Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1946, Blaðsíða 1

Faxi - 01.11.1946, Blaðsíða 1
7.-—8. tbl. 6. ár. Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík Sigvaldi S. Kaldalóns, tónskóld „Æ, hvar er blómið blíða“. ÞaS var SA hversdagsleiki yfir skvja- fari himinsins. Dökkgrá láskýin virtust kiprast saman og það varð ekki betur séð en þau ættu fult í fangi með að tárfella ekki. Mest bar þó á tveimur næstum svört- um hnoðrum suður yfir Reykianesfjall- garði. Þeir litu tít eins og sorgarslæður yfir Fjallinu eina og Heiðinni há. Það var heldur ekki að ástæðulausu þó að jafnvel þau væru slegin sorg. Tónskáldið, sem með titrandi tónum sínum hafði gert vin- áttusamning milli mannanna og einstæð- ingslegra eldfjallanna, sem mennirnir hafa hatað og óttast frá ómuna tíð, — Sigvaldi Kaldalóns var við gröf þá, er átti að geyma jarðneskar leifar hans, en sál hans ómaði í sálum viðstaddra förunauta hans, sem urðu eftir af honum að sinni. . Líkfylgdin leið ofur hægt áfram að leg- stað læknisins sem hlotið hafði í vöggugjöf þá snilligáfu að hagnýta töframátt tón- anna og taka þá í þjónustu þess málefnis sem honum var hugleiknast, það er fegr- un mannlífsins. Matkmiðið er ekki dulið, enda ræðst Kaldalóns ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Stax í fyrsta lagi sínu er hann auðmjúklega biðjandi og leitandi að blómi. Hann þekkti og kunni að rneta blómskrúð og blómaangan, vissi gildi þess fyrir mann- legan þroska og fegurðartilfinningu en fannst hinsvegar varanleiki þessara verð- mæta varla viðunandi sökum óhagstæðrar veðráttu. Hinn ungi ofurhugi og hug- sjónamaður vildi færa út kvíjar sumarsins en þrengja veldi vetrarins. Hann hafði valið sér læknastörf sem ævistarf. I því sýnir hann fyrst og fremst vilja sinn í verki að verða mcðbræðrum sínum til fró- unar og í því starfi hefur hann kynnzt hversu mjög Islendingar koma oft þjak- aðir undan oki vetrarins. Það var ekki að- eins líkamlegt heldur og andlegt þrek, sem hnekki hlaut í hríðarbyljum og hamslaus- um ofsa náttúruaflanna, oft við vaneldi og vágesti, svo að fólk sligaðist undir ör- birgð, örvæntingu og öryggisleysi. Nei, það var ekki vanþörf á að gera hér úr- bætur ef unnt var, hugsaði hinn ungi mannvinur. Kaldalóns hefur sjálfsagt frá upphafi gert sér grein fyrir því, að ekki væri auðhlaupið að hjörtum þessa fólks með söngsins máli. Hann fer sér heldur að engu óðslega, hann gefur sér tíma til að læra að meta, skilja og leita að fólkinu. Og hann fann fólkið, fann það í gleði og dýpstu sorg, í tötrum aumustu betlikerlinga og konunglegum ævintýraljóma. I birkilaut sveiflar hann tónum í ástaróð sveins og svanna, og hann á leið með verkamanninum, sem verður að kaupa gamalt brauð í hliðarstræti til að seðja sárasta hungur barnahópsins. Eða hefir nokkur maður tekið eins mikla hlut- tekningu í sorg fólksins, þar sem auð hím- ir ströndin, eins og Kaldalóns í „Alfaðir okt.—nóv. 1946 ræður“? Sigváldi, sem ólst upp í mikilli trúrækni, krýpur með þeim, sem sorgin hafði slegið, að altari Alföður og biður um styrk og vernd af svo mikilli auðmýkt og alvöru og þrótti, að öllum vex þrek, sem sorgin hefur þjakað. Allstaðar, þar sem Kaldalóns dvelur til langframa og við störf sín, tekur hann ást- fóstri við staðinn og fólkið, sem þar býr, allir verða vinir hans. Honum er því t. d. hugleikið að semja lag við ljóð Arnar „Góðan daginn Grindvíkingur", þar sem hraði og tilbrigði eru svo létt og laðandi og minnandi á hin gömlu góðu ár, að manni finnst næstum að maður sé staddur við litla klappartjörn í hlýjum andvara á sólbjörtum vordegi, með örlitla skútu eða skel eða bara hertan þorskhrygg í smá út- gerðar hugleiðingum með nokkrum jafn- öldrum. Reykjavík er fæðingarbær hans. Hann elzt þar upp við heldur þröngan kost en mikla atorkusemi. Hljóðsnilli og sönggáfa er honum í blóð borin og þar fær hann sína fyrstu tilsögn í orgelleik — en það var eina hljóðfærið sem hann naut tilsagn- ar á enda þótt hann spilaði svo á fleiri. I Reykjavík naut Kaldalóns gleði og drauma æskumannsins. Þar vöknuðu vonir hans og þrár til göfugra starfa. Hann gat því af alhug gert játninguna „Eg elska þig fegursti fæðingarbær“. En hann söng ekki einungis „serenade" til dvalar og uppáhaldsstaða heldur og til annesja og eyðisanda, atvinnuveganna og yfirleitt alls, sem íslenzkt er. Lagið til okkar Suðurnesjamanna hefur borið hróð- ur okkar um allt land, enda taldi hann sig sterkum böndum bundinn Suðurnesjun- um. Lag hans við „ísland ögrum skorið" er svo þróttmikið, en þó svo auðvelt og iallegt, að það er nú iðulega notað í stað þjóðsöngsins. Það eitt nægði til þess að halda nafni skáldsins á vörum þjóðarinnar um óralangan aldur. Annars er ég ekki fær um að spá neinu né leggja dóm á tón- smíðar, en ég veit að allri alþýðu manna

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.