kom einnig fram, að íþrótta- menn úr öðrum íþróttagrein- um, æfa þarna lyftingar á meðan þeir eru að byggja upp þrek. Bernharð gat um þær umræð ur, sem orðið hafa um lyfja- notkun lyftingamanna að und- anförnu. Sagði hann, að til að fyrirbyggja slíkt hafi þeir sett í lög félagsins, að hver lyftinga- maður færi í læknisskoðun einu sinni á ári. Þá kom fram hjá Bernharð, að mikill áhugi væri fyrir stofn- un öldungadeildar innan félags- ins og væru allir velkomnir á þær æfingar. Þá kom einnig fram áhugi fyrir samstarfi við Iþróttafélag fatlaðra. Fjárhagur lyftingafélagsins hefur verið slæmur. T.d. hefur það verið erfiðleikum háð, að halda lögleg mót, þar semfélag- ið átti ekki löglega vigt. í þessu tilfelli hljóp Kiwanisklúbburinn Kaldbakur í skarðið og gaf félaginu vigt. Hjörtur Gíslason kynnti síð- an íþróttina, en allir lyftinga- mennirnir tóku þátt í þeirri kynningu og sýndu ýmsar lyft- ur. Haraldur Olafsson gerði sér lítið fyrir í þeirri kynningu og bætti eigið íslandsmet í jafn- höttun um V/i kg., svo eflaust má búast við miklu af Haraldi í vetur. Hjörtur sagði, að æft Framhald á 6. síðu Akureyrskir lyftingamenn hafa nú tekið í notkun nýtt æfingahús- næði í Lundaskóla, sem þeir hafa innréttað sjálfir. Lyftingaíþróttin er ung á Akureyri og hafa þeir sem stundað hafa þessa íþrótt verið á hrakhóium með aðstöðu, þar til nú. En iyftingamennirnir hafa þó ekki verið á því að gefast upp, þó aðstaðan hafi ekki verið upp á það besta, og árangur þeirra á mótum hefur verið með ágætum. Bern- harð Haraldsson kynnti starfsemi lyftingafélagsins og Hjörtur Gíslason kynnti íþróttina, ásamt félögum í klúbbnum, á blaðamannafundi, sem haldinn var í Lundaskóla nýlega. Hjörtur Gíslason, formaður lyftingafélags Akureyrar. Mark leiðbeinir Þresti Guðjónssyni á æfmgu í gær. Æfingar daglega Þórsaraf binda miklar vonir við Bandaríkjamanninn í körfubotíanum - Ég þekki lítið til körfu- knattleiksins hjá ykkur enn- þá og get því lítið um hann sagt, en ég hlakka til sam- starfsins við Þórsarana, sagði Mark Christensen, 25 ára bandarískur körfuknatt- leiksmaður, sem Þórsarar hafa fengið til að þjálfa og leika með 1. deildarliði félags ins í körfuknattleik, þegar blaðamaður fslendings leit inn á æfingu hjá liðinu á laugardaginn. - Ég mun einnig sjá um þjálfun yngri flokka félagsins, sagði Mark, og hlakka ég sérstaklega til þeirrar starfsemi. Mark hef- ur haft daglegar æfingar síð- an hann kom sl. föstudag. Sl. ár dvaldi Mark i Kanada, þar sem hann stund aði nám og lék körfuknatt- leik. Var hann valinn í hóp 5 bestu körfuknattleiksmanna í Kanada og kunnugir telja að hann sé bestur af þeim Framhald á 7 síðu Arni Sverrisson þjálfar Þórsarana Þórsarar hafa nú ráðið Árna Sverrisson þjálfara fyrir mfl. kárla í handknattleik og mun hann þjálfa liðið í vetur. Arni er enginn nýgræðingur við þjálf- unarstörf, þó ekki hafl hann starfað mikið við slíkt á sið- ustu árum. Fyrir um 15 árum þjálfaði hann um árabil hjá KA, en síðan tók hann við þjálfun 3. flokks ÍBA. Þar voru þá að vaxa upp leikmenn, sem siðan áttu eftir að gera garðinn fræg- an. Má þar meðal annarra nefna Þorleif Ananíasson, Hall- dór Rafnsson, Aðalstein Sigur- geirsson, Ragnar Ingólfsson ofl. Einnig þjálfaði Árni mfl. ÍBA á sinum tíma. Á siðustu árum hefur hann unnið mikið að dómarastörfum og verið einn af okkar bestu dómurum. KA fær 150 þús. Bæjarráð hefur samþykkt, að veita Knattspyrnufélagi Akur- eyrar 150 þús. kr. viðurkenn- ingu, í tilefni þess að félagið hefur unnið sér rétt til að leika í 1. deild fslandsmótsins í knatj- spyrnu á komandi leikári. Minna gat það nú naumast ver- ið, en bæjarráð hefur verið bundið 100 þús. kr. viðurkenn- ingunni, sem veitt var til Þórs- ara i fyrra, þegar þeir unnu sér Framhald á 6. síðu 2 - ISLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.