Vísbending


Vísbending - 19.01.2007, Blaðsíða 2

Vísbending - 19.01.2007, Blaðsíða 2
Síðastliðið vor samþykkti Alþingi breytingar á lögum um hlutafélög. Markmið breytinganna er að efla rétt hluthafa. Lítið hefur farið fyrir la­ gabreytingunni en samkvæmt nýju lög­ unum eru lagðar talsvert meiri skyldur á stjórnir hlutafélaga en áður. Allir þeir sem gefa kost á sér til stjórnar í félagi verða að leggja fram upplýsingar um sjálfa sig og tengsl sín við félagið, viðskiptavini þess og stærstu hluthafa. Auk þess eru nú gerðar mun meiri kröfur en áður til þess að gefnar séu upplýsingar um það hvernig umbuna eigi stjórn, forstjóra og helstu stjórnendum. Rétt er að undirstrika að þessi lög gilda ekki bara um almenningshlutafélög held­ ur öll félög sem ber skylda til að kjósa sér endurskoðanda. Þetta eru félög þar sem eitt eftirfarandi skilyrða er uppfyllt tvö ár í röð: a) eignir eru meiri en 240 milljónir króna, b) rekstrartekjur eru meiri en 240 milljónir króna, c) ársverk eru fleiri en 50 á reikningsári. Hér er því um mjög mörg félög að ræða. Framboð verði formlegt Fram til þessa hefur verið nóg að leggja fram nöfn þeirra sem bjóða sig fram til stjórnar, kennitölur þeirra og heimilis­ föng þannig að síður verði villst á alnöfn­ um. Nú skal bætt um betur. Í tilkynn­ ingu um framboð til stjórnar skal gefa, „auk nafns frambjóðanda, kennitölu og heimilisfangs, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu.“ Því þarf í raun að leggja fram stutt æviágrip. Hugmyndin er væntanlega sú að hluthafar geti betur glöggvað sig á því hvers konar menn þeir eru að kjósa til stjórnarstarfa. Slíkar upp­ lýsingar gætu orðið að miklu gagni ef fram kemur framboð dugmikilla manna með mikla reynslu. Hér landi er það reyndar sjaldgæft að almennir hluthafar hafi mikið að segja á hluthafafundum, einfaldlega vegna þess að hlutafjáreign stórlaxanna er svo mikil. Meira gagn kann að verða af seinni hluta lagagreinarinnar en þar segir: „Þá skal einnig upplýsa um hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga mei­ ra en 10% hlut í félaginu.“ Hér er því verið að tengja stjórnarmenn beinlínis við einstaka hluthafa. Þrátt fyrir það er alls ekki víst að menn hafi nein tengsl við neinn af þeim aðilum sem tilgreindir eru í lagagreininni. Ef með ákveðnum aðilum er samvinna af einhverju tagi virðist eðli­ legt atkvæði þeirra séu talin saman þegar 10% markið er metið. En þar koma alltaf upp álitamál. Eru Baugur og FL­group tengd félög? Hvað um Landsbankann, Eimskip og Straum­Burðarás? Í hugum flestra í viðskiptalífinu er svarið við báðum spurningum já en nauðsynlegt er að fyrir liggi skýrir mælikvarðar sem hvorki eru of stífir né svo slakir að auðveldlega megi fara fram hjá þeim með því að stofna eignarhaldsfélög. Ekki má draga framboð og upplýsingar fram á síðustu stundu því að upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar hlutafélags skulu lagðar fram hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins eigi síðar en tveimur dögum fyrir hluthafafund. Starfskjörin verði sýnileg Víða erlendis hefur það verið gagnrýnt að gerðir hafa verið kjarasamningar við helstu stjórnendur sem tryggja þeim mjög miklar tekjur, stundum á sama tíma og reksturinn gengur illa og hluthafar tapa peningum. Nú er reynt að girða fyrir það með því að setja reglur um að leggja beri fram „starfskjarastefnu“ félagsins á aðal­ fundi. Stjórn félagsins