Vísbending


Vísbending - 19.10.2007, Blaðsíða 4

Vísbending - 19.10.2007, Blaðsíða 4
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Netfang: visbending@heimur.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. Aðrir­sálmar Sigurbjörn Einarsson biskup skrifar hugleiðingar í Morgunblaðið þessa dagana. Í þeim fer hann víða, fjallar um mannlegt eðli og stöðu manns- ins í veröldinni. Þriðjudaginn 16. október skrifar hann pistil sem hefst á spurningunni „Vill maðurinn láta blekkjast?“ Henni svarar hann: „Því mun enginn svara játandi fyrir sitt leyti. Ágústínus sagði forðum: „Ég hef kynnst mörgum, sem fýsti að blekkja aðra, en engum, sem vildi vera blekkt- ur“ (Játningar X, 23). Sömu reynslu hafa allir haft. Ekkert særir sjálfsvirð- ingu manns meira en að reka sig á og verða að viðurkenna það, að hann hafi verið ginntur, það hafi verið leik- ið á hann, hann hafi reynst auðtrúa, talhlýðinn, leiðitamur sér til tjóns og vanvirðu. Enginn vill verða fyrir slíku. Eða hvað? Það gerist samt. ... Enginn vill láta veiða sig. Og þegar menn verða fyrir því er það naprast af öllu að sjá sjálfan sig eins og leiksopp annarra, blekktan, blindaðan ómerking. Þetta sættir sig enginn við meðan eitthvað er eftir af mannlegri sjálfsvirðingu. Það sjálfsmat verður ekki upprætt úr mennskum manni, að hann sé ábyrg- ur gjörða sinna og geti ekki kennt öðr- um um en sjálfum sér, ef hann lætur blekkjast. ...“ Kannski er það tilviljun að þessi pistill biskupsins gamla birtist einmitt núna. Kannski ekki. Vil­tu l­esa f­yrir mig­? Þegar menn veljast í stjórnir er meg- inatriði að þeir geti treyst undirmönn- um sínum vel. Það tekur þó aldrei af mönnum þá skyldu að kynna sér sjálfir vel öll mál og taka til þess þann tíma sem þarf. Ef menn skrifa undir eða samþykkja samninga sem þeir hafa ekki lesið geta þeir engum nema sjálf- um sér um kennt ef efni þeirra kemur þeim síðar í koll. Stjórnendur þurfa oft að fá stutt minnisblöð til þess að átta sig á kjarna máls. En það er gagns- laust ef þeir lesa þau ekki. bj 4 V í s b e n d i n g • 4 0 . t b l . 2 0 0 7 Eng­inn verður ó­bl­ekktur ... f­ramhald ­af­ ­bls. ­2 Þarna voru það orkuveitur ríkis og bæja sem áttu markaðinn, en ekki öfugt. Á Suðurnesjum hafa sveitarfélög nýlega selt hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja. Stað- kunnugur lýsti breytingunni í öðru þeirra eitthvað á þessa leið: „Áður fór Hitaveitan því fram sem hún vildi í bæjarlandinu. Leyfi til framkvæmda og jarðrasks voru í raun formsatriði, því að hún var hluti af bænum. Núna eru erindi frá henni að minnsta kosti skoðuð áður en þau eru samþykkt.“ Umhverfissinnar leggja mikið upp úr því að orkufyrirtæki séu í „samfé- lagslegri eigu“. Vafasamt er þó að þeir sem séð hafa hús Orkuveitunnar og annarra fyrirtækja í Árbænum komist að þeirri nið- rúmlega 5% má gera ráð fyrir að framvirkt gengi dollara hefði verið um 77 krónur að teknu tilliti til þóknunar bankans. Gjald- eyrisspá Danske bank gerði ráð fyrir því að fyrir hvern dollara fengjust 92 krónur að ári liðnu. Þetta hefði skilað 15 krónum í hagnað eða nálægt 20% að teknu