Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 24.01.1970, Blaðsíða 12

Íslendingur - Ísafold - 24.01.1970, Blaðsíða 12
Fylgizt með fréttunum fyrir 300 kr. á ári... lw‘n—' islendintfur -kaíoM Laugardagur 24. janúar 1970 * Anægfulegur áfangi Það var hátíðablær yfir Akureyri um síðustu helgi, er stærsta skipi, smíðuðu af íslenzkum höndum og liag- leikni, var lagt í sína fyrstu sjóferð, út eftir Eyjafirði, strandferðaskipinu HEKLU. I þeirri ferð ríkti óskipt á- nægja yfir íslenzkri verk- þekkingu og getu, ásamt bjartsýni um framtíðarat- vínnuveg, sem hingað til hef ur ekki verið áberandi hér á landi, en vonir hafa nú vakn að um, að cigi eftir að renna stoðum undir atvinnulíf og efnahagsafkomu þjóðarinn- ar. Allir játa, að mikilsvert só fyrir íslendinga, — eyþjóð- ina, — að eiga sér trausta farkosti á höfunum. Eyfirðingar eru að vísu engir byrjendur í skipa- smíði. Eyvindur duggusmið- ur og Þorsteinn á Skipalóni voru í þeim efnum nokkuð á undan sínum tíma, og því ekki óviðeigandi, að fyrsta stóra stálskipið leggi fyrst frá landi í eyfirzkri höfn. — Og hvar sem niður er gripið í ræður fyrirmanna við þessa eftirminnilegu athöfn um liðna helgi, bera þær vott um fullt traust til frekari af- reka skipasmíðastöðvarinnar á Akureyri. Skipaskoðunarstjóri ríkis- ins sagði í ræðu sinni við nf- hendingu Heklu: „ . . . ég tel smíði þessa skips, þegar á heildina er lit- ið, fyllilega sambærilega við það, sem almennt gerist hjá erlendum skipasmíðastöðv- um, sem smíða svipuð skip og þetta. Það er jafnvel hægt að fullyrða, að ýmis vinna, t.d. frágangur á vistarverum, bæði farþega og áhafnar, er öllu vandaðri og betur gerð- ur en víða sézt frá erlendum stöðvum. Þetta skip er því sem heild til sóma íslenzkri iðnaðarstétt . . . .“ Á sömu lund féllu aðrar ræður. Kom þar fram, að við byggingu skipsins hefðu sýni lega unnið iðnaðarmenn, sem trúandi væri fyrir meiri og jafnframt vandasamari verk efnum, og kemur þá fram staðfes'ing á því, að Akur- eyri sé vel stödd með verk- mennt og verkvöndun þeirra iðnaðarmanna, sem að smíðinni hafa unnið og að æskilegt sé, að þeir geti not- ið sinna högu handa á hcima slóðum. Bygging Hcklu er því sigur fyrir þá um leið og hún er sigur Slippstöðvarinn ar hf., forstjóra hennar og bæjarins. En jafnframt — og þá kannske fyrst og fremst — sigur þjóðarinnar, er með þessu verki getur horft fram á þýðingarmikil verkefni, sem hún getur leyst sjálf, en lét áður aðrar þjóðir vinna. I SJÁLFSTÆÐISHIJSIÐ AKUREYRI —REYKJAVÍK Kosakka parið DUO NOVAK skemmtir föstudags-, Þnðjudaga og fostudaga kl. 9.30. AKUREYRI — HÚSAVÍK: Mánudaga, miðviku- laugardags- og sunnudagskvöld. ■ j J daga. fimmtudaga og Iaugardaga kl. 17. SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ, AKUREYRI. - SlMI 12970. U/ Afgreiðsla: FERÐASKRIFSTOFÁ AKUREYRAR. I I . ......