Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Faxi

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Faxi

						Skúli Magnússon:
Drög að sögu Keflavíkur
Undir þessari fyrirsögn hefst hér í blaðinu
framhaldsgreinaflokkur eftir ungan Kefl-
víking, Skúla Magnússon, sem hefir viðað að
sér allmiklum fróðleik um Keflavík. Mun
lesendum blaðsins þykja forvitnilegt að kynn-
ast þessu efni í samantekt Skúla.
H. Th. B.
Jörðin. Þær munu vera 5 Keflavíkurnar
á landinu og kunnust af þeim er Keflavík
við Stakksfjörð á Reykjanesskaga.
Hún mun snemma á öldum hafa komið
við sögu og eru elztu heimildirnar fyrir
byggð hér frá því um 1627. Annars eru
heimildir um fyrstu mannaferðir í Kefla-
vík í Landnámu, þar sem segir, að þrælar
íngólfs Arnarssonar hafi farið með fjör-
um alla suðurströndina, þar til þeir fundu
öndvegissúlur herra síns reknar á land
í Reykjavík. Þannig hafa þeir komið við
í Keflavík á leið sinni til Reykjavíkur.
Hér er ótvírætt um fyrstu mannaferðir í
í Keflavík að ræða. Keflavík er í landnámi
Ingólfs og hluti af því landi, er hann gaf
frændkonu sinni, Steinunni Gömlu, er bjó
í Leirunni.
I maí blaði Faxa 1947 segir Marta V.
Jónsdóttir eftirfarandi um upphaf byggð-
ar í Keflavík: „Mér var einna minnisstæð-
ast, er ég heyrði að Keflavík hefði endur
fyrir löngu verið einn einasti bóndabær
og ekkert annað byggt ból alla leið inn í
Ytri-Njarðvíkur. Þetta átti að hafa verið
um það leyti, er Tyrkir rændu Grindavík
(árið 1627) og í tíð Hallgríms Péturssonar,
en gamla fólkið gleymdi aldrei að minnast
þess, að hann hafði eitt sinn dvalizt á
þessum slóðum.
Bærinn Keflavík átti að hafa staðið
sunnan í hrygg þeim eða höfða, er reis
upp og suður af Grófinni, er næst var
Berginu.
Var höfðinn hæstur að austanverðu, næst
sjónum og snarbrattur uppfrá sjó, en hall-
aði svo niður aftur að sunnanverðu og
myndaði þar aðra gróf. Þar er Keflavíkur-
vör, átti þar að hafa verið uppsátur frá
omunatíð. Sú vör er ennþá notuð. Þar fyrir
sunnan og ofan við tók við vítt og mikið
land alla leið upp til heiða og suður að
Nástrandargróf, sem svo var nefnd, er ég
heyrði þessa sögu. En þar er nú Tjarnar-
gata. Átti það land að hafa verið grasi
vaxið, en breytzt smátt og smátt í  upp-
blástursland. Um miðbik höfðans sem fyrr
er nefndur, var hóll. Þar sunnan við átti
bærinn að hafa staðið, en túninu hallaði
til suðurs, vesturs og norðurs.
Þegar fyrsta íbúðarhúsið (?) var reist
í Keflavík, gamla DuusbúS, sem enn
stendur (rifið 1965) var það reist nokkru
neðar en bærinn, en við hólinn. Stóð þá
bærinn ennþá og var notaður til íhúðar,
Til sannindamerkis um bæjarstæðið
sunnan við hólinn var greint frá því, aS
þar hefðu fundist greinilegar rainjar um
byggt ból, er túniS var sléttaS í tíS eldra
Duus".
Fyrsti bóndi sem þekktist meS nafni og
bjó í Keflavík, er Grímur Bergsson, og
segir frá því í Setbergsannál, a3 áriS lö49
hafi téður maSur orSiS bráSkvaddur við
vinnu sína. Grímur þessi var áður sýslu-
maSur í Kjósarsýslu og lögréttumaður á
Suðurnesjum.
Um búskapinn í Keflavík munu fyrsr
vera til heimildir í jarðabók Arna Magn-
ússonar og Páls Vídalíns frá 21. sept. 1703.
Hefur jörðin verið heldur rýr og miður
fallin  til  búskapar.
