Vísbending


Vísbending - 10.08.2007, Blaðsíða 3

Vísbending - 10.08.2007, Blaðsíða 3
V í s b e n d i n g • 3 0. t b l. 2 0 0 7 3 Hannes ­Hólmst­einn ­ ­ ­ ­ ­ ­ ­ ­ ­ ­ ­ Gissurarson ­ ­ ­ ­ ­ ­ ­ ­ ­ ­ prófessor Laffer-boginn var fyrst rissaður upp á munnþurrku á veitingastaðnum Two Continents í Washington-borg í Bandaríkjunum í desember 1974. Ungur og ákafur hagfræðiprófessor frá Chicago, Arthur B. Laffer, var kominn í höfuð- stað lands síns til að skýra fyrir nokkrum áhrifamönnum Hvíta hússins, að skatttekj- ur ríkisins þyrftu ekki alltaf að lækka, þótt skattheimta væri minnkuð.1 Hann dró upp boga, sem sést á mynd 1. Sá liggur á skattheimtuásnum og á að sýna skatttekj- ur.2 Tekjur eru engar, þegar skattheimta er engin, og líka engar, þegar hún nær 100%, því að enginn gerir neitt, þegar allt er hirt jafnóðum. Skatttekjur aukast, fyrst eftir að skattheimta er aukin, uns náð er einhverju marki. Eftir það minnkar hún. Þetta merkir, að hægra megin á boganum eða „öfugum megin“ lækka skatttekjur, eft- ir því sem skattheimta eykst, en í því felst líka, að skatttekjur hækka, eftir því sem skattheimta minnkar. Þess má geta, að bog- inn er svipaður í laginu og sá, sem fiskihag- fræðingar nota til að sýna samband sóknar í fiskistofn og afla úr honum.3 Aflinn er enginn, þegar ekkert er tekið, og hann er líka enginn, þegar allt er tekið, því að þá endurnýjar stofninn sig ekki og hverfur. Aflinn eykst með aukinni sókn, uns náð er einhverju marki, en eftir það minnkar hann. Eðlilegt er, að bogarnir séu eins í lag- inu, því að hugsunin að baki þeim báðum er hin sama: „Afli“ skattheimtumannanna eykst í upphafi með aukinni „sókn“, en síðan kemur að því, að hann minnkar, því að skattgreiðendur bregðast við því, sem þeir telja óhóflega skattheimtu, með því að minnka við sig launaða (og skattlagða) vinnu, skjóta tekjum undan skatti og svo framvegis. Í baráttunni fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum 1980 tók Ronald Reagan undir hugmynd Laffers. Hann hélt því fram, að skattalækkanir eins og þær, sem hann ætlaði að beita sér fyrir, myndu ekki minnka skatttekjur, enda væru Bandaríkja- menn staddir „öfugum megin“ á Laffer- boganum. Með skattalækkunum myndi atvinnulíf eflast og menn leggja harðar að sér, en það hefði í för með sér auknar skatttekjur. Fyrirhugaðar skattalækkanir greiddu þannig fyrir sig sjálfar. Þetta þótti and- stæðingum Reagans innan og utan Lýðveldisflokks- ins hin mesta firra og töl- uðu um „vúdúhagfræði“. Reagan réðst hins vegar ótrauður í skattalækkanir í forsetatíð sinni. Oft er á það bent, að hann skildi eftir sig verulegan fjárlaga- halla. Stuðningsmenn Laffers svara, að Reagan hafi vissulega stóraukið útgjöld til varnarmála, en með því hafi hann unnið kalda stríðið, svo að það hafi verið þess virði, og auk þess hafi skattalækkanirnar skilað sér síðar í auknum skatttekjum. Hrakspár um þensluáhrif þeirra hafi ekki heldur ræst. Eins og Arthur Laffer er fyrstur til að viðurkenna, fann hann ekki upp Laffer- bogann.4 Serkneskur hugsuður, Ibn Khald- un, skrifaði á 14. öld: „Menn ættu að vita, að í upphafi valdaskeiðs nýrrar ættar skilar skattheimta miklum skatttekjum af létt- um álögum. Í lok valdaskeiðs ættarinnar skilar skattheimta lágum skatttekjum af þungum álögum.