tilliti til vax­takostnaðar. Það sem meira er, þeg- ar framvirkur samningur er gerður gefst færi á að gíra stöðuna upp, þ.e.a.s. leggja inn eigið fé sem tryggingu fyrir samningn- um og margfalda þannig ávöx­tunina. Ef gert er ráð fyrir að tryggingafé nemi um fimmtungi af samningsupphæð hefði ráð- gjöf Danske bank skilað 100% ávöx­tun hefði spá þeirra geng- ið eftir. Að ári liðnu var gengi krónu gagnvart doll- ara rúmlega 66. Þannig hefði fjár- festir sem valið hefði ofangreinda leið þurft að kaupa hvern dollara á 77 krónur en gæti ein- ungis selt hann fyrir 66 krónur, 11 krón- um minna en ári áður. Þannig hefði tapast um 15% af virði dollarans og um 70% af upphaflegu eigin fé þar sem það var ein- göngu fimmtungur fjárfestingarinnar. Þannig er nokkuð ljóst að ráðgjöf Danske bank hefði ekki skilað ánægjuríku sumri með sandi af seðlum fyrir dygga viðskipta- vini bankans. Það var ekki eingöngu í fjárfestingar- ráðgjöf sem spádómar bankans reyndust fjarri lagi því að Carsten og Lars féllu líka á þjóðhagfræðiprófinu. Samkvæmt tölum Hagstofunnar jókst landsframleiðsla um 4,2% á föstu verðlagi árið 2006 og flest bendir til að hagvöx­tur verði einnig nokk- ur í ár. Fjármálakreppan hefur ekki enn látið kræla á sér þrátt fyrir mikla ókyrrð á alþjóðlegum mörkuðum. Tekjuafgangur ríkissjóðs var 81 milljarður króna og er sjóðurinn því nokkuð fjarri því að detta niður fyrir núllið. Einkaneysla jókst um 4,3% árið 2006 og hefur aukist það sem af er þessu ári. Verðbólgan komst næst tveggja stafa tölunni þegar hún mældist 8,6% í ágúst 2006. Með þessari grein- argerð er ekki ætl- unin að halda því fram að ekkert af þeim ábending- um og gagnrýni sem fram kom í skýrslu Danske bank eigi við rök að styðjast því að sjálf- sögðu glíma Íslendingar við ójafnvægi í efnahagsmálum á ýmsum sviðum. Það er aftur á móti ljóst að nokkuð mörgum breytum var sleppt í útreikningunum og niðurstaðan er því í takt við það. Greining- ardeildir gegna ábyrgðarmiklu hlutverki og útgáfa sem þessi hlýtur að draga úr trú- verðugleika þeirra. En rétt eins og bræðurn- ir í Olsen-glæpagenginu láta aldrei deigan síga má fastlega gera ráð fyrir að Carsten og Lars komi með fleiri spár um ragnarök í íslensku hagkerfi. Hver veit nema einn dag- inn sverfi að og þá er ekki ólíklegt að Lars kalli hátt og snjallt yfir borðið í greiningar- deild Danske bank „Skidegodt, Carsten!“ f­ramhald ­af­ ­bls. ­3 V V urstöðu að hún hafi minna svigrúm í um- hverfismálum en þau. Það er líka mikill misskilningur að einkafjárfestar geti ákveðið þá gjaldskrá sem þeir vilja ef þeir eignast veitufyrir- tæki. Orkustofnun myndi áfram hafa það hlutverk að búa til ramma um gjaldskrár veitnanna. Ekki er ólíklegt að eftirlit henn- ar yrði hert ef þær kæmust í einkaeigu. Eftir því sem orkufyrirtæki færa sig lengra frá upphaflegu hlutverki sínu virð- ist langsóttara að almenningi sé gert að taka þátt í fjárfestingum þeirra. Ef ætlunin er að halda áfram á sömu braut er erfitt að komast hjá því að endurskoða afstöðuna til einkaeignar á veitufyrirtækjum.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.