Íslendingur


Íslendingur - 29.12.1977, Blaðsíða 5

Íslendingur - 29.12.1977, Blaðsíða 5
drykk Helena Dejak, 'ar yoga og hef- 'ði honum smásaman tjóni. Það sem stingur mig mest í augun hér á landi er þetta mikla kökuát íslendinga. Þið borðið í tíma og ótíma þessar sætu kökur og stóru stríðstertur. Ég hef þá reglu að baka aldrei neitt úr hvítu hveiti, hvítumsykrieða neinum þeim efnum sem ekki eru náttúruleg. í staðinn nota ég heilhveiti og hunang, og önnur náttúrleg efni. Ég tel að maður fái nóg af sykri úr ávöxtum. Þá er ég ekki síður undrandi yfir því að hér er mjólk drukkin með öllum mat, sem alger aukafæða. Fyrir utan það, þá á alls ekki að drekka með mat, einungis á undan eða á eftir. Með því að drekka með mat, eyðileggur maður munnvatnið, en tilgang- ur þess er, að vera manni til hjálpar við að tyggja fæðuna, sem er upphafið á meltingunni. þegar barnið er mjög ungt og hefur ekki bragðskyn. Lýsi inni- heldur mikið af A og D vítamín- um, sem eru nauðsynleg fyrir barnið og hér á landi kemur það í stað sólar í mínu heimalandi. Börn borða einungis það sem við, þeir fullorðnu, veljum handa þeim, svo að við verðum að vanda valið. Það sem valið er handa börnum fyrstu árin, mun að öllum Iíkindum verða uppi- staðan í því sem þau borða það sem eftir er æfinnar. Gefið börnum ykkar mjólk, en ekki undanrennu, þar sem mjólk inniheldur þau næringarefni sem börn þurfa á að halda þegar þau eru að vaxa, en undanrenn- an ekki. Helena Dejak. • „Lýsið kemur í stað sól- ar í mínu heimalandi“ Þá er mér ofarlega í huga, þegar ég sé ungar mæður í verslunum, sem eru að kaupa þessar dósir með verksmiðjuframleiddum mat, að segja þeim, að sleppa þessu og útbúa matinn heldur sjálfar. Ég hef aldrei gefið barn- inu mínu slíkan mat og mun ekki gera. Heldur pressa ég ban- ana, sýð gulrætur, og brytja nið- ur epli, til að gefa því næringar- ríka fæðu og ná þessum bragð- tegundum sem eru í þessum krukkum. Þá tel ég ákaflega þýðingarmikið að börnum sé gefið ufsalýsi úr flöskum. Byrja, • „Þegar heilsan bilar, þýðir ekki að kenm öðrum en sjálfum sér „Það er mitt álit að hver lifi sínu lífi sjálfur og að það sé ekki mitt að segja fyrir verkum. En þegar heilsan bilar, þýðir ekki að kenna öðrum um en sjálfum sér. Og því þá ekki að hugsa um heilsuna og mataræðið í tíma, áður en það er um seinan? Yoga er ekki aðeins að standa á haus, heldur að huga um sjálfan sig, heilsu sína, mataræði, og upp- götva sjálfan sig, sem þýðir að vera þú sjálfur." Gunnar. Minningarorð um Einar G. Jónasson á Laugalandi Nýlega lést í hárri elli Einar Gísli Jónasson bóndi á Lauga- landi á Þelamörk. Einarfæddist 23. apríl 1885 í Stóragerði í Skriðuhreppi í Eyjafjarðar- sýslu. Voru foreldrar hans Guð- rún Jóhannesdóttir bónda á Svalbarði á Svalbarðsströnd og Þúfnavöllum í Hörgárdal Guð- mundssonar og Jónas Jónsson bónda á Barká í Hörgárdal Ólafssonar. Einar nam búfræði á Hólum í Hjaltadal og brautskráðist það- an 1909. Gerðist hann síðan kennari í Glæsibæjarhreppi í Eyjafjarðarsýslu og sinnti því starfi í þrjá áratugi. Búskap hóf hann í Grjótgarði á Þelamörk 1922, en árið 1925 fluttist hann að Laugalandi í sömu sveit og bjó þar síðan og var brátt kvaddur til nær allra hugsan- legra trúnaðarstarfa, enda skarpgáfaður, samviskusamur og duglegur, svo að sveitungar hans höfðu á honum hið mesta traust í hvívetna. í hreppsnefnd var hann kosinn þegar 1916 og litlu síðar oddviti, en hrepp- stjóri ogsýslunefndarmaðurvar hann kosinn 1938. Gegndi hvorutveggja starfinu meðan heilsa entist. Þá var hann langa hríð formaður sparisjóðs og sjúkrasamlags Glæsibæjar- hrepps og i skattanefnd meira en 40 ár. Jafnan var hann full- trúi á aðalfundum Kaupfélags Eyfirðinga og urðu þeir aðal- fundir milli 40 og 50 er hann sat. Á fyrstu búskaparárum sinum vann Einar mikið að túnmæl- ingum og gerði uppdrætti túna í Glæsibæjarhreppi og fleiri hreppum í nágrenninu. Þá