Vísbending


Vísbending - 20.07.2007, Blaðsíða 1

Vísbending - 20.07.2007, Blaðsíða 1
Á tuttugustu öldinni var Ísland alþjóðlegt viðskiptaland ef miðað var við vöru inn- og útflutning. Slík opingáttarhugmynda- fræði segir þó einungis hluta af sögunni þar sem inn- og útstreymi fjárfestinga var lítið sem ekkert. Á þeim vettvangi var Ísland ey- land. Ný öld táknaði hins vegar nýja tíma þar sem inn- og útstreymi fjárfestinga tók stökkbreytingum. Útflæði Á síðasta áratug fjárfestu Íslendingar næstum ekkert erlendis. Beinar erlendar fjárfestingar voru innan við 10 milljónir Bandaríkjadala á ári fram til ársins 1993 og 30 milljónir Bandaríkjadala á ári til og með árinu 1995. En beinar erlendar fjárfestingar uxu jafnt og þétt allan tíunda áratuginn en voru þó litlar sem engar í samanburði við nágrannalöndin. Bein erlend fjárfesting Íslendinga á árunum 1992–2001 var að meðaltali 112 milljónir Bandaríkjadala á sama tíma og Írar fjárfestu fyrir 2.214 milljónir á ári að meðaltali og Norðmenn fyrir 3.225 milljarða, Finnar og Danir fyrir yfir 7.300 milljónir og Svíar yfir 13.000 milljónir Bandaríkjadala. Stökkbreyting varð hins vegar árið 2004 þegar bein erlend fjárfesting Íslend 20. júlí 2007 27. tölublað 25. árgangur ISSN 1021-8483 1 2 4Ísland er ekkert eyland lengur hvað alþjóðleg viðskipti og fjárfestingar varðar. Fyrirtæki eru í auknum mæli farin að hafa áhuga á netverkum til þess að markaðssetja framboð sitt. Þrjár bylgjur hafa ein- kennt ráðgjafarbransann. Allar snérust þær um vinnuklókindi. Einar Oddur var aðal- maðurinn í þjóðarsáttinni. Hann skapaði traust á milli aðila vinnumarkaðarins. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál Eyland ei lengur inga fór í 2.553 milljónir Bandaríkjadala sem er tvöfalt meira en þeir fjárfestu alls á árunum 1992 til 2001. Upphæðin var enn hærri árið 2005 eða 6.693 millj ónir Bandaríkjadala. Meðaltal áranna 2004 og 2005 sýnir að það voru ein ungis Svíar og Írar sem fjárfestu meira en Íslendingar. Á mynd 1 má sjá hvernig fjárfesting fyrrnefndra þjóða þróaðist á árun um 1992–2005. Beinar erlendar fjárfest- ingar Íslendinga hafa aukist mikið síðustu árin og eru þær farnar að nálgast meðaltal Finna og Dana á tíunda áratuginum. Innflæði Lengi vel var innflæði beinna erlenda fjár- festinga áhyggjuefni hagfræðinga. Inn- flæðið til Íslands var að meðaltali 78 millj- ónir Bandaríkjadala á árunum 1992–2001. Á sama tíma var innflæði beinna erlendra fjárfestinga til Noregs og Finnlands um 3.500 milljónir. Innflæðið til Írlands var 7.265 milljónir að meðaltali, Danmerkur 8.054 milljónir og til Svíþjóðar um 15.700 milljónir Bandaríkjadala að meðaltali. Rétt eins og útflæði beinna erlendra fjárfest- inga tók innflæðið að aukast verulega upp frá árinu 2003 og árið 2005 var innflæði beinna erlendra fjárfestinga til Íslands 2.329 milljónir Bandaríkjadala (mynd 2). Þetta er stökkbreyting frá meðaltali áranna 1992–2001 eða nærri þreföldun á saman- lögðu innflæði þessara tíu ára. Stórstreymi Samanburðurinn hér að ofan er fenginn úr talnasafni OECD sem nær til ársins 2005 en Seðlabankinn hefur birt tölur fyrir árið 2006. Þar kemur í ljós að bein erlend fjárfesting Íslendinga var 296,6 millj- arðar íslenskra króna árið 2005 en 538,4 milljarðar árið 2006, eða 82% aukning á milli ára. Innflæði erlendra fjárfestinga var 194,1 milljarðar króna árið 2005 en 271,8 milljarðar á síðasta ári eða 40% meiri en árið á undan. Þar af leiðandi var bein er- lend fjárfesting Íslendinga árið 2006 hátt í meðaltal Svía á árunum 1992–2001 og bein erlend fjárfesting á Íslandi svipuð og að meðaltali í Finnlandi og Noregi á árun um 1992–2001. Innflæði beinna erlendra fjárfestinga var þar af leiðandi 24% af VLF og útflæðið 47% af VLF sem er miklu hærra hlutfall en samanburðarþjóðirnar hafa haft frá 1992. Með öðrum orðum, Ísland er ekkert eyland lengur. Í milljónum Bandaríkjadala. Heim ildir: OECD og Seðlabanki Íslands. Mynd 1. Útflæði beinna erlendra fjárfestinga 1992-2005 (2006 fyrir Ísland) V í s b e n d i n g • 2 7 t b l 2 0 0 7 1 V -20000 -10000 0 10000 20000 30000 40000 50000 19 92 19 93 19 94 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 Danmörk Finnland Ísland Írland Noregur Svíþjóð -30000 -20000 -10000 0 10000 20000 30000 40000 50000 60000 70000 19 92 19 93 19 94 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 Danmörk Finnland Ísland Írland Noregur Svíþjóð Mynd 2. Innflæði beinna erlendra fjárfestinga 1992-2005 (2006 fyrir Ísland)

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.