Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Faxi

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Faxi

						' S'l
Kosningar til þings fóru fram laugardaginn 8. maí
s.l. í blíðskaparveðri um land allt. Þótt kjörsókn hafi
í heild verið með minna móli þá var í öllu falli ekki
hægt að kenna veðrinu um. Því miður þykast menn
sjá almennt minnkandi áhuga fólks fyrir því að nýta
sinn atkvæðisrétt og virðist það í samræmi við það
sem gerst hefur meðal annarra vestrænna lýðræðis-
ríkja. M.a. var undir 25% þátttaka í sveitarstjórnar-
kosningum á Englandi fyrir skömmu. Vonandi er þó
langt í að það verði þannig hér á landi því þótt kjör-
sókn hafi ekki verið minni síðan árið 1942 þá var
hún samt í heild yfir landið allt 83,1%. Athygli vek-
ur að það er í stærstu kjördæmunum sem kjörsóknin
er minnst, þ.e. 81,1% í Reykjavík og 82, 9% á
Reykjanesi. Mest var kjörsóknin á Norðurlandi
vestra, 87,8%
FYRIRHEIT UM BREYTINGAR
I aðdraganda kosninganna gætti nokkurrar
spennu, a.m.k. ef litið er u.þ.b. ár aftur í tímann. Rík-
isstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks
hafði, að því er almennt var talið, náð góðum árangri
enda voru uppgangstímar í þjóðfélaginu. Stjórnar-
andstaðan hafði haldið því einna helst á lofti að af-
rakstri góðærisins hefði verið misskipt og boðaði
breytingar. Lengi vel leil út fyrir að vinstri stjórn-
málaöflin myndu nú loks mæta sameinuð til leiks og
skoðanakannanir gáfu fyrirheit um mikið fylgi, fylgi
sem slagað gæti upp í fylgi Sjálfstæðisflokksins.
Liðsmenn Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Þjóð-
vaka og Samtaka um kvennalista mynduðu sameig-
inlegt framboð sem fékk nafnið Samfylkingin. Þegar
til kastanna kom klufu þó Steingrímur Sigfússon og
nokkrir aðrir sig út úr hópnum og slofnuðu til fram-
boðs er l'ckk nafnið Vinstri hreyfingin - grænt fram-
boð. Þegar svo var komið sýndu skoðanakannanir
að ekki myndi verða að vænta neinna stórkostlegra
breytinga og reyndist það svo þegar á hólminn var
komið.
SVERRIR HERMANNSSON OG KVÓTINN
Heitasta málefni þessara kosninga má vafalaust
lelja stjórnun l'iskveiða eða „kvótann". Öll framboð-
in vildu breyta þar einhverju en erí'itt var að henda
reiður á í hverju þær breytingar ættu að felast. Sven-
ir Hermannsson, fyrrvcrandi þingmaður Sjálfstæðis-
& jjjíjj "J m
llokksins og ráðherra til margra ára, hafði forgöngu
um að stofnað var til nýs framboðs er fékk nafnið
Frjálslyndi flokkurinn og var aðalbaráttumál hans
afnám kvólans í núverandi mynd. Vegna óánægju
með útkomu í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Vest-
fjörðum gekk Guðjón A. Kristinsson til liðs við
Frjálslynda llokkinn og skipaði efsta sæti listans þar
vestra. Reyndist það happadrjúgt fyrir framboðið
því hann fékk tæp 18% atkvæða og náði Guðjón þar
með kjóri sem þingmaður. Þetta hafði síðan það í för
með sér að Sverrir komst inn í Reykjavík sem upp-
bótarþingmaður. í heild verða því miklar breytingar
á þinginu sem nú tekur við því fjórir flokkar eru
horfnir og þrír nýir komnir í staðinn!
ÚRSLIT Á LANDINU ÖLLU
Lisli   Framboð                I'iiigmenn   AtkvæOi   Hlulfall
B   Framsóknarflokkur           12   30415  18,4%
D   Sjálfstæðisllokkur           26   67513  40,7%
F   Frjálslyndi Mkurinn          2    6919   4,2%
H   Húmanistaflokkurinn                742   0,4%
K   Kristilegi lýðræðisflokkurinn           441   0,3%
S    Samfylkingin              17   44377  26,8%
U   Vinstri hreyfing - grænt framboð  6   15115   9,1%
Z   Anarkistar á íslandi                 204   0,1%
Auð                          3351
Ógild                          354
Sjálfstæðisflokkurinn fékk mjög góða útkomu,
fór í fyrsta skipti yfir 40% í 25 ár og vann eitt þing-
sæti. Framsókn tapar í heild um 5% frá síðustu
kosningum og tapaði þremur þingsætum. Samfylk-
ingin og Vinstri heyfingin - grænt framboð fá sam-
tals minna fylgi en móðurflokkarnir hvað sem síðar
kann að verða. Ríkisstjórnin hélt velli og Davíð
Oddson stýrir ál'ram ríkisstjórn þar scm
stjórnarflokkarnir hvor um sig hefur scx ráðherra.
Tveir þeirra eru ú Reykjaneskjördæini, þ.e. Arni
Matthíesen sjávarútvegsráðherra og Siv
Friðleifsdóttirumhveifisráðhena.
ÚRSLIT í REYKJANESKJÖRDÆMI
Lisli   Franihofl                    Þingmenn         Alkvæði       llliilínll
B   Framsóknarflokkur         2      7190   16.0%
D   SjálfstæðisflokkLir         6    20033   44,7%
F   Frjálslyndi flokkurinn              2076    4,6%
H   Húmanisiaílokkurinn               165    0,4%
K   Krislilegi lýöræðistlokkurinn          173    0,4%
S   Samfylkingin            4      12593   28,1%
U   Vinstri hreyfmg - grænt framboð       2629    5,9%
Auð                          914
Ógild                         111
Helstu tíðindin hér voru þau að Sjálfstæðisflokk-
urinn náði mjög góðum árangri og bætti við sig cinu
þingsæti. Þrátt fyrir að Fraamsóknarflokkurinn fengi
um 5% minna l'ylgi en síðast hclt hann báðum sín-
um þingsætum þar sem flokkurinn tapaði þingsæt-
um naumlega í landsbyggðarkjördæmum. Komst
því Hjálmar Ámason al'tur á þing sem jöfnunarþing-
maður og var það reyndar í fyrsta sinn sem þessi
flokkur l'ær jöfnunarsæti.
Þingmenn í Rcykjaneskjördæmi næsta kjönímabil
verða eftirtaldir:
Árni M. Mathiesen al' D-lista
Gunnar Ingi Birgisson af D-lista
Sigríður Anna Þórðardóttir al' D-lista
Rannveig Guðmundsdóttir af S-lista
Þorgerður K. Gunnarsdóttir af D-lista
Guðmundur Árni Stefánsson af S-lista
Siv Friðleifsdóttir al' B-lista
Kristján Pálsson al'D-lista
Sigríður Jóhannesdóttir al' S-lista
Hjálmar Árnason al' B-lista
Ánii Ragnar Ámason af D-lista
Þórunn Sveinbjamardóttir af S-lisla
HH
FAXI 29
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48