skal fyrst samþykkja starfskjarastefnu félagsins varðandi laun og aðrar greiðslur til forstjóra og annarra æðstu stjórnenda félagsins, svo og stjórnar­ manna þess. Í starfskjarastefnunni skulu koma fram grundvallaratriði varðandi starfskjör stjórnenda og stjórnarmanna og stefnu félags varðandi samninga við stjórnendur og stjórnarmenn. Jafnframt skal koma þar fram hvort og þá við hvaða aðstæður og innan hvaða ramma heimilt sé að greiða eða umbuna stjórnendum og stjórnar­ mönnum til viðbótar grunnlaunum. Hér skylda því lögin félagsstjórn til þess að kynna hluthöfum helstu atriði í bónus­ samningum og önnur kjör sem stjórnandi nýtur. Hvað telst til grundvallaratriða í þessu sambandi er nokkuð opið og er að mestu leyti komið undir mati hluthafafun­ dar og félagsstjórnar í hverju tilviki. Ekki er gert ráð fyrir að í stefnumiðum komi fram nein efri og neðri fjárhagsmörk fyrir grunnlaun. Í lögunum eru eftirfarandi hlunnindi tilgreind sem hluti starfskjara: 1. Afhending hluta. 2. Árangurstengdar greiðslur. 3. Hlutabréf, kaup­ og söluréttur, for­ kaupsréttur og annars konar greiðslur sem tengdar eru hlutabréfum í félaginu eða þróun verðs á hlutabréfum í félaginu. 4. Lánasamningar (þar undir eru sérstök lánskjör), enda séu þeir heimilaðir samkvæmt þessum eða öðrum lögum. 5. Lífeyrissamningar. 6. Starfslokasamningar. Rétt er að íhuga hvað felst í einstökum atriðum. Gert er ráð fyrir því að forstjóri geti fengið hluti, til dæmis bíl, hús eða málverk, svo að dæmi sé tekið. Ekki er endilega gert ráð fyrir því að menn fái hlut­ ina til eignar heldur er algengara að þeir fái þá til afnota meðan þeir eru í starfi. Árangurstengdar greiðslur eru algengar hér á landi en væntanlega er hér gert ráð fyrir því að sagt sé frá því í stórum drátt­ um hvaða árangri þarf að ná til þess að af greiðslunum verði. Kaupréttur á hlutabréfum er algengur hér á landi og yfirleitt er sagt frá slíkum rétti opinberlega ef um skráð hlutafélög er að ræða (þetta mun vera skylt). Þetta er eina ákvæði laganna þar sem skylt er að hlíta ákvörðun félagsfundar en að öðru leyti er stefnan leiðbeinandi. Það er sérstakt að tiltekin eru lán til stjórnenda. Í Baugsmálinu hefur verið tekist á um slíkar lánveitingar en þar taldi undirréttur að lánveitingarnar hefðu verið löglegar. Þetta nýja lagaákvæði mun eflaust ekki skýra lögin betur en áður. Nú orðið semja flestir forstjórar ekki um lífeyrisgreiðslur frá hlutafélagi sínu heldur er fyrst og fremst samið um greiðslur í lífeyrissjóði. Oft nema slíkar greiðslur umtalsverðum fjárhæðum um­ fram grunnskyldu samkvæmt lögum. Algengt er að kveðið sé á um starfslok í ráðningarsamningi. Oftast er þá gert ráð fyrir því að menn haldi launagreiðslum og hlunnindum í ákveðinn tíma eftir starfs­ lok, til dæmis sex eða tólf mánuði. Starfskjarastefnan skal samþykkt á aðalfundi félagsins, með eða án breytinga. Þar skal félagsstjórn jafnframt gera grein fyrir kjörum stjórnenda og stjórnarmanna félags og áætluðum kostnaði vegna kaup­ réttaráætlana og skýra frá framkvæmd áður samþykktrar starfskjarastefnu. Ef félagsstjórn víkur frá starfskjarastefnunni skal það rökstutt í hverju tilviki fyrir sig í gerðabók félagsstjórnar. Á þessu sést að samkvæmt nýju lög­ unum þarf stjórn að gera samninga að Réttur hluthafa og umstang við aðalfundi eykst 2 V í s b e n d i n g • 2 t b l . 2 0 0 7

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.