Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1961, Blaðsíða 13

Faxi - 01.01.1961, Blaðsíða 13
F A X I 13 Guðm. Jón Guðnason sjötugur Þann 11. nóvember síðastliðinn átti Guð- mundur Jón Guðnason 70 ára afmæli, en hann er fæddur í Hælavík á Ströndum 11. nóv. 1890, sonur hjónanna, Hjálm- fríðar Isleifsdóttur og Guðna Kjartansson- ar, er þar bjuggu allan sinn búskap, kring- um 40 ár. Frá unga aldri þurfti Guð- mundur að vinna hörðum höndum alla algenga vinnu, eins og hún tíðkaðist í sveit, enda var hann, að sögn kunnugra, viljugur og ósérhlífinn að hvaða verki sem hann'gekk. Kvæntur er Guðmundur ágætri konu, Jóhönnu Bjarnadóttur frá Miðvík, sem hefur reynzt honum hin bezta stoð í bú- skapnum. Þau eignuðust 5 börn og kom- ust 4 þeirra til fullorðinsára. Búskapinn hófu þau á Búðum í Hlöðuvík, en þar bjuggu þau í 17 ár og þangað fluttust for- eldrar Guðmundar, er þau hættu eigin búrekstri í Hælavík. Núna á dögunum áttum við Guðmund- ur tal saman, og bar þá afmælið á góma. — Hversu langt er síðan þið fluttuð til Kelfavíkur, Guðmundur? — Það var árið 1943. — Og ástæðan til vistaskiptanna? — Hreppurinn minn, Sléttuhreppur, var þá að byrja að leggjast í auðn. — Hvað er talið, að fólk hafi verið flest í Sléttuhreppi? — Mér er sagt, að í hreppnum hafi verið um 520 manns, þegar þar var flest, en árið sem við fluttum þaðan, voru íbúarnir eitt- hvað á öðru hundraðinu. — Hvernig féllu þér vistaskiptin ? — Agætlega. Keflvíkingar tóku mér af- ar vel, voru ekkert að láta mig gjalda þess, þó ég væri Hornstrendingur, nema síður væri. Eg hef fram til þessa fremur notið þess en goldið, hverju sem það er að þakka. — Ætli við þökkum það ekki fyrst og fremst eigin verðleikum. En segðu mér nú i sem fæstum orðum, Guðmundur, hvert ævistarf þitt var, þar til þú komst hingað suður. — Því get ég í rauninni svarað með þessum þrem orðum: sjómennska, bú- skapur, bjargsig. Þar með er öll mín saga sögð. Annars máttu líta á þessi kvæði, sem bárust mér á afmælisdaginn, ef þar kynni að leynast fyllri svör við spurningunni. Þar með réttir Guðmundur mér búnka Guðmundur Jón Guðnason. af kvæðum, sem honurn hafa borizt og sem öll vitan um karlmennsku þessa aldna heiðursmanns og óvenju mikinn mann- dóm og kjark frá búskaparárum hans þar vestra. Eftir að hafa blaðað nokkuð í búnk- anum, valdi ég af handahófi eitt kvæði, sem ég læt fljóta með þessu afmælisrabbi til skilningsauka. — Þú varst bjargsigsmaður, Guðmund- ur, eða fylglingur, eins og það mun vera almennt kallað? — Já, ég var fyglingur í 30 ár, frá því ég var 17 ára. — Hvernig féll þér það starf? — Mitt persónulega viðhorf til bjargs- ins er þetta: Stundum var það mér eins og hrekkjóttur leikbróðir, sem þarf að gjalda varhug við. Stundum var það eins og maðurinn með járnstafinn, er segir frá í Njálu, — tilbúið að eyða öllu kviku. En í báðum þessum tilfellum vandist maður því, að umgangast bjargið og hættur þess með fyrirhyggju og varúð og umfram allt, að halda andlegu jafnvægi, liverju sem tautaði. — Þú hefur ekki „sigið“ síðan þú flutt- ir hingað til Keflavíkur? — Nei, hér gerist lítið af því tagi og sakna ég þess stundum. Fyrstu árin eftir að ég kom hingað datt mér oft í hug að sýna bjargsig, t. d. á Stapanum, en af því varð samt aldrei, og nú gerist ég of gamall til slíkra hluta. Er ég inni Guðmund eftir því, hvernig bjargsig hafi farið fram, vísar hann um það til glöggrar lysingar í Barðstrendinga- bók eftir frænda sinn, Þorleif Bjarnason. Sá hinn sami Þorleifur sendi Guðmundi eftirfarandi stöku með heillaóskum á af- mælisdaginn: Glaður hló á gammshillu, gránef hrauð að stuttnefju. Beitti skalla bergflugu og bölvaði niðri á sjötugu. Hér kemur svo afmæliskvæðið, sem ég gat urn. Er það eftir Hjálmar Gíslason frá Hesteyri. I næsta blaði birtist afmæliskveðja frá frændkonu hans, Jakobínu Sigurðar- dóttur frá Garði í Mývatnssveit. Þar sem björgin stoltu standa stefnuföst og halda vörð, þar sem bárusog við sanda sverfur hlein og þlettasþörð, nyrzt á hjara norðurstranda náðin gaf þér líf á jörð. Björgin heilla, laða leiða, loþþa til sín unga menn til að spranga, til að veiða, til að starfa og leiþa í senn. Þeim, sem vill þar œvi eyða, allt til boða stendur enn. Björg í björgin sifellt sóttu sigamenn í fylglingsvað frá því birti, fram að nóttu, fœrðu þeir sig stað úr stað. Þessar ferðir þeirra þóttu þreþraun víst, en gaman að. Þessi íþrótt þér var leiþiir, þreþi, þappi, forsjá með. Æðrulaus og aldrei smeyþur, enda glatt og fórnfúst geð. Að þú stundum vcerir veiþur, varla noþkur hefur séð. Manndómsárum öllum beztu eyddir þú á feðraslóð; undan tímans árás léztu, eins og þá i seglin stóð. Það, sem sþipti máli mestu með þér fluttir andans glóð. Hugumstóri, stolti, djarfi, Strandabyggðar frjálsi sveinn. Æðrulaus í striti og starfi, stefnufastur, hjartahreinn. Þinnar móður þjóðararfi þú munt sþda hreinn og beinn. H. G.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.