var hann oft dómkvaddur til að meta jarðir, hús og önnur verð- mæti víða í héraðinu. Einnig vann hann oft vor og haust við Gróðrarstöðina á Akureyri. Svo sem fram var komið, var Einar sístarfandi að félagsmál- um, og auk þess sem fyrr getur vann hann að ungmennafélags- málum, og þrisvar sinnum völdu Sjálfstæðismenn í Eyja- fjarðarsýslu hann í framboð við alþingiskosningar. Hlaut hann mikið fylgi, þó ekki entist hon- um til þingætis, enda við ramman reip að draga á þeim vettvangi eins og þá var háttað. Margvíslegan heiður sýndu þeir Einari sem best þekktu hann og gerst kunnu að meta störf hans. Bæði var hann heiðursfélagi í hinu eyfirska barnakennarafélagi og í Búnað- arfélagi Glæsibæjarhrepps, svo að dæmi séu talin. Hitt er þó meira að Einar á Laugalandi var af hverjum. sem honum kynntist, talinn vammlaus ágætismaður sem hvarvetna skipaði sæti sitt og vann verk sitt með sóma og prýði. Að lokum langrar ævi þakk- ar íslendingur giftudrjúg störf Einars á Laugalandi, óhvikulan stuðning hans við góð málefni og biður máttarvöldin að blessa minningu hans. Gísli Jónsson Bókaforlagsbók: Saga hestalækn- ínga á Islandi ,,Saga hestalækninga á Islandi" nefnist bók, sem komin er út hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar hf. eftir Georg J. Houser. Á bókar- kápu segir: ,,Allt frá því að menn fyrst tömdu dýr til brúkunar, hafa þeir eftir megni reynt að verja þau veikindum, lækna margskonar al- varlega kvilla og jafnvel alvarlega sjúkdóma. Saga slíkra tilrauna er forsaga dýralækninga nútímans. Brautryðjendur þessara fræða voru dýralæknar, sem höfðu mik- inn áhuga, ekki aðeins á sögu sér- greinar sinnar, heldur einnig á þjóðtrú og þjóðháttum. Þó að ís- Íenskir bændur hafi því sem næst eingöngu stundað búfjárrækt um 1100 ára skeið, eru engu að síður eyður í sögu íslenskra húsdýra. Til að fylla í þær eyður að einhverju leiti hefur höfundur þessarar fróð- legu bókar rannsakað þær lækns- aðgerðir, sem íslendingar beittu gegn sjúkdómum á hrossum. Saga hestalækninga á jafnmikið við menn og læknisaðgerðir. Ekki er aðeins um að ræða bændur og hug- myndir þeirra, heldur einnig lærða dýralækna og þá sjálflærðu menn, er fengust við lækningar á skepnum í heimahögum, afstöðu þeirra til al- ómennings og hvers til annars. Þannig er dreginn fram einn þáttur í menningarsögu íslands. Jafn- framt er hér gerð grein fyrir aðal- ástæðum þess, að hann er einstakur í sinni röð á Norðurlöndum." Bókin er 360 bls. að stærð og t lok bókarinnar er heimilda og nafna- skrár. Frágangur bókarinnar er allur hinn vandaðasti. Bessastaðakex Súkkulaðistengur Margir lesendur hafa haft samband við blaðið og látið í ljós ánægju með þær upp- skriftir, sem við höfum birt að undanförnu, en þær hafa allar verið fengnar hjá Náttúru- lækningafélagi Akureyrar. Hafa margir óskað eftir því að blaðið birti fleiri slíkar upp- skriftir og verðum við hér með við þeim óskum og birtum uppskriftir af Bessastaðakexi og súkkulaðistöngum. Bessastaðakex 250 gr. heilhveiti 80 gr. púðursykur 70 gr. smjörlíki 'Á egg 2-3 matskeiðar rjómi eða mjólk /2 teskeið hjartasalt Hráefninu er blandað saman. Síðan hnoðað í deig og það flatt út, en ekki mjög þunnt. Mótað í kringlóttar kökur sem síðan eru pikkaðar með gaffli. Kökurnar bakaðar við meðal- hita, þar til þær verða ljós- brúnar. S úkkulaðistengur 100 gr. heilhveiti 100 gr. smjörliki 160 gr. heilhveiti 106 gr. smjörliki 106 gr. púðursykur 1 matsk. kakó 1 tesk. vanilludropar '/2 egg Heilhveiti, kakói, púðursykri og smjörlíki blandað saman. Smjörlíkinu hnoðað vel sam- an við hveitið, en síðan er egginu og vanilludropunum bætt í. Síðan hnoðað í lengjur, sem eru skornar í hæfilega langa bita. bakað við meðal- hita. AUGLÝSENDUR íslendingur kemur alltaf út á þriðjudögum. - Skilafrestur á auglýsingum er til kl. 13á mánu- dögum. iSLENDINGUR - 5

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.