^ l Skíðastökkbraut tekin í notkun á Ólafsfirði i B 1 1 I I I 1 I 1 Laugardaginn 17. janúar var formlega tekin í notkun á Ol- afsfirði stökkbraut úr járn- bentri steinsteypu, sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. — Brautin stendur svo að segja inni í miðjum bæ og þurfa skíða menn því ekki að leggja á sig mikil ferðalög til að æfa skíða- stökk. Brautin er aðallega ætl- uð til keppni fyrir yngri kynslóðina, en er einnig mjög góð æfingabraut fyrir þá sem eldri eru. í þessari braut á að vera hægt að stökkva allt að 17 metra. Mælingar og teikningar af brautinni eru gerðar af Einari B. Pálssyni, útlitsteikningar eru gerðar af teiknistofu Helga og Góð gjöf fil Iflinjasafnsius Sl. þriðjudag afhenti Jóhann Hafstein, ráðherra, Minjasafn- inu á Akureyri einstakt mál- verk að gjöf. Það var málað ár- ið 1855 af dönskum málara og sýnir verzlunarhús Hafsteens kaupmanns og konsúls á hinni gömlu Akureyri. Hefur mál- verk þetta verið í eigu ættar- innar þar til nú, að Jóhann Haf stein færði Minjasafninu það að gjöf. Stjórn Minjasafnsins var við- stödd athöfnina, og þakkaði Sverrir Pálsson þessa höfðing- legu gjöf fyrir hönd stjórnar- innar. Vilhjálms Hjálmprsona, járna- teikningar af Edgar Guðmunds syni, sem hafði einnig eft.irlit með byggingu hennar. Kostnað ur við stökkbrautina er nú am 350 þúsund krónur. Iþróttafé- lagar hafa lagt þar fram mikið sjálfboðaliðastarf og einnig hafa félagar úr Rotaryklúbb Ó1 afsfjarðar aðstoðað mikið við byggingu brautarinnar. Einar B. Pálsson hefur einnig mælt fyrir stærri stökkbraut í svo- nefndu Kleifarhorni, og er hún, ásamt togbraut, næsta verkefni íþróttamanna í Ólafsfirði. Norskur skíðakennari er væntanlegur til staðarins á veg- um SKÍ og mun hann kenna göngu og stökk um hálfsmán- aðar skeið. í febrúar verður haldið minningarmót um Krist- in Stefánsson, en þá er keppt í norrænum greinum og nafa keppendur undanfarin ár verið frá Akureyri, Dalvík og Fljót- um, auk heimamanna sjálfra. Þá fer Norðurlandsmótið fram á Ólafsfirði síðar í vetur. Þegar brautin var tekin í notkun fór fram stökkkeppni, en vegna rúmleysis í biaðinu er ekki unnt að birta úrslit hennar fyrr en í næsta blaði. Sveit Mikaels vann Nýlega lauk keppni í meist- aramóti Bridgefélags Akureyr- ar, sem staðið hefur yfir und- anfarnar vikur. Úrslit urðu þau að sveit Mikaels Jónssonar sigr aði, hlaut 102 stig. Auk Mikaels eru í sveitinni: Baldur Arna- son, Jóhann Gauti, Ragnar ^teinbergsson, Sigurbjörn Bjarnason og Sveinbjörn Jóns- son. — í næstu sætum voru þessar sveitir. 2: Sveit Soffíu Guðmundsdótt ur með 95 stig. 3. sveit Harðar Steinbergssonar 91 stig. 4. sveit Guðm. Guðlaugssonar 74 stig, og 5. sveit Halldórs Helgason- ar með 71 stig. Alls tóku 8 sveitir þátt í keppninni og féllu tvær neðstu sveitirnar niður í fyrsta fiokk. í fyrsta flokki sigraði sveit Jó- Vi^nns Guðmundssonar, og í 2. sæti varð sveit Ólafs Agústs- sonar. Færast þær upp í meist- araflokk. Næsta keppni Bridgefélags Akureyrar verður 4 kvölda hraðkeppni, og hefst hún þriðju daginn 3. febr. að Bj'argi. Gullna hliðið frumsýnt sl. fimmtudagskv. Leikfélag Akureyrar frum- sýndi Gullna hliðið eftir Davíð Setfánsson fimmtudagskvöldið 22. jan. Húsið var nær fullskip- að og undirtektir áhorfenda með ágætum. Á undan sýning- unni flutti Gísli Jónsson menntaskólakennari ávarp í minningu Davíðs Stefánssonar. Umsögn um leikinn mun birtast í næsta tölublaði, og þá verður jafnframt rætt nokkuð um leik I húsmál á Akureyri, tæpitungu- Uaust. Þórhalla Þorsteinsdóttir (kerlingin) og Marinó Þorsteinsson (LyklaPétur) í hlutverkum sínum BiMHH kaupið 99íslending-fsafold9% sími 21500

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.