Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Faxi

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Faxi

						F   A   X   I
Frú Marta Valgerður Jónsdottir:
Niarðvíkurbændur
Útbúnaður áttæringa.
er og mátti jafnvel krusa (slaga) sig
áfram, en fram að því voru segl lítið
notuð nema að vindur væri hagstæður,
síðúvindur eða bitahöfuðsbyr, sem kallaður
var,
Þegar menn fóru að kynnast þessum
skipum og útbúnaði Kristins í Engey og
reyna þá yfirburði, sem sá búnaður hafði
fram yfir það sem áður hafði tíðkast fóru
fleiri menn að smíða og útbúa skip með
hans hætti, s. s. Brynjólfur í Engey (hann
lærði hjá Kristni) og Bjarni sonur hans,
Þórður Jónsson í Gróttu, Jón Þórðarson í
Gróttu o. fl.
Um aldamótin siðustu kemur nýr mað-
ur fram á sjónarsviðið hér sem skipasmið-
ur. Það var Guðjón Jónsson á Framnesi
við Keflavík. Hann var ákaflega mikil-
virkur og góður smiður. Hann mun hafa
smíðað hátt á annað hundrað eða um tvö
hundruð fieytur smáar og stórar, þar af
46 áttæringa, sem hann byggði nýja, en
auk þess gerði hann marga áttæringa úr
sexæringum með því að lengja þá, víkka
og dýpka. Öll þau skip er hann smíðaði
reyndust undantekningarlítið mjög vel í
sjó, og mjög traust. Þoldu alveg tiltakan-
lega vel er þeim var siglt með hæfilegri
seglfestu. Nú eru þessi ágætu skip alger-
lega horfin af sjónarsviðinu en vélskipin
komin í staðinn.
(Grein um Guðjón Jónsson mun koma
1 næsta blaði).
Árið 1703 bjuggu á Njarðvíkurjörðum
tveir merkisbændur, komnir af góðu og
gáfuðu fólki, enda hafa niðjar þeirra
komið víða við sögu og margir orðið lær-
dóms- og listamenn.
I Innri-Njarðvík bjó Þorkell Jónsson
45 ára að aldri. Hann var lögréttumaður
og fyrirsvar sveitar sinnar og auðugur
maður. Kona hans var Ljótunn, f. 1668,
Sigurðardóttir, lögréttumanns á Leirá,
Árnasonar lögmanns, Oddssonar biskups
í Skálholti, Einarssonar.
Ljótunn var búkona mikil og uinhirðu-
söm um bú sitt, en þótti nokkuð föst á
fé. Öllu því, sem í hennar hendur kom
var haldið til haga og geymt, jafnt stórt
sem smátt. Lifðu lengi smásögur um hana,
löngu eftir hennar daga. Sagt var, að hún
hefði safnað „þráðarleggj um öllum". Kop-
artunna, full af saumnálum, átti að hafa
fundist eftir lát Ljótunnar og safn mikið
af þráðarvölum. Klæðisstrangar og alls-
konar íslenzkur vefnaður fyllti margar
kistur. Kvenskraut úr gulli og silfri hafði
hún átt í stórum stíl. Var þó sjálf venju-
lega búin sem alþýðukona og barst ekki
á í klæðaburði.
Bóndinn í Ytri-Njarðvík hét Gísli Ólafs-
son, góðra manna. Hann var 47 ára 1703.
Sonur hans Olafur þá 12 ára varð biskup
í Skálholti. Faðir Gísla var Ólafur, er
prestur var á Hvalsnesi um skeið, en síðar
lengi bóndi í Krísuvík, sonur Gísla pró-
fasts og prests á Stað í Grindavík, Bjarna-
sonar. Séra Gísli var mikill lærdómsmað-
ur, einkum í stjörnufræði. Hann samdi
rím, er talið var skýrast og nákvæmast
allra rímtalna í gömlum stíl. Var það nefnt
Gíslarím í daglegu tali og notað lengi,
eða til 1700, er nýja rím var upp tekið.
Guðbjörg hét kona Gísla í Ytri-Njarðvík
og móðir Ólafs biskups, f. 1660. Hún var
alsystir Þorkels í Njarðvík, séra Gísla, er
þá var prestur á Útskálum, Guðlaugar
konu Rafns Grímssonar bónda á Auðn-
um á Vatnsleysuströnd og Guðrúnar konu
Nikulásar Jónssonar í Narfakoti í Njarð-
víkum.
Foreldrar þeirra systkina voru Jón lög-
réttumaður, er síðast bjó í Innri-Njarðvík
(líklega frá 1666) og andaðist þar 1694,
Halldórssonar á Járngerðarstöðum í
Grindavík, síðar á Hvaleyri við Hafnar-
fjörð, Jónssonar prest á Stað í Grindavík
Jónssonar. Er Tyrkir rændu i Grindavík
1627,  hertóku þeir Halldór, er þá bjó á
Járngerðarstöðum og Guðrúnu systur
hans, gifta konu á sama bæ, ásamt þremur
sonum hennar og færðu til Algier. Þau
systkin komu aftur út hingað árið eftir,
1628.  Hafði Hollendingur nokkur borgað
fyrir þau lausnargjaldið. Hefur Halldór
án efa verið honum kunnugur áður, l!k-
lega af verzlunarviðskiftum. Má af nokkr-
um líkum ráða, að kynni hafa haldist
áfram milli Hollendinga og Suðurnesja-
búa.
Halldór var örkumlamaður, er hann
kom aftur út. Höfðu ræningjarnir mis-
þyrmt honum herfilega og lifði hann við
þau mein alla ævi síðan. Hann andaðist á
Hvaleyri 1648, 62 ára að aldri.
Kona Halldórs hertekna og móðir Jóns
lögréttumanns í Innri-Njarðvík, var Guð-
björg dóttir Odds prests á Reynivöllum í
Kjós, Oddssonar, hins ágætasta mennta-
manns. Er afarmikill ættbálkur frá þeim
hjónum og margt merkra og ágætra
manna um land allt.
Kona Jóns lögréttumanns í Njarðvík og
móðir Þorkels og þeirra systkina, var
Kristín Jakobsdóttir frá Þorkötlustöðum
í Grindavík, systir Árna á Stóra-Hólmi í
Leiru (sjá áður). Þau hjón, Jón og Kristín,
voru jörðuð í Kirkjuvogskirkjugarði í
Höfnum. Var marmarasteinn með graf-
letri yfir grafreit þeirra og var enn til um
síðustu aldamót. En kirkjusókn áttu
Njarðvíkingar þá til Kirkjuvogskirkju í
Höfnum. Þorkell í Innri-Njarðvík byggði
þar kirkju í sinni búskapartíð og var sú
kirkja lengi annexía frá Kirkjuvogi.
Þorkell andaðist í stórubólu 1707. Ljót-
unn kona hans lifði lengi eftir hann. Hún
bjó 'fyrst í Njarðvík, en flutti síðar suður
að Kirkjuvogi í Höfnum og þar andaðist
hún 1. janúar 1739.
Einkasonur þeirra, Þorkéls og Ljótunn-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12