Vísbending


Vísbending - 28.07.2007, Blaðsíða 1

Vísbending - 28.07.2007, Blaðsíða 1
Heimili og fyrirtæki virðast hvergi nærri hafa fengið sig fullsödd af lánum ef marka má nýjustu skuldatölur. Skuldir heim- ilanna við bankakerfið jukust um 11,8 millj- arða króna í júní sl. og fátt bendir til þess að íslensk fyrirtæki séu hætt að taka yfir erlend fyrirtæki. Þetta hefur gert það að verkum að efnahagsreikningurinn í formi erlendra eigna og skulda hefur hreinlega blásið út á síðustu fjórum árum. Heildarskuldir við útlönd og eignir í útlöndum voru langt inn- an við 100% af vergri landsframleiðslu all- an tíunda áratuginn en skuldirnar voru komnar vel yfir 500% í lok síðasta árs og eignirnar hátt í 400%. Uppblásinn efna- hagsreikningur er að mörgu leyti áhyggju- efni en hreinar erlendar skuldir, sem eru komnar vel yfir 100% af landsframleiðslu, eru þó sennilega aðalhausverkurinn. Í eina tíð hefði Seðlabankinn sennilega getað haft áhrif á þessa þróun en hann virðist nú hafa lítil sem engin áhrif. Íslenska dæmið Hagfræðingar eiga í mestu vandræðum með að skilja hvaða lögmál eiga við um íslenska hagkerfið – ef þau eru þá nokkur. „Íslenska dæmið“ er orðið eitt af furðum veraldar í fjármálaheiminum. Fæstir fara of neikvæðum orðum um þessa þróun, ef aðalhagfræðingur Den Danske Bank er undanskilinn, vegna þess að það er sama hversu brjálæðislega þessi uppblásni efnahagsreikningur hljómar þá gildir gamla lögmálið um að viðskiptin hljóta að teljast góð ef fjárfestingarnar eru arðsamari en sem nemur fjármagnskostnaði. Íslending- ar þorðu að nýta sér lítinn fjármagnskostn- að og skapa sér tækifæri þegar aðrir voru áhættufælnir eftir hrap tæknimarkaðarins. Ávöxtun fyrirtækja, sérstaklega bankanna, hefur verið mjög mikil undanfarin ár og það gefur vísbendingar um að fjárfestingarn- ar séu góðar, alla vega til skamms tíma. Ein- ungis tíminn getur leitt í ljós hvernig ávöxt- unin reynist til lengri tíma. 27. júlí 2007 28. tölublað 25. árgangur ISSN 1021-8483 1 2 4Hátt gengi krónunnar hefur komið mörgum á óvart en gengisfall virðist vera óumflýjanlegt. Fólk er mismunandi skilvirt í að leita sér ráðgjafar. Betri skilningur á þörfum ráðtaka er æskilegur. Frelsi á markaðinum hefur umbylt atvinnugreinum og fjárfestingarsjóðir hafa vaxið hratt. Þegar skortur er á áhugaverðum fréttum fær áróður oft óverðskuldaða athygli. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál Áhrif Seðlabankans Hins vegar er tilefni til þess fyrir Seðla- bankamenn að hafa áhyggjur af því að gjaldeyrisforði bankans, um 160 millj- arðar króna, er fjarri því að vera nægi- legur til þess að bregðast við alvarlegu áfalli, eins og Þorvaldur Gylfason prófess- or hefur bent á. Það flækir þetta mál hins vegar gagnvart Seðlabankanum að þessi skulda- og eignaaukning er upprunnin hjá einkaaðilum en ekki opinberum aðilum og þá er spurning hvað bankinn getur og á að gera ef illa fer. Hagfræðinga greinir á hversu miklar áhyggjur seðlabankar eigi að hafa af skuldum og eignum einkaaðila en það þarf ekki mikla speki til að sjá að þeg- ar upphæðirnar eru orðnar svona háar eru þær ekki lengur einkamál einkaaðila. Engu að síður, þrátt fyrir spár um að ekki væri hægt að halda þessu gangandi til lengri tíma, hefur þetta virkað hingað til. Krónan fellur Seðlabankinn hefur hækkað vexti í 15% til þess að draga úr lántökum en þær hækkanir hafa ekki dugað, einfaldlega vegna þess að seðlabankar almennt eru ekki eins skilvirkir og þeir voru eitt sinn. Á hinum alþjóðlega fjármagnsmarkaði er hægt að taka lán í næstum hvaða gjaldmiðli sem er, hjá innlendum sem erlendum lánastofnun- um, og það dregur verulega úr áhrifum Seðlabankans. Enn fremur dregur verð- trygging lána úr áhrifum vaxtabreyt- inga Seðlabankans. Háir vextir hafa hins vegar ýtt undir skuldabréfaútgáfu til er- lendra aðila og hefur sú útgáfa að miklu leyti fjármagnað fjárfestingar Íslendinga. Hækkandi vextir styrkja enn fremur krón- una og sú þróun ýtir undir aukna neyslu og fjárfestingar. Þetta getur verið merki um blómstrandi efnahag. Það vekur hins vegar athygli að viðskipta- hallinn var um 28% af vergri landsfram- leiðslu á síðasta ári. Slíkur halli á sér enga hliðstæðu í Íslandssögunni eða í halla- viðskiptum OECD-ríkja. Það er reyndar athyglivert að Seðlabankinn gerir lítið úr þessu í síðasta hefti Peningamála með því að birta spá fyrir næstu þrjú ár þar sem hallinn fer niður í 15% á þessu ári og niður í 12% árið 2008 án þess að gera greinarmun á hvað er veruleiki og hvað óskhyggja. Það er hins vegar eitthvað sem segir að slíkur þrýstingur sé vísbending um að krónan eigi eftir að falla – og það mikið og hratt. Það verða jafnframt enda- lok krónunnar frá pólitísku sjónarmiði. Margslungið dæmi Krónan hefur áður fallið, nú síðast árið 2001 og í byrjun árs 2006. Þegar Seðla- bankinn fékk aukið frelsi árið 2001 var ákveðið að hlutverk hans snerist um verð- bólgu en ekki gengi krónunnar. Hug- myndafræði seðlabanka almennt hefur að vissu leyti breyst þar sem gjaldmiðillinn skiptir einnig máli og svo virðist einnig vera í tilviki Seðlabanka Íslands. Þar hefur bankinn enn áhrif. Ekki er alveg ljóst hvaða áhrif gengisfall eða aðrir skellir geta haft á hagkerfið en enginn vill þó vera eins svartsýnn og aðal- hagfræðingur Den Danske Bank sem hefur bent á að samsvörun sé á milli Íslands og Taí- landskrísunnar (og reyndar hefur Þorvald- ur Gylfason einnig gert það í grein í Frétta- blaðinu, 5. október 2006). Það er þó vissu- lega áhyggjuefni að nokkrir af efnaðari mönnum landsins urðu nær gjaldþrota á einni nóttu þegar illt umtal skapaði krísu í byrjun síðasta árs, þar sem gengi hlutabréfa í bönkunum og krónan tóku dýfu. Taugatitrings gætir einnig á hlutabréfa- mörkuðum um þessar mundir þar sem lækkun fasteignaverðs í Banda- ríkjunum hefur komið illa niður á fyr- irtækjum sem sérhæfa sig í áhættusömum lánum. Greinilegt er að fjárfestar óttast fjármálakrísu þar sem fasteignaverðbóla leikur aðalhlutverkið. V í s b e n d i n g • 2 8 t b l 2 0 0 7 1 V

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.