Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1961, Blaðsíða 25

Faxi - 01.12.1961, Blaðsíða 25
F A X I 181 100 ára ahnœlis Hafnarkirkju minnzt Aldarafmæli Kirkjuvogskirkju í Höfn- um var minnzt sunnudaginn 26. nóvember 1961 með guðsþjónustu. Sóknarpresturinn séra Jón A. Sigurðsson prédikaði, séra Jón Thorarensen las bænina en stólræður fluttu séra Jón Á. Sigurðsson og biskupinn Sigur- björn Einarsson. — Safnaðarkór Kirkju- vogskirkju söng með undirleik Geirs Þór- arinssonar, Keflavík. Auk þeirra voru viðstaddir eftirtaldir prestar: Séra Garðar Þorsteinsson, prófast- ur, Hafnarfirði, séra Björn Jónsson, Kefla- vík, séra Guðmundur Guðmundsson, Ut- skálum, og séra Olafur Skúlason, æsku- lýðsfulltrúi. Guðsþjónustan var mjög hátíðleg. Gestir voru úr flestum sóknum Suðurnesja, Hafnarfirði og Reykjavík. Að guðsþjónustu lokinni var öllum boðið til kaffidrykkju í barnaskólahúsi hreppsins og var þar samankomið á annað hundrað manns og önnuðust sóknarkonur mjög góðar og vel útilátnar veitingar. Um- En við þá snöggu hreyfingu hafði sprungið afarstórt kýli í kverkunum á þér. Við heyrðum eins og uppkast. Eg hafði mátt í mér til að kveikja á kerti, sem var á borð- inu hjá mér. Og að sjá gólfið og hann pabba þinn! Hann var allur útataður af blóðvilsu og stór pollur á gólfinu. En það var líka eins og við manninn mælt, eftir 2—3 mínútur gaztu farið að tala. „Mamma, mér er batnað“, sagðir þú, já, þú hafðir meira að segja bráðum lyst á að nærast eitthvað svolítið. Pabbi þinn bar þig í rúmið til mín, og þú, sem við töldum víst, að yrðir skilinn við kl. 6, varst nú á bezta batavegi. Það var fagnaðarrík stund, að fá nú að hafa þig hjá sér frels- aða og glaða. Þá lofaði ég Guð með glöðu og auðmjúku hjarta, hafi ég nokkurntíma gjört það. Og þá kom mér til hugar, eins og þér í kvöld, Þórður minn, að ljósið, sem snöggvast ljómaði um baðstofuna, hefði verið himnesk birta. Þú varst skírður á 2. í jólum, Stebbi minn, og þá fékk Sigga að klæða sig. „Nú er víst orðið heitt á katlinum". S.B. Þessi fallega jólasaga er í Nýju Kirkjuriti frá því um síðustu aldamót. ræðum undir borðum stjórnaði sóknar- prestur. Ræður fluttu: séra Jón A. Sig- urðsson, sóknarprestur; séra Jón Thoraren- sen; séra Ólafur Skúlason; séra Björn Jóns- son; séra Guðmundur Guðmundsson; séra Garðar Þorsteinsson; Sigurjón Vil- hjálmsson, Þorsteinn Kristinsson og Sigur- björn Einarsson, biskup. Séra Jón Thorarensen rakti sögu Kirkju- vogskirkju aftan úr grárri forneskju og las upp nöfn flestra þeirra presta, sem þjónað hafa kirkjunni síðan árið 1300. Þá færði Sigurjón Vilhjálmsson kirkj- unni að gjöf frá Keflavíkursöfnuði tvo ljósastjaka á altari og skrautritað skjal svo- hljóðandi: Efnilegir sundnicnn. A undanförnum árum hafa Keflvíkingar átt mjög góðu sundfólki á að skipa. Hafa þeir oft háð keppnir við sundfólk úr Reykjavík, Akranesi og Hafnarfirði og ávallt staðið sig með hinum mesta sóma. A sundmótinu á Laugum s.l. sumar, þar sem öll ungmennafélög landsins sendu kepp- endur, sigruðu Keflvíkingar með miklum glæsibrag. Sá árangur sem þar náðist fæst aðeins með þrotlausum æfingum keppenda. En sundfólkið verður að hafa góðan þjálfara til þess að árangur náist. Það þarf þjálfara, sem er ávallt boðinn og búinn til að hjálpa og leiðbeina. Flest öll íþróttafélög landsins eiga ávallt í fjárhagserfiðleikum. Því eru oft litlir pen- ingar til, til þess að greiða þjálfaranum og „Um aldaraðir hafa Suðurnesjamenn staðið saman í lífsbaráttunni sem bræður og barizt hlið við hlið. Sá máttur sem veitti þeim öðru fremur styrk í stríði, var ljósið frá heilagri kirkju. Á hundrað ára afmæli Kirkjuvogskirkju vill Keflavíkursöfnuður minnast þessa og til tákns um það færir hann henni að gjöf tvo ljósastjaka, sem á ókomnum tímum skulu standa á altari kirkjunnar og lýsa þeim, er þangað vilja leita“. Safnaðarkonur Kirkjuvogskirkju gáfu tvenn altarisklæði og tvo hökla, mjög vandaða, að verðmæti kr. 14 þúsund. — Kirkjunni bárust og fjöldi minningargjafa og símskeyti. Sóknarnefnd Kirkjuvogskirkju þakkar allar þær miklu gjafir, sem kirkjunni bár- ust á þessum merku tímamótum; ennfrem- ur þeim stafnaðarkonum, sem önnuðust undirbúning og framreiðslu við hátíðina, söngfólki og öllum gestum oftast er það reyndar svo, að þeir vinna endurgjaldslaust að þjálfuninni. En þjálfari, sem hefur ást og áhuga á sinni íþróttagrein, uppsker oft góðan árangur sinna nemenda. Það eru hans laun. Sú ánægja sem það veitir honum eru oft meira virði en nokkrar krónur. Keflvíkingar hafa á undanförnum árum átt ágæta og áhugasama sundþjálfara eins og t. d. þá Arinbjörn Þorvarðarson og Guðmund Ingólfsson. Þeir eiga mestan þátt í frammi- stöðu okkar ágæta sundfólks á undanförnum árum. I haust fékk IBK einn fremsta sundmann landsins, Guðmund Gíslason, úr Reykjavík til að þjálfa Keflvíkinga. Guðmundur er af- bragðs kennari og vænta Keflvíkingar sér góðs af þjálfun hans. H. G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.