“5 Skoski heimspeking- urinn Adam Smith sagði í Auð­legð­ þjóð­­ anna 1776: „Með því að minnka neyslu skattlagðrar vöru og stundum með því að hvetja til smygls skilar mikil skattheimta oft minni tekjum en fengist gæti með hóf- legri sköttum.“6 Enski hagfræðingurinn John Maynard Keynes, sem margir ríkisaf- skiptasinnar tuttugustu aldar hafa gert að höfuðspámanni, sagði:7 Sú röksemd ætti ekki að þykja skrýt- in, að skattheimta geti verið svo mikil, að hún nái ekki tilgangi sínum, og að skatta- lækkun sé líklegri, ef gert er ráð fyrir nægi- legum tíma fyrir hana til að bera ávöxt, en skattahækkun til að koma í veg fyrir halla á ríkissjóði. Þeir, sem halda nú fram önd- verðri skoðun, minna á framleiðandann, sem selur vöru sína með tapi og ákveður að hækka verð hennar. Þegar salan minnk- ar, svo að tapið eykst, grípur hann til bók- haldaraspeki og ákveður að hækka verðið enn frekar, og þegar jafnvægi hefur náðst með því, að ekkert er framleitt og ekkert selt, fullyrðir hann hinn keikasti, að það hefði verið fífldirfska að lækka verðið, þeg- ar tapið eykst. Hér á Íslandi sagði Jón Þorláksson á Alþingi 1925: „Það er almenn regla, við- urkennd af sérfræðingum í skattamálum í meira en 100 ár, að takmörk eru fyrir því, hve mikið má hækka einstaka skatta; þegar komið er að þessu takmarki, leiðir frekari hækkun ekki til aukningar á skatt- tekjum, heldur til lækkunar á þeim.“ Jón bætti við á Alþingi 1926, að allir sérfræð- ingar í skattamálum væru sammála um, „að það væri betra að láta peningana vera kyrra í vösum og vörslum gjaldenda held- ur en að láta þá safnast í sjóði í eign ríkis- ins, af því að þeir beri meiri ávöxt hjá ein- staklingunum heldur en ef þeir eru teknir í opinberan sjóð“.8 Skýrar verður hugsun Laffers vart orðuð, hálfri öld áður en hann dró upp boga sinn á munnþurrku. Hér varðar mestu að gera greinarmun á skattheimtu (e. tax rate), til dæmis hversu hátt hlutfall menn greiða í tekjuskatt, og skatttekjum (e. tax revenue), til dæmis hversu mikið ríkissjóður fær í tekjuskatt, þegar upp er staðið. Sambandið milli skattheimtu og skatttekna er ekki línulegt (bein lína upp á við, með öðrum orðum því meiri skatttekjur sem skattheimta er meiri), heldur beygir línan fyrr eða síður niður: Að því marki kemur, að aukin skatt- heimta minnkar skatttekjur. Ein rök fyrir þessu eru augljós: Menn leggja harðar að sér og framleiða meira, ef þeir halda 80% af tekjum sínum eftir, en ef þeir halda 40% eftir. Framlag Laffers var að leiða rök að því, að Bandaríkjamenn og aðrar vestrænar þjóðir hefðu náð marki mestu mögulegu skatttekna og jafnvel gengið lengra, svo að skattalækkanir minnkuðu ekki nauðsynlega skatttekjur. Auðvitað Þurfa stó­rfel­l­dar skattal­ækkanir ekki að­ skerð­a tekjur ríkissjó­ð­s? Laffer-boginn - Fyrri grein: Skattheimta í % Skatttekjur í kr. Skatttekjur í kr. Mynd ­1: ­Laffer­boginn f­ram­hald­ á bls­. 4 S ka tt h ei m ta í % S ka tt te kj u r í kr . S ka tt te kj u r í kr .

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.