Ábúandinn hét Halldór Magnússon 52
ára, hinn annar1 bóndi í Keflavík, sem
þekkist með nafni. Heimilisíólkið var 5
að tölu: Hallgerður Árnadóttir, eiginkona
ábúanda, 43 ára, Jakob Halldórsson, sonur
þeirra, 22 ára, Þorbjörg Nikulásdóttir,
dótturbarn þeirra, 3 ára, Guðríour Þor-
steinsdóttir, vinnukona, 32 ára og Gunn-
hildur Þorgeirsdóttir, tómthúskona, 52 ára.
Til samans voru því 6 manns á bænum.
Kvikfénaður var: Tvær kýr, foli þre-
vetur og hryssa og annað ekki.
Landgæðum er þannig lýst: Dýrleiki
jarðarinnar er óviss. Jörðin fóðrar naumast
eina kú. Skóg til kolagerðar hefur jörðin
í almenningum. Torfrista og stunga við-
sæmandi. Lyngrif í heiðinni nokkuð.
Fjörugrastekja nægileg. Eldiviðartak af
fjöruþangi hjálpleg. Rekavon lítil. Hrogn-
kelsafjara varla reiknandi. Skelfiskafjara
nokkur.
Heimaræði er árið um kring og ganga
skip búandans .eftir hentugleikum. lnn-
tökuskip eru hér engin. Lending slæm.
Engjar engar. Útihagar í betra lagi.
Vatnsból í allra lakasta máta, sumar og
vetur.
Kirkjuvegur   langur   og  margoft   ófær
um vetrartíma (Kirkjusókn var þá ao Út-
skálum).
Á jörðinni hvíldi sá kvöð, að vakta hús
kaupmannsins. Kúgildi voru engin á jörS-
inni. Landsskuld var 25 álnir og borgaSist
meS einni vætt og tveim fjórðungum fiska
í kaupstaS í reikning umboSsmannsins á
BessastöSum.
Og nú kemur löng eySa í ábúendataliS,
því undirritaSur hefur ekki ennþá fundið
ábúendur Keflavíkur fram aS 1760. SíS-
asti ábúandi á KeflavíkurjörSinni var
Hannes Höskuldsson og var hann þar áriS
1762 er manntal var tekiS. ManntaliS er
þannig: Hannes Höskuldsson 46 ára, kona
(hans) 43 ára, telpa 10 ára. Hjá þeim er
vinnumaður og ein vinnukona, 2 drengir
á fátækraframfæri 14 og 11 ára, og 1 þurfa-
maSur 71 árs.
Eftir þetta var jörSin svo lögS undir
kaupmann og aldrei var rekinn framar
búskapur á býlinu Keflavík.
Verzlunin. Það mun hafa verið snemma
á öldum sem Keflavík varð aðsetur verzl-
unar og viSskipta. Þegar á 15. öld fara
Englendingar aS sækja æ meira hingaS
til lands, til fiskveiSa og verzlunar viS
landsmenn. Verzlunin mun þó hafa veriS
aukastarf þeirra ensku, en ekki er aS efa,
aS báSir aSiljar hafa hagnast af þeirri
höndlun. En ekki sitja þeir einir aS krás-
inni, því 1518 var orrusta mikil háS í
Hafnarfirði á milli Þjóðverja frá Ham-
borg (Hamborgara) og Englendinga.
Hamborgarar voru fjölmennari og sigruou
í þetta sinn. Þeir munu hafa verið um 48
talsins og m. a. frá Keflavík og Bátsendum.
Á þessu sétzt aS þýzkir hafa veriS búnir
aS leggja undir sig hafnirnar hér syðra.
Var svo allt fram til 1602, er einokunar-
verzluninni var komiS á, aS eilífur slagur
átti sér staS á milli þessara aðilja og einnig
komu þýzkir Hansakaupmenn þar inn í.
Árið 1540 kveðst Robert nokkur Legge
frá Ipswich í Englandi hafa stundað Is-
landssiglingar í 26 eða 27 ár og þá m. a.
hafa lent í Keflavík (Keblewycke) og
(Grenewycke).
Árið 1543 áttu Hamborgarar 45 skip á
SuSurnesjum sem gerð voru út til fisk-
veiða.
Danir hófu svo verzlun í Keflavík árið
1579 og þann 26. sept. 1562 tók konungur
undir sig Hólmseignir ásamt verstöSvun-
um á SuSurnesjum o. þ. á. m. Keflavík.
Skálholtsstóll mun áSur hafa átt Hólms-
eignir og haft mikiS útræSi frá verstöSv-
um á SuSurnesjum.
Framhald.
F A X I — 41
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44