Vísbending


Vísbending - 19.10.2007, Blaðsíða 1

Vísbending - 19.10.2007, Blaðsíða 1
19. október 2007 40. tölublað 25. árgangur ISSN 1021-8483 1 2 4Hvers vegna eru stærstu fyrirtækin núna miklu stærri en fyrir 10 árum? Útrás í orkumálum er mál málanna. Hvað mælir með henni og hver á að eiga orkufyrirtækin? Fyrir 18 mánuðum spáði Danske bank „harðri lend- ingu“ í íslensku efnahagslífi. Hvernig reyndist spáin? Sigurbjörn Einarsson biskup færði lands- mönnum boðskap. Hver vill láta blekkjast? 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál Börn síns tíma V í s b e n d i n g • 4 0 . t b l . 2 0 0 7  ­Lista Frjálsrar verslunar yfir stærstu fyrirtæki landsins er jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu. Marg- ir hafa velt vöngum yfir því hve mikið mörg fyrirtæki hafa vax­ið á skömmum tíma. Samt eru það ekki ný sannindi að fyrirtæki vax­i, nái hámarki og hnigni hér á landi. Fjölmörg fyrirtæki sem allir áttu dag- leg samskipti við fyrir nokkrum áratugum heyra nú sögunni til. Silli og Valdi voru með stóra verslunarkeðju í samkeppni við Sláturfélagið. Mjólkursamsalan rak mjólk- urbúðir um allan bæ. Sambandið var með rekstur á nær öllum sviðum þjóðlífsins. Sumt af þessari starfsemi hefur flust til, annað horfið algerlega. Dverg­ur eitt árið ... Af tuttugu stærstu fyrirtækjunum á land- inu árið 2006 voru mörg mjög lítil eða alls ekki til fyrir tveimur áratugum. Að vísu hafa sum þeirra keypt fyrirtæki sem fyrir voru á markaðinum og eru því ekki alveg sjálfsprottin ef svo má segja. Kaup- þing, sem nú er stærsta fyrirtæki landsins, var lítið verðbréfafyrirtæki árið 1986, verð- metið á 12 milljónir króna (um 40 milljónir á núvirði). Bakkavör, sem kennd er við götu á Seltjarnarnesi, saltaði þá hrogn í tunnur en er nú í 3. sæti listans. Actavis, sem nú er með starfsemi víða um heim, var ekki til undir því heiti þó að smáir forverar fyrir- tækisins störfuðu hér á landi. Svo mætti lengi telja. Stærsta fyrirtækið árið 1995 var Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna með tæplega 23 milljarða í veltu. Nú dygði slík velta til þess að komast í 25. sæti listans. Þar fyrir ofan eru fjölmörg fyrirtæki sem ekki voru til fyrir áratug. Sölumiðstöðin sjálf, sem nú heitir Icelandic Group, er komin í 5. sæti listans og gamli keppinauturinn um efsta sætið, Alfesca (áður ÍS og síðar SÍF), er í 12. sæti listans. Þó hefur velta beggja aukist mikið, einkum þess fyrrnefnda. Mörg önnur fyrirtæki hafa einfaldlega vax­ið hraðar. Hvað veldur þessum mikla vex­ti? ... svo risi Útrás íslenskra fyrirtækja er auðvitað grundvöllurinn að því að þau geti aukið tekjur sínar jafnmikið og raun ber vitni. Grunnurinn að útrásinni er hins vegar aukinn aðgangur að fjármagni og meiri menntun og þekking Íslendinga á erlend- um mörkuðum en áður. Á árinu 2006 var velta Kaupþings 306 milljarðar króna. Sex­ fyrirtæki fara yfir 100 milljarða veltu. Sá múr var ekki rofinn fyrr en árið 2005 þeg- ar Kaupþing og Landsbankinn náðu slíkri veltu. Allar stærðir hafa gerbreyst á undan- förnum árum. Árið 1996 voru meðallaun á ári í bestu útgerðarfyrirtækjum milli fimm og sjö milljónir króna. Nú má áætla að nokkur þúsund manns hafi hærri laun en þetta. Bankamenn raða sér í efstu sæt- in. Vöx­tur fyrirtækjanna hefur skilað sér í launaumslaginu. Í fyrra voru laun að meðaltali hæst hjá Straumi-Burðarási um 23 milljónir króna. Launavísitalan hefur hækkað um 90% á þessum tíma. Fyrir 10 árum voru það ríkisfyrirtækin sem skiluðu mestum hagnaði fyrir skatta. Póstur og sími, Landsvirkjun og Rafmagns- veita Reykjavíkur voru einu fyrirtækin sem náðu milljarði króna í hagnað. ÍSAL, Flugleiðir og SH náðu milli 800 og 900 milljónum í hagnað. Undanfarin ár eru milli 30 og 40 fyr- irtæki með hagnað upp á milljarð fyrir skatta. Alls voru 12 fyrirtæki með meira en tíu milljarða í hagnað í fyrra en árið 1996 var samanlagður hagnaður þeirra tíu fyrirtækja sem mest græddu um tíu millj- arðar. Árið 2006 voru 18 fyrirtæki með meira en 1.000 manns í vinnu en þau voru 8 árið 1996. Risar morg­undag­sins Ó­mögulegt er að segja til um það hvar ár- angur næst á næsta áratug. Um aldamótin töldu margir að líftækni- og Netfyrirtæki væru vænleg til þess að skila miklu. Hagn- aðurinn af hlutabréfum í þeim fyrirtækj- um varð sem kunnugt er mismikill og skilaði sér misvel til fjárfesta. Þar var ekki alltaf best að vera með „þolinmótt“ fjár- magn. Afþreying mun örugglega vax­a á komandi árum. Ferðalög, kvikmyndir og tónlist munu gera einhverja ríka. Margir sjá fyrir sér að orkufyrirtæki verði arðbær. Hugbúnaður og ýmiss konar tækniþjón- usta hafa vax­ið stig af stigi, þrátt fyrir að menn telji að nú hljóti hámarki að vera náð. Heilbrigðisþjónusta af ýmsu tagi er líka líkleg til þess að vax­a mikið. Nú þegar menn hugsa ekki lengur bara um íslenska markaðinn eru vex­ti fyrirtækjanna lítil takmörk sett. Lykilatriði er að aðstæður hérlendis verði áfram hagfelldar og að þeir sem ferðinni stýra muni að kapp er best með forsjá. V

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.