Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Faxi

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Faxi

						Hjalti Jónsson, Hólum í Homafir'Si:
ÞORGRÍMUR ÞÓRÐARSON
héraðslœknir, Borgum, Austur-Skaftafellssýslu
Læknastettin hér á landi var fámenn og
læknishéruð stór, fram á síðasta fjórðung
19. aldar. Allur Austfirðingafjórðungur,
eða svæðið milli Langaness og Skeiðarár-
sands var eitt læknishérað og læknar þeir
er þjónuðu því, kallaðir fjórðungslæknar.
Það er sama hérað, sem dýralæknirinn á
Austurlandi hefur nú og öllum þykir
óhæfilega stórt, þó nú séu komnir akvegir
um það allt, jafnvel heim á hvern bæ, all-
ar ár brúaðar og hægt að fara um það allt
á bíl á fáum dögum. En um aldamótin
1800 var enginn vegarspotti til og allar ár
óbrúaðar, nema Jökulsá á Dal og mun
þetta þó vera eitthvert mesta vatnasvæði
landsins og á A-Skáftafellssýsla þar drýgst-
an þátt. Einu farartækin voru hestarnir,
sem sumir, með réttu kölluðu þörfustu
þjónana, enda hefði þjóðin ekki getað lifað
hér á landi án þeirra. Má nærri geta, að
margur hefur orðið að deyja drottni sín-
um í þessu víðlenda og erfiða héraði, án
þess að ná til læknis, er læknað gæti sjúk-
dóma þeirra, eða, að minnsta kosti linað
kvalir.
Fyrsti fjórðungslæknir, sem ég veit um
að verið hafi skipaður í Austfirðingafjórð-
ungi, var Brynjólfur Pétursson, sem mun
hafa búið lengi á Brekku í Fljótsdal. Hann
var skipaður í það embætti 1772 og gegndi
því til 3. apríl 1807.
2. Sonur 'hans, Ólafur að nafni, tók þá
við embættinu og gegndi því til 1813.
3. Jörgen Kerulf 1819—1831.
4. H. J. P. Beldring 1832—1844.
5. Gísli Hjálmarsson 1845—1860.
6. Bjarni Thorlacius settur 1860—1867.
7. Fritz Zeuthen 1868—1878, en þá var
stofnað 16. læknishérað, sem var öll Austur-
Skaftafellssýsla og Geithellnahreppur, sem
náði yfir Álftafjörð, Hálsaþinghá og Djúpa
vogskauptún. Fyrstu læknar, sem gegndu
því voru, hver fram af öðrum: Sigurður
Ólafsson, Ásgeir Blöndal og Þorgrímur
Þórðarson. Honum var veitt embættið 13.
apríl 1886.
Það lítur út fyrir að Austur-Skaftfell-
ingar hafi lítil kynni haft af fjórðungs-
læknunum, því engar sagnir eru um, að
þeir heimsæktu þá, nema Gísli Hjálmars-
son, en þeir munu flestir hafa búið í Fljóts-
4 — FAXI
ml ItSilÍlllii        *V%$$&
Þorgríinur Þórðarson og kona hans Jóhanna
Ludvigsdóttir Knudsen. Myndin er tekin árið
1884 eða á öndverðu ári 1885.
dalshéraði og Eskifirði. Gísli Hjálmarsson
bjó á Höfða á Völlum og síðast á Eski-
firði. Hann mun hafa komið nokkrum
sinnum suður á Hornafjörð. Þá bjó í Hof-
felli bóndi og smiður, sem Guðmundur
hét, Eiríksson (1839—1889), er stundaði
talsvert lækningar og var oft sóttur til sjúkl-
inga. Það virðist vera, að hann hafi, að
einhverju leyti, verið aðstoðarmaður Gísla,
því hann hafði meðöl frá honum og þeir
heimsóttu hvor annan á víxl, við og við,
þó langt væri á milli þeirra. Sennilega
hefur hann líka kennt Guðmundi að binda
um beinbrot og meðferð á sárum og ígerð-
um, því hann gerði mikið að því og tók
fingur af mönnum, þegar þess þurfti. —
Eina sögu hef ég heyrt af því læknisstarfi
hans, sem ég segi hér, þó ég geti ekki, að
öllu leyti, ábyrgzt sannleiksgildi hennar.
Maður var fluttur til hans að Hoffelli,
austan úr Lóni, sem var með mjög vont
fingurmein. Var sagt að kolbrandur hefði
verið kominn í fingurinn og maðurinn
fárveikur ,en kolbrandur var þá kallað
það sem nú heitir blóðeitrun.
Guðmundur tók á móti manninum, fór
með hann að hefilbekk sínum, lagði hönd
hans á bekkinn, tók hárbeitt sporjárn og
hjó með því fingurinn af í einu höggi og
græddi svo stúfinn.
Ég spurði einu sinni föður minn, Jón
Guðmundsson í Hoffelli (en hann var
sonur Guðmundar), hvort saga þessi væri
sönn. Hann kvaðst ekki vita það með
vissu (hefur verið áður en hann kom til
minnis) en hann mundi eftir öldruðum
bónda í Lóni, Guðmundi afa Ragnhildar,
konu Þorleifs, er næstsíðast bjó í Svínhól-
um, sem hefði vantað fingur er faðir hans
hefði tekið af. Taldi hann líklegt að hann
hefði verið sá maður, er hér um ræðir.
Ekki hef ég sagnir af öðrum læknum
hér í Austur-Skaftafellssýslu á undan Guð-
mundi, en Hjörleifi, sem kallaður var
bartskeri. Hann bjó síðast í Lóni, á Hval-
nesi eða Vík. Þótti honum heppnast vel
lækningar. Hann hafði skyggnigáfu og
var forspár. Sagnaþáttur um hann er í
Skaftfellskum þjóðsögum er út komu á
Akureyri árið 1946.
Hjörleifur mun hafa dáið 1843.
Um það leyti sem Þorgrímur læknir
kom í Austur-Skaftafellssýslu, var Guð-
mundur í Hoffelli hættur við lækningar
vegna aldurs, en þá voru hér „hómópatar"
svo kallaðir, ólærðir menn, sem fengust
við lækningar. Þeir voru: Eyjólfur Run-
ólfsson á Reynivöllum, Eymundur Jóns-
son í Dilksnesi, séra Bjarni Sveinsson á
Stafafelli og Lárus Pálsson frá Arnar-
drangi, en hann var þá í Suðursveit.
Eymundur og séra Bjarni hættu fljótt
við hómópatameðölin, er lærður læknir
kom í sýsluna. Lárus flutti vestur á Vatns-
leysuströnd, en hann mun hafa haldið
áfram lækningum þar, því hann var kunn-
ur til dauðadags undir nafninu Lárus
hómópati.
Eyjólfur á Reynivöllum hélt áfram að
stunda lækningar fram á elliárs og þótti
oft heppnast vel.
Eins og áður er getið, var Þorgrími
lækni Þórðarsyni veitt 16. læknishérað,
13. apríl 1886. Það er öll Austur-Skafta-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16